Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 57
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 57
„Stjórnarsetan í öllum þessum fyrirtækjum er hluti af
starfi mínu sem framkvæmdastjóri Nordic fjárfestinga
Baugs. Hún er sem sagt bara partur af því að vera
framkvæmdastjóri. Hún leggst ekki utan á það sem
fyrir er.“
- En er það ekki fullt starf og rúmlega það að sitja
í átta stjórnum?
„Það mæðir nú mest á stjórnarformönnunum. Eflaust
telst það vera fullt starf að vera stjórnarformaður í
þremur stórum fyrirtækjum og ég gæti örugglega ekki
setið sem formaður í fleiri stjórnum. En í fyrirtæki
eins og til dæmis Húsasmiðjunni, þar sem reksturinn
er góður og stöðugur, þá gengur þetta alveg. Ég hitti
forstjórann einu sinni í viku og hann hringir í mig ef
það er eitthvað sem hann vill að ég viti af. Það skiptir
máli að stjórnarformaður og forstjóri vinni vel saman
og að það ríki traust á milli þeirra,“ segir hann.
Stjórnarformaðurinn rekur ekki fyrirtækið
Erlendis verður það stöðugt algengara að stjórnar-
menn þurfi að sæta ábyrgð vegna þess að eitthvað
hafi misfarist í stjórnun fyrirtækja og stofnana.
Lögum samkvæmt er ábyrgð stjórnarmanna mikil
en ekki hefur reynt oft á hana fyrir dómstólum hér-
lendis. - En hvaða eiginleika þarf stjórnarmaður
að hafa? Getur hver sem er setið í stjórn?
„Það eiga auðvitað allir að geta setið í stjórn ef menn
hafa þekkingu og reynslu til þess,“ svarar Skarphéð-
inn en hann er sjálfur með gráðu í viðskiptafræði
frá Háskóla Íslands og aðra við-
skiptagráðu frá háskólanum í
Minnesota. Áður en hann gekk
til liðs við Baug var hann skrif-
stofustjóri forsætisráðuneytisins
og þá var hann líka ritari fram-
kvæmdanefndar um einkavæð-
ingu á árunum 1992-2002.
„Stjórnarmaður á að hafa þekk-
ingu og reynslu á hinum ýmsu
sviðum. Hann þarf að setja sig inn
í rekstur þess fyrirtækis sem hann
er stjórnarmaður í, hann þarf að
skilja reksturinn og hann þarf að
gera sér grein fyrir því hlutverki
sem hann gegnir sem stjórnar-
maður en sem slíkur hefur hann
lögbundnar skyldur gagnvart hluthöfum í fyrirtækinu.
Hann þarf að hafa góða heildarsýn á rekstur fyrirtækis-
ins og umfram allt má hann alls ekki ganga inn á verk-
svið forstjóra eða framkvæmdastjóra.
Stjórnarmaður eða stjórnarformaður á
ekki að reka fyrirtækið. Hann á að vanda
sig þegar hann ræður framkvæmdastjóra
og síðan á hann að fylgjast með og vera í
ráðgefandi hlutverki.“
Vinnur flesta daga
Það gefur auga leið að það er mikið
starf að sitja í átta stjórnum. Hvernig
gengur honum að forgangsraða?
„Ég er nú með svo marga góða samstarfs-
menn sem hjálpa mér en svo verður
maður auðvitað að temja sér öguð vinnubrögð. Það
er forsenda þess að maður geti sinnt svona starfi,“
segir Skarphéðinn. Þess má geta í þessu sambandi
að blaðamaður hitti Skarphéðin á laugar-
degi á skrifstofu Baugs í Reykjavík sem
vekur upp spurningar hvort Skarphéðinn
sé alltaf í vinnunni: „Ég skal viðurkenna
það að ég vinn flesta daga,“ segir Skarphéð-
inn og brosir.
- Og hefur einhvern tíma fyrir eitthvað
annað?
„Jú, ég tel sjálfur að mér takist ágætlega að
blanda saman vinnunni og fjölskyldunni.
Ég er með stangveiði-
dellu og svo finnst
mér gaman að lesa og
nýt þess vel að vera með mínu
fólki. Ég kann líka ágætlega að
hvíla mig,“ segir hann.
- Útrás Baugs erlendis m.a.
í Danmörku hlýtur að þýða
aukið álag á fjölskyldumanninn
(en Skarphéðinn á eiginkonu og
þrjú börn):
„Það gerir það, en ég fæ góðan
stuðning frá fjölskyldunni og hún
sýnir mér skilning þegar mikið er
að gera. Þessi stuðningur skiptir
mig auðvitað miklu máli.“
S T J Ó R N A R S E T A
TEXTI: JÓN KNÚTUR
ÁSMUNDSSON
MYND: GEIR ÓLAFSSON
SKARPHÉÐINN BERG
situr í fjölda stjórna
ÁTTA STJÓRNIR
Stjórnarformaður:
FL Group.
Dagsbrún (Og fjarskipti).
Húsasmiðjan.
Stjórnarmaður:
Fasteignafélagið Stoðir.
Fasteignafélagið Þyrping.
Magasin du Nord.
Illum.
Keops.
Stjórnarmaður má ekki
ganga inn á verksvið for-
stjóra eða framkvæmda-
stjóra. Stjórnarmaður
eða stjórnarformaður á
ekki að reka fyrirtækið.
Áður en hann gekk til
liðs við Baug var hann
skrifstofustjóri forsæt-
isráðuneytisins og þá
var hann líka ritari
framkvæmdanefndar
um einkavæðingu á
árunum 1992-2002.