Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 29
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 29 Þá hefur komið í ljós að hið árlega Tekjublað Frjálsrar verslunar er að verða beitt vopn hjá konum í baráttunni fyrir hærri launum og minni launamun kynjanna. Því hefur löngum verið haldið fram að „launaleynd“ haldi launum kvenna og karla niðri og var haft á orði við afhendingu við- urkenninganna að konur í stjórnunarstörfum tækju Tekju- blaðið í auknum mæli með sér inn á teppi forstjóranna og krefðust sömu launa og karlarnir sem þær ynnu með og væru í sambærilegum störfum og þær. Af þessu má ráða að Tekjublað Frjálsrar verslunar er þarft upplýsingarit um vinnumarkaðinn á Íslandi og kemur að góðum notum í jafnréttisbaráttunni. Oftar en ekki gengur umræðan út á að fjölmiðlar fjalli ekki nægilega mikið um störf kvenna og að körlum sé gert hærra undir höfði en konum. Þessu til stuðnings er yfirleitt vísað til mælinga og rannsókna um að fleiri fréttir séu af körlum en konum. Í ljósi þessa er það mikils virði og ánægjulegt fyrir Frjálsa verslun að fá þessa viðurkenn- ingu Jafnréttisráðs. Í öllum tölublöðum okkar er fjallað um konur í stjórnunarstörfum, ekkert síður en karla. Í þakkarræðu minni á Hótel Sögu áréttaði ég að það væri bjargföst skoðun Frjálsrar verslunar að líta á stjórn- endur og leiðtoga sem manneskjur - sem einstaklinga - án kynferðis, kynþáttar og litarháttar og að í störf stjórnenda séu ráðnir hæfustu einstaklingarnir. Umræðan um konur í viðskiptalífinu, konur í stjórnunarstörfum, konur í hlut- verki leiðtoga og umfjöllun um samanburð á stöðu kvenna og karla í atvinnulífinu er hins vegar vinsælt umræðuefni og partur af jafnréttisumræðunni. Gleymum því samt ekki að engar tvær manneskjur eru eins. Margir karlar hafa engan áhuga á að stjórna eða vera í forystu. Það sama á við um konur. V E R Ð L A U N TÍU LEIÐIR FYRIR KONUR TIL AÐ KOMAST TIL METORÐA Ég rifjaði upp í þakkarræðu minni „tíu leiðir“ sem ég teldi að væru góðar fyrir konur til að komast í stjórnunarstöður í fyrirtækjum - en á þær hafði ég minnst í pallborðsumræðum á fundi hjá Félagi kvenna í atvinnurekstri nýlega. Allt eru þetta leiðir sem karlmenn hafa notað til að koma sér í stjórnunarstörf. Þessar „tíu leiðir“ eru eftirfarandi: 1. FRAMHALDSMENNTUN. Það er mikið rætt um gráðusnobb þessa dag- ana. Engu að síður er það nú svo að karlar og konur með meistaranám eða MBA-gráðu standa betur að vígi um stjórnunarstörfin. 2. STOFNIÐ FYRIRTÆKI. Það er auðvitað góð leið fyrir konur og karla að stofna einfaldlega sitt eigið fyrirtæki til að komast í stjórnunarstöður. Vera sinn eiginn herra. 3. STEFNUMÓTUNARVINNA. Takið þátt í stefnumótunarvinnu innan fyrir- tækja ykkar - ef þið mögulega getið. Þetta hefur reynst mörgum karlinum gott veganesti; þeir hafa einfaldlega „teiknað sig inn í kassana“. 4. SÆKIST EFTIR STJÓRNUNARSTARFI. Stjórnunarstöður koma ekki af sjálfu sér. Allir, sem gegna störfum stjórnenda, hafa haft innri vilja til að komast í stöðurnar; þeir hafa sóst eftir þessum störfum. 5. BYRJIÐ SEM RÁÐGJAFAR. Hér á árum áður var stundum rætt um að fyrsta skrefið í átt til stjórnunarstarfs væri að gerast ráðgjafi. Ótrúlega margir ráðgjafar forstjóra, þar með taldir endurskoðendur, hafa breytt til og gerst stjórnendur. Þeir hafa verið í návígi við forstjórana og staðið sig vel. „Talað sig inn í fyrirtækið.“ 6. FJÁRMÁLASTJÓRAR. Margar konur gegna starfi starfsmannastjóra og markaðsstjóra. Leiðin í framkvæmdastjórastólinn liggur hins vegar mjög oft í gegnum fjármálin. Gerist ekkert síður fjármálastjórar. 7. NÆSTRÁÐENDUR. Dæmin sýna að það skiptir máli að „brjóta ísinn“ á leið sinni í forstjórastólinn með því að komast í næsta stjórnunarþrepið við forstjórann - verða svonefndur næstráðandi. Þar með ertu komin í eldlín- una og getur látið að þér kveða. 8. STUTTUR LÍFTÍMI FORSTJÓRA. Þetta er ekki beint leið til áhrifa. En karlar eru hlutfallslega miklu fleiri í stjórnunarstörfum og því segir það sig sjálft að eftir því sem líftími forstjóra í starfi er styttri þeim mun meiri möguleika eiga konur á að komast að. En konur hætta líka sem forstjórar - eins og nýlegt dæmi hjá FL Group sýnir. 9. BIÐJIÐ UM STÖÐUHÆKKUN. Auglýsingar Verslunarmannafélags Reykja- víkur ganga flestar út á að biðja um launahækkun. En hvers vegna ekki að biðja bara um stöðuhækkun og fá þannig sjálfkrafa launahækkun? 10. HRINGIÐ BEINT Í FORSTJÓRA. Á fasteignamarkaðnum heyrast oft sögur af fólki sem hringir beint í húseigendur og spyr hvort hús þeirra séu til sölu. Það hafi áhuga á að kaupa. Hvers vegna ekki bara að hringja í forstjóra eða stjórnarformenn og kynna sig til sögunnar? Bjóða sig fram? Segja hvað þú stendur fyrir og að þú hafir áhuga á að vinna fyrir fyrir- tækið? Jón G. Hauksson Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, tekur við Jafn- réttisviðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir árið 2005 úr hendi Árna Magnússonar félagsmálaráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.