Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 54
54 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 R áðgjafafyrirtækið ParX - viðskipta- ráðgjöf IBM gerði nýverið úttekt á einu þekktasta vörumerki landsins, Icelandair. Þetta var fróðleg úttekt þar sem í ljós kom að vörumerkið stendur fyrir „reynslu, gæði og öryggi“ í hugum fólks. ParX notaði svonefnda „Brand Audit“ vöru- merkjarýni til að kanna merkið. Stefán Sveinn Gunnarsson, markaðs- stjóri Icelandair, segir að fyrirtækið eigi sér langa sögu og hafi bæði sýnt og sannað fyrir hvað það stendur. „Þetta er staða sem ekki er hægt að kaupa - vörumerki þarf að ávinna sér þessa stöðu. Almennt má segja að Icelandair vörumerkið standi fyrir flest þau atriði sem við stjórnendur félagsins hefðum helst kosið. Þetta eru þættir sem Icelandair „á“ í hugum Íslendinga og keppi- nautum mun reynast afar erfitt að eigna sér. Auðvitað eru nokkrir póstar sem við þurfum að skerpa á og aðra þætti þarf að verja. Einhverjum kann að þykja óþarflega mikið í lagt að ráðast í svo viðamikla úttekt. Við erum hins vegar sannfærð um að þessi vinna sparar okkur mikið, til dæmis verður ráðstöfun markaðsfjár mun markvissari en áður,“ segir Stefán Sveinn. Þótt Icelandair vörumerkið standi fyrst og fremst fyrir „reynslu, gæði og öryggi“ þá mældist það mjög sterkt á fleiri sviðum. Í könnuninni komu einnig fram nokkrir veik- leikar vörumerkisins, en að sögn Stefáns þá eru þeir þættir nú í skoðun hjá fyrirtækinu. „Það kom okkur t.d. á óvart að að þrátt fyrir að félagið taki þátt í fjölmörgum verkefnum á sviði styrktarmarkaðssetningar, voru þau ekki öll að nýtast okkur til ímyndarsköp- unar eins og við gjarnan vildum. Þetta voru mikilvægar upplýsingar, því um töluverða fjármuni er að tefla og mikilvægt að þeir skili okkur tilætluðum árangri,“ segir Stefán Sveinn. Stefán Sveinn segir að í árslok 2004 hafi stjórnendur Icelandair staðið frammi fyrir því verkefni að skerpa þyrfti á stefnunni fyrir vörumerki félagsins. Eftir breytingar síðustu ára á íslenskum flugmarkaði hefði ekki verið fyllilega ljóst hver staða helstu vörumerkja í fluginu væri. „Við áttuðum okkur fljótlega á því að við þyrftum skýra mynd af raunveru- legri stöðu Icelandair og keppinauta okkar,“ segir Stefán Sveinn. Samræma notkun vörumerkis „Við lögðum sérstaka áherslu á að rann- sóknin gæfi okkur innsýn í það hverju Icelandair tengdist í hugum fólks. Þannig vildum við fá svör við því hvaða persónuleika og ímynd vörumerkið hefði. Ennfremur náði rannsóknin til innri þátta í markaðsstarfi Icelandair til að finna út hvort skilaboð sem við höfum sent frá okkur til neytenda, til dæmis með auglýsingum, hafi náð í gegn,“ segir Stefán Sveinn. Halldór Harðarson, sem verið hefur mark- aðsstjóri Icelandair í Skandinavíu, kom til starfa hér heima um sl. mánaðamót. Hans verk verður m.a. að samræma notkun á vörumerki félagsins, sem áður var unnin á þremur stöðum innan fyrirtækisins. Þá segir Stefán Sveinn að stjórnun og uppbygging vörumerkisins sé nú komin á virkan hátt FYRIR HVAÐ STENDUR VÖRUMERKIÐ ICELANDAIR? TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON A Ð R A N N S A K A V Ö R U M E R K I Fyrirtækið ParX viðskiptaráðgjöf gerði nýlega athyglis- verða úttekt á einu þekktasta vörumerki landsins, Icelandair. Í ljós kom að vörumerkið tengist helst hugtökunum „reynsla, gæði og öryggi“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.