Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 57
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 57 „Stjórnarsetan í öllum þessum fyrirtækjum er hluti af starfi mínu sem framkvæmdastjóri Nordic fjárfestinga Baugs. Hún er sem sagt bara partur af því að vera framkvæmdastjóri. Hún leggst ekki utan á það sem fyrir er.“ - En er það ekki fullt starf og rúmlega það að sitja í átta stjórnum? „Það mæðir nú mest á stjórnarformönnunum. Eflaust telst það vera fullt starf að vera stjórnarformaður í þremur stórum fyrirtækjum og ég gæti örugglega ekki setið sem formaður í fleiri stjórnum. En í fyrirtæki eins og til dæmis Húsasmiðjunni, þar sem reksturinn er góður og stöðugur, þá gengur þetta alveg. Ég hitti forstjórann einu sinni í viku og hann hringir í mig ef það er eitthvað sem hann vill að ég viti af. Það skiptir máli að stjórnarformaður og forstjóri vinni vel saman og að það ríki traust á milli þeirra,“ segir hann. Stjórnarformaðurinn rekur ekki fyrirtækið Erlendis verður það stöðugt algengara að stjórnar- menn þurfi að sæta ábyrgð vegna þess að eitthvað hafi misfarist í stjórnun fyrirtækja og stofnana. Lögum samkvæmt er ábyrgð stjórnarmanna mikil en ekki hefur reynt oft á hana fyrir dómstólum hér- lendis. - En hvaða eiginleika þarf stjórnarmaður að hafa? Getur hver sem er setið í stjórn? „Það eiga auðvitað allir að geta setið í stjórn ef menn hafa þekkingu og reynslu til þess,“ svarar Skarphéð- inn en hann er sjálfur með gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og aðra við- skiptagráðu frá háskólanum í Minnesota. Áður en hann gekk til liðs við Baug var hann skrif- stofustjóri forsætisráðuneytisins og þá var hann líka ritari fram- kvæmdanefndar um einkavæð- ingu á árunum 1992-2002. „Stjórnarmaður á að hafa þekk- ingu og reynslu á hinum ýmsu sviðum. Hann þarf að setja sig inn í rekstur þess fyrirtækis sem hann er stjórnarmaður í, hann þarf að skilja reksturinn og hann þarf að gera sér grein fyrir því hlutverki sem hann gegnir sem stjórnar- maður en sem slíkur hefur hann lögbundnar skyldur gagnvart hluthöfum í fyrirtækinu. Hann þarf að hafa góða heildarsýn á rekstur fyrirtækis- ins og umfram allt má hann alls ekki ganga inn á verk- svið forstjóra eða framkvæmdastjóra. Stjórnarmaður eða stjórnarformaður á ekki að reka fyrirtækið. Hann á að vanda sig þegar hann ræður framkvæmdastjóra og síðan á hann að fylgjast með og vera í ráðgefandi hlutverki.“ Vinnur flesta daga Það gefur auga leið að það er mikið starf að sitja í átta stjórnum. Hvernig gengur honum að forgangsraða? „Ég er nú með svo marga góða samstarfs- menn sem hjálpa mér en svo verður maður auðvitað að temja sér öguð vinnubrögð. Það er forsenda þess að maður geti sinnt svona starfi,“ segir Skarphéðinn. Þess má geta í þessu sambandi að blaðamaður hitti Skarphéðin á laugar- degi á skrifstofu Baugs í Reykjavík sem vekur upp spurningar hvort Skarphéðinn sé alltaf í vinnunni: „Ég skal viðurkenna það að ég vinn flesta daga,“ segir Skarphéð- inn og brosir. - Og hefur einhvern tíma fyrir eitthvað annað? „Jú, ég tel sjálfur að mér takist ágætlega að blanda saman vinnunni og fjölskyldunni. Ég er með stangveiði- dellu og svo finnst mér gaman að lesa og nýt þess vel að vera með mínu fólki. Ég kann líka ágætlega að hvíla mig,“ segir hann. - Útrás Baugs erlendis m.a. í Danmörku hlýtur að þýða aukið álag á fjölskyldumanninn (en Skarphéðinn á eiginkonu og þrjú börn): „Það gerir það, en ég fæ góðan stuðning frá fjölskyldunni og hún sýnir mér skilning þegar mikið er að gera. Þessi stuðningur skiptir mig auðvitað miklu máli.“ S T J Ó R N A R S E T A TEXTI: JÓN KNÚTUR ÁSMUNDSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON SKARPHÉÐINN BERG situr í fjölda stjórna ÁTTA STJÓRNIR Stjórnarformaður: FL Group. Dagsbrún (Og fjarskipti). Húsasmiðjan. Stjórnarmaður: Fasteignafélagið Stoðir. Fasteignafélagið Þyrping. Magasin du Nord. Illum. Keops. Stjórnarmaður má ekki ganga inn á verksvið for- stjóra eða framkvæmda- stjóra. Stjórnarmaður eða stjórnarformaður á ekki að reka fyrirtækið. Áður en hann gekk til liðs við Baug var hann skrifstofustjóri forsæt- isráðuneytisins og þá var hann líka ritari framkvæmdanefndar um einkavæðingu á árunum 1992-2002.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.