Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2005, Side 32

Frjáls verslun - 01.05.2005, Side 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 Guðbjörg Matthíasdóttir, 53 ára kennari við Barnaskóla Vestmanna-eyja, er tvímælalaust ein af áhrifamestu konum landsins í viðskiptalífinu þótt lítið fari fyrir henni í fjölmiðlum. Hún er aðaleigandi Ísfélags Vestmannaeyja og kjölfestufjárfestir í TM. Hún situr í stjórn Ísfélagsins og er varaformaður TM. Þá tók hún sæti í stjórn Landsbankans á aðalfundi félagsins fyrr á árinu. Guðbjörg lætur því að sér kveða sem stjórnarmanneskja í þremur stórfyrirtækjum þótt hún geri sér far um að láta fara lítið fyrir sér - líkt og eiginmaður hennar, Sigurður heitinn Einarsson, gerði. Sigurður lést árið 2000, langt fyrir aldur fram; aðeins fimmtugur að aldri. Synir þeirra er fjórir: Einar, Sigurður, Magnús og Kristinn. Faðir Sigurðar var hinn landskunni athafnamaður, Einar Sigurðsson, sem flestir þekktu sem „Einar ríka”. Einar átti Hraðfrystistöð Vestmannaeyja og Hraðfrystistöð Reykjavíkur. Guðbjörg á ættir að rekja til Þórshafnar á Langanesi, en faðir hennar, Matthías Jónsson framkvæmdastjóri, var þaðan. Móðir hennar, Kristín S. Magnúsdóttir, var frá Ströndum. Guðbjörg er hins vegar orðin gróinn Vestmannaeyingur. Ísfélag Vestmannaeyja varð til um áramótin 1991 til 1992 þegar þrjú sjávarútvegsfyrirtæki sameinuðust undir nafni Ísfélags Vestmannaeyja. Fyrirtækin voru Ísfélag Vestmannaeyja hf., Bergur- Huginn hf. og Hraðfrystistöð Vestmannaeyja. Sigurður Einarsson var ráðinn forstjóri fyrirtækisins. Guðbjörg þykir vera fremur hlé- dræg. En hún er sögð hafa mikla ábyrgðarkennd gagnvart sam- félaginu í Vestmannaeyjum. Ísfélag Vestmannaeyja er annað af tveimur stærstu fyrirtækjunum í Eyjum og þar starfa um 150 manns. Fiskimjölsverksmiðjan Krossanes við Eyjafjörð er í eign sömu aðila. Ísfélag Vestmannaeyja þykir vera vel rekið. Það er stöndugt fyrir- tæki sem hefur verið að bæta við sig kvóta, en skip félagsins eru sex í dag. Einnig hefur fyrirtækið verið að styrkja stöðu sína í uppsjávar- fiski. Þess má geta að Guðbjörg hafnaði viðtali við Frjálsa verslun. GUÐBJÖRG MATTHÍASDÓTTIR AÐALEIGANDI ÍSFÉLAGS VESTMANNAEYJA Guðbjörg Matthíasdóttir í afmælishófi Ísfélags Vestmannaeyja. Hún situr í stjórn Ísfélagsins, TM og Landsbankans. Guðbjörg er aðaleigandi Ísfélags Vestmannaeyja og TM. Hún situr í stjórn Landsbankans. ÁHRIFA MESTU 10ÁHRIFAMESTU 10
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.