Frjáls verslun - 01.05.2005, Page 33
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 33
Steinunn Jónsdóttir, innanhússarkitekt, fjárfestir og stjórnar-maður í Íslandsbanka, hefur verið í kastljósi fjölmiðla að undanförnu eftir að hún seldi mjög óvænt Burðarási 4,11%
eignarhlut sinn í Íslandsbanka. Gengið í viðskiptunum var 13,6 og
söluverð hlutarins tæpir 7,4 milljarðar króna. Langflestir reikna
með að Steinunn muni áfram láta til sín taka á hlutabréfamark-
aðnum.
Steinunn er af athafnafólki komin. Afi hennar var Guðmundur heit-
inn Jónsson, annar tveggja stofnenda Byko. Faðir hennar er Jón Helgi
Guðmundsson í Byko. Viðskiptasamsteypa hans heitir Norvik og er
Byko núna eitt af fjölmögum félögum innan samsteypunnar. Steinunn
situr í stjórn Norvikur. Þá er hún í stjórn Snorra Þorfinnssonar hf. Hún
situr ennþá í stjórn Íslandsbanka þótt hún hafi selt hlut sinn í bank-
anum.
Steinunn útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 1988.
Fimm árum síðar útskrifaðist hún sem innanhússarkitekt frá skóla í
Boston í Bandaríkjunum. Þá lauk hún framhaldsnámi í listum vorið
2004 í Boston. Þá stundar hún MBA-nám við Háskólann í Reykjavík.
Hún hefur unnið við fag sitt sem innanhússarkitekt undanfarin ár auk
þess að vera fjárfestir.
Steinunn býr í Garðabænum. Hún á tvö börn. Þess má geta að
hún gaf Frjálsri verslun ekki kost á viðtali við sig.
Steinunn Jónsdóttir, innanhússarkitekt og fjárfestir, hefur látið að sér kveða á hlutabréfa-
markaðnum og er ein af eignamestu konum landsins.
STEINUNN JÓNSDÓTTIR
FJÁRFESTIR
Steinunn
seldi óvænt
eignarhlut sinn í
Íslandsbanka á
7,4 milljarða.
ÁHRIFA
MESTU 10ÁHRIFAMESTU 10