Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Page 62

Frjáls verslun - 01.09.2005, Page 62
SPÆNSKIR DAGAR Spænska er móðurmál fólks í fjölda landa s.s. á Spáni, í Argentínu, Chile, Bólivíu, Mexíkó, Perú, Gvatemala, Costa Rica, El Salvador, Honduras, Puerto Rico, á Kúbu ... að ógleymdum Banda- ríkjunum, en þar teljast tæpar 50 milljónir manna hafa spænsku sem fyrsta mál og ensku sem annað mál. Hér á landi fjölgar þeim sífellt sem leggja stund á nám í spænsku og ljúka t.d. BA-prófi í spænsku frá Háskóla Íslands. Um er að ræða þriggja ára nám þar sem margir taka spænsku sem aðalgrein á tveimur árum og bæta svo við sig svokallaðri auka- grein í eitt ár. Hins vegar fjölgar þeim nemendum á ári hverju sem dvelja á Spáni eða í Suður-Amer- íku í eitt ár og fá það nám metið inn í BA-námið. Það kemur til vegna sífellt fleiri samstarfssamn- inga við háskóla erlendis, bæði á Spáni og í löndum í Suður- Ameríku. Hvað Spán varðar er um að ræða háskóla í Madrid, Barcelona, Salamanca, Sevilla, Valencia, Alcalá de Henares og víðar. Hvað Suður-Ameríku varðar má nefna háskóla allt frá Buenos Aires í Argentínu til Kúbu. Náminu við Háskóla Íslands er skipt upp í þrjú meginþemu: Menningu og þjóðlíf, mál og málvísindi og bókmenntir og kvikmyndir. Á meðal námskeiða í boði um þessar mundir má nefna spænska málnotkun og málfræði, menningu og þjóðlíf Spánar og Rómönsku Amer- íku, bókmenntafræði og -sögu, viðskiptaspænsku, spænskar bókmenntir 19. og 20. aldar, kvikmyndir Spánar og Rómönsku Ameríku, þýðingar, sögu, mál- sögu, nýlendubókmenntir. Fjöldi kennara - bæði íslenskir og erlendir - koma að kennslu við spænskudeildina. Dr. Hólmfríður Garðarsdóttir lektor er formaður greinarinnar og bendir á að námið opni ýmsar leiðir á vinnumarkaði. Margir fari eðlilega til kennslu á grunn- og framhaldsskólastigi, enda bjóðist að stunda kennslu- réttindanám við Háskóla Íslands í erlendum tungumálum. En ekki hvað síst leggur hún áherslu á að námið opni leiðir inn í störf á flestum sviðum atvinnulífs, s.s. í ferðamennsku, á fjölmiðlum, í verslun og viðskiptum auk hvers konar þjónustu. Hún bendir á að opinberar stofnanir og stórir vinnu- staðir leiti í auknum mæli eftir fólki með margvíslega þekkingu og þar sé tungumálakunnátta og búseta erlendis mikilvægur mæli- kvarði á hæfni og færni umsækj- enda til þátttöku í uppbygg- ingarstarfi til framtíðar t.d. hjá fyrirtækjum sem leggja áherslu á alþjóðleg viðskipti og samstarf. Dr. Hólmfríður Garðarsdóttir lektor í spænsku við Háskóla Íslands. SPÆNSKA VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS Þeir eru margir sem fara í tungu- málaskóla á Spáni í sumarfríinu og á þetta við um fólk á öllum aldri. Þar geta þeir slegið tvær flugur í einu höggi; lært tungumál meistara Cervantes og í rauninni farið í frí - flatmagað í sólinni eftir að skóladegi lýkur, kynnst spænskri matargerðarlist... Fjöldi tungumálaskóla eru á Spáni; í Málaga, Madrid, Barcelona, Salamanca... Algengt er að nemendur taki stöðupróf í upphafi þannig að þeim er raðað í bekki samkvæmt getu þeirra í spænsku. Lögð er m.a. áhersla á mál- fræðina, nemendur kynnast bók- menntum Spánar auk þess sem þeir læra um siði Spánverja. Það gera þeir náttúrulega að miklu leyti með því að dvelja í landinu. Boðið er upp á ýmiss konar afþreyingu þegar skóladegi er lokið; flamenco-námskeið, farið er í ferðir til nágrannaborga - til dæmis til Sevilla og Granada ef dvalið er í Málaga auk þess sem farið er til Marokko - til Toledo ef dvalið er í Madrid auk þess sem hægt er að fara í helgarferð til Salamanca... Þannig mætti lengi telja. Svo má ekki gleyma því að á svona námskeiðum kynnist við- komandi nemendum alls staðar að; frá Evrópu, Bandaríkjunum, Afríku... Svona námskeið eru ógleym- anleg. HABLO ESPAÑOL 1. Hluti af klaustrinu í Montserrat. Þangað er hægt að skreppa frá Barcelona. 2. Frá Madrid. Don Quijote og skósveinn hans, Sancho Panza, í forgrunni. 3. Frá Marokko. 1. 2. 3. 62 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.