Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 36
36 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5
D A G B Ó K I N
20. október
Philip Green
á grænni grein
Breski kaupsýslumaðurinn Philip
Green er á grænni grein. Hann
hefur tilkynnt að hluthafar tísku-
vörukeðjunnar Arcadia fá 1,3
milljarða punda í arðgreiðslur, en
það er um 140 milljarðar króna.
Hagnaður Arcadia nam 253 millj-
ónum punda á síðasta fjárhagsári
og 246 milljónum punda árið
áður. Green er því að taka stór-
fellt fé út úr fyrirtækinu - margra
ára hagnað - en hann á fyrirtækið
að mestu einn, hann á 92% hluta-
fjárins á móti HBOS bankanum
sem á 8%. Green keypti Arcadia
haustið 2002 fyrir 850 milljónir
punda, en til stóð að hann og
Baugur keyptu fyrirtækið saman.
Hann sleit þeim samningavið-
ræðum hins vegar eftir húsleit
lögreglunnar hjá Baugi 28. ágúst
2002 sem fræg er orðin. Hann
yfirtók síðan Arcadia og greiddi
alla hluthafa út, m.a. Baug.
Arcadia rekur m.a. verslanakeðj-
urnar Top Shop, Dorothy
Perkins og Etam og
er mestur hagnaður
af Top
Shop.
25. október
Ármann forstjóri
Singer & Friedlander
Ármann Þorvaldsson, fram-
kvæmdastjóri Fyrirtækjaráðgjafar
Kaupþings banka, hefur verið ráð-
inn forstjóri Singer & Friedlander
bankans sem Kaupþing banki
yfirtók í júlí sl. sumar. Ármann
hefur búið úti í London síðustu
þrjú árin. Tony Shearer, fráfarandi
forstjóri Singer & Friedlander,
lætur af störfum í endaðan nóvem-
ber og þá mun Warwick Jones,
rekstrar- og fjármálastjóri Singer
& Friedlander, láta af störfum í
mars nk. Helgi Bergs tekur við
starfi framkvæmdastjóra Fyrir-
tækjaráðgjafar Kaupþings banka
af Ármanni.
25. október
Kostaði 786 milljónir
að selja Símann
Það kostaði 786 milljónir króna
að selja Símann, en söluverð
hans var 66,7 milljarðar.
Langstærstur hluti kostnaðarins,
682 milljónir, fór sem söluþóknun
til bandaríska fjárfestingabankans
Morgan Stanley sem annaðist
söluna og gerði það augljóslega
með glæsibrag miðað við það
verð sem fékkst fyrir Símann.
25. október
Slagur Byko og
Húsasmiðjunnar
Karp Steins Loga Björnssonar,
forstjóra Húsasmiðjunnar, og
Ásdísar Höllu Bragadóttur, for-
stjóra Byko, í Kastljósi þriðjudags-
kvöldið 25. október líður þeim
seint úr minni sem með fylgdust.
Þrætueplið var um það hvort
Húsasmiðjan hefði stolið á síð-
ustu stundu hugmynd Byko um
verðvernd á byggingar- og heim-
ilisvörum sem átti að auglýsa
með bravör og flugeldasýningu
í fjölmiðlum hinn 26. október.
Húsasmiðjan var hins vegar fyrri
til og auglýsti verðvernd og þóttu
auglýsingar hennar svo keimlíkar
auglýsingum Byko að auglýs-
ingastofan Gott fólk sendi frá
sér tilkynningu þar sem stofan
sakaði Húsasmiðjuna um að hafa
stolið hugmyndinni að auglýs-
ingaherferðinni sem stofan vann
fyrir Byko þar sem verðvernd var
kynnt. Steinn Logi Björnsson,
forstjóri Húsasmiðjunnar, sagði
fyrirtækið „hafa fengið pata
af herferð Byko“ og brugðist
snöggt við í samkeppninni - en
ásakanir Góðs fólks og Ásdísar
Höllu Bragadóttur, forstjóra Byko,
um stuld séu alvarlegar og að
Húsasmiðjan myndi í framhaldi
kanna rétt sinn.
Við hin sem fylgdumst með
þessu karpi spyrjum okkur
hins vegar að því hvort hægt
sé að búa til sjónvarpsaug-
lýsingu, dagblaðaauglýsingu
og veggspjöld án þess að
a.m.k. 20 manns komi að
slíkri vinnu og finnst málið
vera „býsna augljóst“. En
kannski var Kastljósskarp
forstjóranna bara besta aug-
lýsingin?
27. október
Uppsagnir hjá
Flögu Group
Það er alltaf erfitt að segja
upp fólki og það er ekki sama
hvernig það er gert. Það hefur
Flaga Group fengið að reyna.
Starfsmenn þess á Íslandi voru
óánægðir með það hvernig staðið
var að uppsögnunum hjá félaginu
og hefðu viljað fá lengri aðdrag-
anda að því sem koma skyldi.
En Medcare, dótturfélag Flögu
Group, hefur ákveðið að gera
miklar skipulagsbreytingar sem
felast í því að fækka stöðugildum
úr 120 í innan við 100 og að 20
stöðugildi færist frá Íslandi til
Bandaríkjanna og Evrópu.
Höfuðstöðvar Medcare verða í
Denver í Colorado í Bandaríkj-
unum og nýtt dótturfélag verður
stofnað í Ottawa í Kanada. Fram-
leiðslu, vöruhúsaþjónustu og
dreifingu verður úthýst - komið
í hendur undirverktaka. Megintil-
gangur breytinganna er að flytja
Bogi Pálsson, stjórnar-
formaður Flögu Group.
Philip Green.
Steinn Logi
Björnsson,
forstjóri Húsa-
smiðjunnar.
Ásdís Halla
Bragadóttir,
forstjóri Byko
Singer & Friedlander bankinn.