Frjáls verslun - 01.05.2005, Blaðsíða 26
26 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5
L ýsi hf., sem var stofnað árið 1938, hefur sérhæft sig í fram-leiðslu og sölu á þorskalýsi ásamt öðrum fiskolíum. Stærstur hluti framleiðslunnar er fluttur úr landi eða 90%.
„Hjá Lýsi hf hefur ávallt verið lögð rík áhersla á vöruþróun og gæða-
mál og var fyrirtækið hið fyrsta á Íslandi til að fá vottun á ISO 9002
gæðakerfi. Í dag er stuðst við ISO 9001 gæðakerfi og GMP gæða-
kerfi fyrir lyfjaframleiðslu.“
Katrín segir að sóknarfæri fyrirtækisins séu mikil í dag í ljósi mik-
illar og jákvæðrar umfjöllunar um ágæti lýsis undanfarin ár. „Helstu
markaðir, sem eru í vexti, eru Asía, Bandaríkin og Austur-Evrópa.“
Katrín er iðnrekstrarfræðingur og stundaði nám við Tækniskóla
Íslands. Hún hefur komið að rekstri ýmissa fyrirtækja og situr í
stjórnum nokkurra fyrirtækja og samtaka s.s. Verslunarráði Íslands,
Útflutningsráði og í stjórn Félags kvenna í atvinnurekstri.
„Helstu áherslur í starfi mínu eru að marka stefnu þess á hverjum
tíma og fá þann góða hóp fólks sem starfar við fyrirtækið til að fram-
fylgja stefnunni og ná settum markmiðum.“
Katrín var kosin kona ársins 2005 hjá Félagi kvenna í atvinnu-
rekstri. „Það er alltaf ánægjulegt að fá viðurkenningu fyrir verk sín.
Hins vegar hefur þetta þýtt ákaflega jákvæða umfjöllun um Lýsi hf. á
góðum tíma. Án efa hefur viðurkenningin aukið jákvæða ímynd Lýsis
hf. sem þó hefur alla tíð verið mjög góð.“
Um stöðuna í íslensku viðskiptalífi segir Katrín: „Mér finnst staðan
í viðskiptalífinu í dag vera talsvert hættuleg. Við horfum á útflutnings-
atvinnuvegina þjást verulega, óhagstæðan viðskiptajöfnuð og óraun-
hæfa vaxtastefnu sem virðist einvörðungu ýta undir allt of hátt gengi
íslensku krónunnar. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að útflutn-
ingsatvinnuvegir okkar eru undirstaðan undir flesta aðra atvinnuvegi.
Því er okkur nauðsynlegt að hlúa að samkeppnisiðnaði og búa honum
það umhverfi sem gerir hann þriflegan.“
KATRÍN PÉTURSDÓTTIR
FRAMKVÆMDASTJÓRI LÝSIS
Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis. „Helstu markaðir, sem eru í vexti, eru Asía,
Bandaríkin og Austur-Evrópa.“
Kosin kona
ársins 2005 hjá
Félagi kvenna í
atvinnurekstri
ÁHRIFA
MESTU 10
TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR
MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON