Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 48
48 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntafræð- ingur og gagnrýnandi segir að Ólafur Jóhann sé bæði gamaldags og rómantískur rithöf- undur í jákvæðustu merkingu þeirra orða þegar honum tekst vel til en hún segir líka að hann sé gríðarlega mistækur og blandan verði „banal“ þegar hann er upp á sitt versta. „Hann hefur skrifað nokkrar afspyrnu vondar bækur en líka nokkrar mjög góðar,“ segir Kolbrún. „Ólafur Jóhann er einn af þessum höfundum sem þarf strangan yfirles- ara og ég held að það hafi ekkert eyðilagt eins mikið fyrir honum eins og gagnrýnis- lausir útgáfustjórar og yfirlesarar. Það er svo hættulegt þegar fólk fer að gapa upp í rithöf- unda og þorir ekki að gagnrýna þá og ég held að það hafi orðið til þess að margir bók- menntamenn líti til hans með tortryggni.“ „Skrifar til að halda sönsum“ Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi kynntist Ólafi Jóhanni fyrir tuttugu árum þegar ungur rithöfundur mælti sér mót við hann á skrif- stofunni hjá Vöku-Helgafelli. „Ólafur Jóhann var tuttugu og fimm ára gamall og langaði til að vita hvort handrit sem hann var með undir hendinni væri hæft til birtingar. Mér leyst strax vel á bókina og hún var gefin út undir nafninu Níu lyklar. Við áttum svo gott samstarf alla tíð á meðan ég var viðloðandi Vöku-Helgafell og síðan Eddu.“ Ólafur Ragnarsson segir að samstarf þeirra nafnanna hafi fljótlega þróast upp í góða vináttu sem hafi haldist allt fram á þennan dag. „Að mínu mati er mjög gott að vinna með Ólafi Jóhanni. Hann vinnur skipulega og skrifar bækurnar sínar það vel að það þarf lítið að vinna í þeim eða ritstýra eftir að hann skilar inn handritinu. Ég held að hann byrji yfirleitt ekki að skrifa fyrr en hann er búinn að móta söguna að mestu leyti í huganum og eftir það er hann fljótur að koma efninu á blað.“ Að sögn Ólafs Ragnarssonar er merkilegt að maður eins og Ólafur Jóhann, sem hefur alla tíð verið í annasömum og ábyrgðar- miklum störfum hjá risafyrirtækjum, skuli samhliða því hafa getað skrifað jafnmargar og góðar skáldsögur. Afköst Ólafs Jóhanns sem rithöfundar stjórnast að hluta til af samkomulagi sem hann hefur gert við vinnuveitendur sína og gerir honum kleift að skrifa fyrri hluta dags. Hann byrjar yfirleitt að skrifa klukkan átta á morgnana og er að til hádegis en eftir það skiptir hann um gír og fer í önnur verkefni sem snúa að viðskiptum. „En eins og gefur að skilja detta út skrift- ardagar þegar mikið er að gera í viðskipt- unum.“ Ólafur Ragnarsson segir að nafni sinn hafi eitt sinn sagt við sig að hann verði hreinlega að fá tíma til að skrifa því að ann- ars mundi hann ekki halda sönsum. „Skriftir eru það sem hann hefur mesta ánægju af og þær veita honum hvíld frá streitunni í kringum bisnessinn.“ Að sögn Ólafs Ragnarssonar er Ólafur Jóhann ræktarsamur og vinur vina sinna og heldur mikilli tryggð við þá. „Hann er líka mikill húmoristi og honum þykir gaman að segja sögur. Síðast þegar við töluðum saman sagðist Ólafur Jóhann vera mikið að semja þessa dagana og átti þá bæði við samning- ana fyrir Time -Warner og nýtt smásagna- safn sem hann er að vinna að.“ Ólafur bætir við að nafni sinn geti líka verið fylginn sér ef hann ætlar sér að koma einhverju áfram og að hann telji það hafa hjálpað honum mikið við að koma stórum málum í höfn. Þetta stemmir við það sem haft er eftir The Wall Street Journal í Morg- unblaðinu 21. september 1995 þar sem segir um fráhvarf Ólafs Jóhanns frá Sony að: „hann hafi barist fyrir því að halda verði leikjatölvanna [Playstation] undir þrjú hund- ruð dollurum gegn vilja nokkurra íhaldsam- ari yfirmanna í Japan og Bandaríkjunum sem hafi viljað ná meiri hagnaði út úr sölu tölvanna. Ólafur Jóhann hafði betur í þessari rimmu, en talið er næsta víst að Sony tapi á sölunni en ætlunin mun vera að vinna tapið upp með sölu leikjahugbúnaðar í þessar vélar.“ Af ofangreindu má sjá að Ólafur Jóhann Ólafsson er gríðarlega duglegur, framtaks- samur og fluggreindur maður sem hefur haslað sér völl á tveimur ólíkum sviðum. Hann er virtur í heimi alþjóðafjármála og afkastamikill rithöfundur. Það verður spenn- andi að fylgjast með honum í framtíðinni. Ólafur Jóhann byrjar yfirleitt að skrifa klukkan átta á morgnana og er að til hádegis en eftir það skiptir hann um gír og fer í önnur verkefni sem snúa að viðskiptum. N Æ R M Y N D - Ó L A F U R J Ó H A N N Ó L A F S S O N Ólafur Jóhann Ólafsson við skriftir. LJ Ó S M Y N D : M O R G U N B LA Ð IÐ /E IN A R F A LU R I N G Ó LF S S O N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.