Frjáls verslun - 01.05.2005, Blaðsíða 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5
Guðbjörg Matthíasdóttir, 53 ára kennari við Barnaskóla Vestmanna-eyja, er tvímælalaust ein af áhrifamestu konum landsins í viðskiptalífinu þótt lítið fari fyrir henni í fjölmiðlum.
Hún er aðaleigandi Ísfélags Vestmannaeyja og kjölfestufjárfestir í TM.
Hún situr í stjórn Ísfélagsins og er varaformaður TM. Þá tók hún sæti
í stjórn Landsbankans á aðalfundi félagsins fyrr á árinu.
Guðbjörg lætur því að sér kveða sem stjórnarmanneskja í þremur
stórfyrirtækjum þótt hún geri sér far um að láta fara lítið fyrir sér - líkt
og eiginmaður hennar, Sigurður heitinn Einarsson, gerði. Sigurður
lést árið 2000, langt fyrir aldur fram; aðeins fimmtugur að aldri. Synir
þeirra er fjórir: Einar, Sigurður, Magnús og Kristinn. Faðir Sigurðar
var hinn landskunni athafnamaður, Einar Sigurðsson, sem flestir
þekktu sem „Einar ríka”. Einar átti Hraðfrystistöð Vestmannaeyja og
Hraðfrystistöð Reykjavíkur. Guðbjörg á ættir að rekja til Þórshafnar
á Langanesi, en faðir hennar, Matthías Jónsson framkvæmdastjóri,
var þaðan. Móðir hennar, Kristín S. Magnúsdóttir, var frá Ströndum.
Guðbjörg er hins vegar orðin gróinn Vestmannaeyingur.
Ísfélag Vestmannaeyja varð til um áramótin 1991 til 1992
þegar þrjú sjávarútvegsfyrirtæki sameinuðust undir nafni Ísfélags
Vestmannaeyja. Fyrirtækin voru Ísfélag Vestmannaeyja hf., Bergur-
Huginn hf. og Hraðfrystistöð Vestmannaeyja. Sigurður Einarsson
var ráðinn forstjóri fyrirtækisins. Guðbjörg þykir vera fremur hlé-
dræg. En hún er sögð hafa mikla ábyrgðarkennd gagnvart sam-
félaginu í Vestmannaeyjum. Ísfélag Vestmannaeyja er annað af
tveimur stærstu fyrirtækjunum í Eyjum og þar starfa um 150 manns.
Fiskimjölsverksmiðjan Krossanes við Eyjafjörð er í eign sömu aðila.
Ísfélag Vestmannaeyja þykir vera vel rekið. Það er stöndugt fyrir-
tæki sem hefur verið að bæta við sig kvóta, en skip félagsins eru sex
í dag. Einnig hefur fyrirtækið verið að styrkja stöðu sína í uppsjávar-
fiski. Þess má geta að Guðbjörg hafnaði viðtali við Frjálsa verslun.
GUÐBJÖRG MATTHÍASDÓTTIR
AÐALEIGANDI ÍSFÉLAGS VESTMANNAEYJA
Guðbjörg Matthíasdóttir í afmælishófi Ísfélags Vestmannaeyja.
Hún situr í stjórn Ísfélagsins, TM og Landsbankans.
Guðbjörg er
aðaleigandi
Ísfélags
Vestmannaeyja
og TM. Hún
situr í stjórn
Landsbankans.
ÁHRIFA
MESTU 10ÁHRIFAMESTU 10