Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2005, Page 41

Frjáls verslun - 01.09.2005, Page 41
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 41 M inn áhugi var að halda áfram rekstri NTC en hugur Bolla stefndi á önnur mið. Nið- urstaðan var því kannski ljós löngu áður en var gengið frá samningum. Því förum við bæði mjög sátt frá viðskiptunum,“ segir Svava Johansen sem á dögunum keypti öll hlutabréf í NTC verslanakeðjunni af Ásgeiri Bolla Kristinssyni, fyrrum eiginmanni sínum. Reksturinn verður óbreyttur fyrst um sinn en Svava segir að þó megi búast við ýmsum áherslubreytingum næstu misserin. Fjórtán verslanir Í dag rekur NTC fjórtán verslanir sem eru við Lauga- veg, í Kringlunni og í Smáralind. Þetta eru Gallerí Sautján, GS skór, Focus, Centrum, Morgan Deres, Smash, Retro, Eva og Kultur, en einnig starfrækir NTC heild- sölu, verslunina Outlet 10 í Faxafeni og saumastofu. Upphafið er Sautján við Laugaveg sem Ásgeir Bolli opnaði árið 1976. „Ég kom inn í reksturinn 1981. Við færðum út kvíarnar 1987 þegar Kringlan var opnuð, enda var verslunin við Laugaveg þá löngu sprungin. Þegar annríkið var mest þurftum við að hleypa við- skiptavinum inn í hollum. Í gegnum tíðina höfum við síðan fært út kvíarnar jafnt og þétt. Nú síðast í vor, þegar við keyptum verslanir Retro í Kringlu og Smára- lind. Með Retro er NTC í fyrsta sinn komið í Smáralind. Ég hef fundið jafnan stíganda í allri verslun þar, þó Kringlan sé sem fyrr okkar mikilvægasti markaður,“ segir Svava. Miðbærinn verði sterkari En miðbærinn stendur alltaf fyrir sínu. „Nú er gatnaframkvæmdum efst á Laugavegi að ljúka og beint á móti Sautján, þar sem Stjörnubíó stóð áður, rís hús með 200 bílastæðum. Bygging verslanamið- stöðvar á þessum slóðum er einnig í umræðu, þannig að ég sé fyrir mér að nú verði miðbærinn sterkari en nokkru sinni fyrr.“ Svava Johansen segir að síðustu þrjú ár hafi einkennst af miklum upp- gangi í efnahagslífinu og búast megi við að þessi góða tíð vari enn um sinn. „Mér finnst ótrúlegt hvað er mikið af flottum verslunum á Íslandi sé tekið mið af fámenninu. Það er líka alltaf gaman að sjá hvað Íslendingar eru opnir fyrir nýjum straumum í tískunni sem þetta haustið er hliðholl aðstæðum í Norður-Evrópu. Nú erum við að sjá meiri, stærri og hlýrri flíkur sem kemur sér vel í okkar kalda landi.“ Tískan er skemmtileg. „Mér finnst ótrúlegt hvað er mikið af flottum verslunum á Íslandi sé tekið mið af fámenninu,“ segir Svava Johansen. TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON SVAVA Svava Johansen kom inn í reksturinn fyrir 24 árum. Núna rekur NTC fjórtán verslanir. Hugur Bolla stefndi á önnur mið og því var hann tilbúinn að selja sinn hlut. KAUPIR BOLLA ÚT

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.