Frjáls verslun - 01.09.2005, Blaðsíða 79
F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 5 79
Svo mörg voru þau orð:
„Það er þannig með stjórnmálamenn að þeir hafa ekki gott af að
festast á sömu þúfunni frekar en fólk almennt. Ég er búinn að vera í
pólitíkinni í 25 ár og það var kominn tími á breytingu.“
Guðmundur Árni Stefánsson, nýskipaður sendiherra í Svíþjóð.
Fréttablaðið, 9. október.
„Löngun stjórnenda til að viðhalda góðri heilsu starfsmanna hefur
kannski komið fram í blóðþrýstingsmælingum eða blóðfitumæl-
ingum eða í því að huga að vinnustellingum og lýsingu.“
Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir sem rekur fyrirtækið Forvarnir ehf.
Fréttablaðið, 5. október.
„Peningar hafa aldrei verið drifkrafturinn í Latabæ. Þá hefði hann
ekki verið til í tólf ár, því að ég er enn ekki farinn að fá til baka það
sem ég hef lagt í verkefnið og fæ ekki fyrr en eftir einhver ár ef allt
gengur eftir.“
Magnús Scheving. Morgunblaðið, 29. september.
Ásbjörn Gíslason, forstjóri
Samskipa, bjó ásamt fjölskyldu
sinni í Hollandi á sínum tíma.
Þegar von var á góðum gestum
setti hann gjarnan á sig svunt-
una og matreiddi andabringur.
Uppskriftina fékk hann hjá
bróður sínum sem hann segir
vera meistarakokk. Ásbjörn segir
að hann hafi reynst sér betri en
enginn þegar mikið liggi við í eld-
húsinu.
Andabringur:
Andabringur
Salt og pipar
Rauðvínssósa:
Sveppir, laukur, rauðvín, anda-
soð, sósujafnari, salt/pipar,
tómatpúrra
Grænmeti:
Spínat, sveppir, gulrætur,
paprika, belgbaunir
Kartöflumús:
Venjulegar eða sætar kartöflur,
smjör, hlynsíróp, salt
Andabringur:
Mjóar rendur eru skornar í fitu-
hlið bringurinnar. Passa þarf upp
á að þerra kjötið vel. Bringurnar
eru saltaðar og pipraðar, síðan
snöggsteiktar á pönnu við
mikinn hita, fyrst á fituhliðinni
þar til hún er orðin vel stökk
og síðan er henni snúið við á
hina hliðina. Þá eru bringurnar
steiktar í ofni við 150° í um 10
mínútur. Þær mega alls ekki
verða of steiktar heldur eiga þær
að vera vel rauðar.
Rauðvínssósa:
Rauðvínssósan á að vera þunn
og bragðgóð. Steikið sveppi og
lauk á pönnu og blandið út í
rauðvíni, andasoði, salti, pipar,
tómatpúrru og sósujafnara.
Sjóðið í um 15 mínútur.
Grænmeti:
Snöggsteikið spínatið.
Léttsteikið fínt skornar gul rætur,
papriku, sveppi eða annað græn-
meti.
Kartöflumús:
Sjóðið kartöflur, afhýðið, hrærið
smjöri við í pott og hitið. Bætið
síðan við sírópi og salti, hrærið
vel saman og hitið upp.
Skerið andabringurnar í þunnar
sneiðar og setjið á disk ásamt
grænmetinu og kartöflumúsinni.
Sósunni er hellt yfir hluta af
andabringunni.
Sælkeri mánaðarins:
ANDABRINGUR Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP
Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, er sælkeri mánaðarins.
Guðlaug Kristín Pálsdóttir, vöru-
merkjastjóri hjá Halldóri Jónssyni,
notaði í nokkur ár ilmvatnið
J’adore frá Dior. Hún prófaði
stundum hin og þess ilmvötn og
nýlega tók hún tappann af ilm-
vatnsflösku sem inniheldur nýjan
ilm frá Thierry Mugler sem kall-
ast Alien. Hún bar flöskuna upp
að vitunum og kolféll. Síðan hefur
minnkað jafnt og þétt í flöskunni.
Hún notar þó J’adore inn á milli.
„Við fyrstu kynni virkaði Alien
eins og ferskur blómailmur en
á eftir fylgdi höfgur ilmur af við
og amber. Þetta er sparilykt.
Dekurlykt. Ilmurinn er svolítið
seiðmagnaður. Dulur.“
Hún talar um ilmvatnsglasið.
Segir að meistari Mugler fari ekki
hefðbundnar leiðir – ekki einu
sinni hvað glasið áhrærir.
En hvaða máli skiptir ilmur
fyrir konur? „Maður vill ilma vel;
það veitir manni ánægju að ilma
vel. Svo er það ákveðin upplifun
að eiga fallegt ilmvatnsglas.“
Uppáhaldsilmurinn:
SEIÐMAGNAÐUR
„Þetta er sparilykt.
Dekurlykt. Ilmurinn er svolítið
seiðmagnaður. Dulur.“