Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 50
50 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 H ótelrekstur er afskaplega skemmti- legt viðfangsefni, hann felur í sér mikil mannleg samskipti og krefst þess að gerðar séu áætlanir fram í tímann. Enda ganga margir með hót- eldrauma í maganum, gestrisni virðist okkur í blóð borin og hluti af mannlegu eðli,“ segir Ólafur Torfason, hótelstjóri Grand Hótels Reykjavíkur, þar sem nýhafnar eru stórfram- kvæmdir. Verið er að reisa tvo þrettán hæða sam- byggða turna sunnan við hótelið, sem stendur við Sigtún, og verða þeir tengdir eldri byggingum með 650 fermetra yfirbygg- ingu úr gleri. Undirbúningur fyrir þessa stóru framkvæmd hófst árið 1999. Í glerbygging- unni mun móttaka og veitingaaðstaða verða til húsa. Í turnunum verða 212 ný herbergi, þrír ráðstefnusalir, tvö fundaherbergi, tvær höfðingjasvítur, afþreyingarherbergi og heilsurækt. „Þess má geta að í dag eru herbergin á Grand Hóteli 108, en eldri her- bergjum kemur til með að fækka eitthvað við breytingarnar og verður heildarfjöldi þeirra 316 talsins þegar stækkað Grand Hótel verður opnað 16. mars 2007, klukkan 9:00 að morgni,“ segir Ólafur kíminn. Ferðaþjónustan heillandi atvinnugrein Ólafur kemur úr fjölskyldu kaupmanna. „For- feður mínir hafa verið kaupmenn, kaupfé- lagsstjórar o.þ.h. í gegnum aldirnar. Langafi minn, afi, pabbi og ég vorum til að mynda allir með verslanir í Þingholtunum í Reykja- vík. Ég var og er einnig hluthafi í Kaupgarði í Kópavogi og í Garðakaupum í miðbæ Garðabæjar. Til hliðar var ég svo í bygginga- bransanum.“ Hótelrekstur blundaði þó í honum frá unga aldri. „Ég man eftir að hafa pælt í að breyta farsóttarspítala við Þingholtsstræti í hótel, þá um tvítugt, en ekkert varð úr því.“ Hinn eiginlegi hótelrekstur hófst svo fyrir algera tilviljun árið 1991. Hann eignaðist, ásamt öðrum, húsnæði við Rauðarárstíg sem ætlunin var að selja sem skrifstofu- húsnæði. Sú áætlun brást og var því gripið til þess ráðs að opna þar gistiheimili með 30 herbergjum og fékk það nafnið Hótel Reykjavík. Ári síðar var hótelið stækkað um helming og var Ólafur þá með 60 herbergi á sínum snærum. Í dag er herbergjafjöldi á Rauðarárstíg 79. Það var svo í mars árið 1995 sem hann í félagi með fleirum kaupir húsnæði Grand Hótels Reykjavíkur við Sigtún. Á síðasta ári hófst svo undirbúningur að opnun hótels að Aðalstræti 16 og hófst sá rekstur 1. apríl s.l. undir heitinu Hótel Reykjavík Centrum. Um er að ræða 89 herbergi ásamt veitingaað- stöðu (Fjalakötturinn og Uppsalir), en hús- næðið er í eigu Fasteignafélagsins Stoða hf. „Auk þessa er ég með um 30% aðild að Fosshótelum, sem reka hótel um allt land og er mjög áhugavert dæmi. Mér finnst ferðaþjónustan heillandi atvinnugrein,“ segir hann. Efnahagsumhverfi betra Ólafur er því orð- inn nokkuð stórtækur í hótelrekstri hér á landi, hann verður með tæplega 500 hótel- herbergi á sínum snærum þegar turnarnir tveir hafa verið teknir í gagnið. Áætlanir gera ráð fyrir því að kostnaðurinn við byggingu þeirra verði tveir og hálfur milljarður með virðisaukaskatti og er kostnaður fjármagn- aður með lánsfé og eigin fé, auk þess sem hluthafar leggja til aukið hlutafé. „Efnahagslegt umhverfi til hótelrekstrar í dag hefur lagast en hér áður fyrr var ekki gott. Ég hef alltaf sagt að sú reynsla sem við fengum af því að tvær bankastofnanir áttu og ráku hótel til skamms tíma hafi verið slæm fyrir hótelbransann. Þeir töpuðu pen- ingum á þeim rekstri og voru tregir til að veita fjármagni í greinina eftir þá reynslu. Í dag hafa þó aðrir, yngri stjórnendur tekið við og þeir bera með sér ný viðhorf. Greinin hefur líka vaxið og komist að mestu yfir þá erfiðleika sem hún gekk í gegnum í kringum árið 1990.“ Samkvæmt Ólafi eru nokkrar blikur á lofti um þessar mundir og hafa menn áhyggjur af því hvernig næsta ár muni koma út, ekki síst vegna þess hversu óhagstætt gengi íslensku krónunnar er ferðaþjónustunni. „Mikið af G R A N D H Ó T E L S T Æ K K A R TEXTI: ÓLÖF SNÆHÓLM BALDURSDÓTTIR MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON og ARKFORM Grand Hótel er að reisa tvo þrettán hæða sambyggða turna við hótelið. Þeir eru með hæstu húsum í borginni. Þetta er fjárfesting fyrir 2,5 milljarða króna. TVEIR ÞRETTÁN HÆÐA TURNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.