Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Page 8

Frjáls verslun - 01.09.2005, Page 8
KYNNING8 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 FOCAL Consulting er hluti FOCAL Software & Consulting, sem hefur sérhæft sig í gerð og innleiðingu hópvinnulausna fyrir kröfu- hörð fyrirtæki og stofnanir sem líta til alþjóðlegra staðla og viður- kenndra aðferða í stjórnun. Fyrirtækið er einnig þekkt undir nafninu Hópvinnukerfi ehf. Breyttar áherslur Fyrirtækið, sem er tíu ára um næstu áramót, starfaði lengi við hugbúnðarlausnir í Lotus Notes, sem voru fyrst og fremst tengdar gæða-, starfsmanna-, skjala- og markaðsstjórnun. Á þessu ári var sú breyting gerð að stofnað var ráðgjafarsvið, sem sér- hæfir sig í faglegri ráðgjöf á ofannefndum sviðum og lausnum fyrir Microsoft umhverfið var bætt við lausnamengið. Forstöðumaður FOCAL Consulting er Svala Rún Sigurðardóttir, en hún er með BA gráðu í iðnaðarhagfræði og MS gráðu í vinnusál- fræði. Hugbúnaðarkerfin einn þáttur innleiðingar „FOCAL Consulting er tilkomið vegna þarfa viðskiptavina okkar, sem eru að taka upp mannauðsstjórnun, gæða- eða skjalastjórnun og þurfa að fá faglega ráðgjöf í aðferðarfræðinni auk aðstoðar við innleiðingu upplýsinga- kerfa. Mjög oft ganga slík verkefni út á að tengja saman skjala- stjórnun og gæðastjórnun. Það hefur verið vöntun á slíkri aðstoð og því miður er oft verið að selja/kaupa hugbúnaðarkerfi án samhliða innleiðingar á þeirri aðferðafræði sem kerfið byggir á, án verklags- reglna um notkun og án nægjanlegrar þjálfunar á viðkomandi kerfi. Við undirbúum og aðstoðum við innleiðingu, setjum verklagsreglur og fylgjum eftir gangsetningu og notkun kerfanna. Það eru sex starfs- menn sem starfa að ráðgjöf í gæða-og skjalastjórn auk tæknilegra ráðgjafa og hugbúnaðarráðgjafa. Í hvaða tækniumhverfi viðkom- andi fyrirtæki starfar skiptir því ekki máli í innleiðingarferlinu.“ FOCAL gæðakerfi útbreidd FOCAL Software & Consulting er með stóran hluta af innlendum markaði í hugbúnaðarlausnum fyrir gæða- stjórnun. Ástæðuna fyrir velgengninni segir Svala Rún einfaldlega vera að fyrirtækið veiti heildarlausn í rafrænni stjórnun ferla ásamt Svala Rún Sigurðardóttir, forstöðumaður FOCAL Consulting. Hversu stórt er „svartholið“ í þínu fyrirtæki? Þarfagreining og ráðgjöf í gæða-, skjala- og mannauðsstjórnun FOCAL CONSULTING

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.