Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 68

Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 68
68 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 SPÆNSKIR DAGAR Letizia Ortiz Rocasolano, krón- prinsessa Spánar, fæddist 15. september árið 1972 í Oviedo í Asturias-héraði. Þess má geta að krónprins Spánar ber titilinn prins- inn af Asturias - el príncipe de Asturias. Móðir tilvonandi Spánar- drottningar er hjúkrunarfræðingur en faðir hennar er blaðamaður og stofnandi útvarpsstöðvarinnar Antena 3 Radio. Þau eru skilin. Fjölskyldan flutti til Madrid þegar Letizia var 15 ára. Hún útskrifaðist sem stúdent frá skól- anum Ramiro de Maeztu. Þar varð hún líka ástfangin af bók- menntakennaranum, Alonso Guer- rero Pérez. Þau giftu sig borg- aralega í ágúst árið 1998. Þau ákváðu að skilja einu ári síðar. Þá hafði Pérez lokið við bók sína, El hombre abreviado, sem fjallar um rithöfund sem er að skilja. Letizia hóf nám við háskól- ann Universidad Complutense í Madrid þegar hún var 18 ára og nam blaðamennsku. Hún vann við blaðamennsku meðfram námi. Hún er með meistarapróf í fjölmiðlafræði, með áherslu á sjón- varpsfræði. Þá bjó hún í Mexíkó í eitt ár þar sem hún var í doktors- námi jafnframt því sem hún vann á dagblaðinu Siglo 21 (21. öldin) í Guadalajara. Hún lauk ekki dokt- orsnáminu. Letizia hóf feril sinn í sjónvarpi á fréttastöðinni CNN+ þar sem hún vann í tvö ár. Á þessum tíma flutti hún til móður sinnar. Hún hóf störf hjá Televisión Española árið 2000. Þremur árum síðar fór hún að birtast á skjánum í kvöldfréttatímanum Telediario. Eftir að hún og prinsinn opin- beruðu trúlofun sína mundu margir eftir henni þar sem hún var send til New York í kjölfar hryðjuverkanna 11. september auk þess sem hún var send til Íraks í upphafi Íraksstríðsins. Letizia og Felipe kynntust í matarboði um mitt ár 2002. Tilkynnt var um trúlofun þeirra 1. nóvember 2003. Stuttu síðar héldust þau í hendur í garði nýbyggðs húss prinsins í útjaðri Madrid og hann sagði við fjöl- miðlamenn: „Me da muchísima alegría manifestar lo enamorado que estoy de Letizia. Es la mujer con la que quiero casarme...“ „Það veitir mér mikla ánægju að láta í ljós hve ástfanginn ég er af Letizia. Hún er konan sem ég vil kvænast...“ Spánverjar hafa tekið nýju prinsessunni vel en parið gekk í hjónaband í maí 2004. Letizia og Felipe eignuðust dóttur 31. októ- ber sem verður skírð Leonor. Letizia Ortiz Rocasolano er ekki lengur blaðamaður. Frétta- maður. Hún er fréttaefni. EIGNUÐUST LITLA DROTTNINGU Á DÖGUNUM Hjónin Felipe og Letizia, prinsinn og prinsessan af Asturias. Heimili hjónanna fyrir utan Madrid.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.