Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2005, Blaðsíða 104

Frjáls verslun - 01.05.2005, Blaðsíða 104
104 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 KYNNING Stiki ehf. er þekkingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í verndun upplýsinga. Með ráðgjöf og sérhæfðum hugbúnaði tryggir Stiki öryggi upplýsinga fyrir viðskiptavini sína. Fyrirtækið var stofnað árið 1992 og öll starfsemin er bæði öryggis- og gæðavottuð af bresku staðlastofnuninni BSI skv. BS 7799 og ISO 9001. Krafa um upplýsingaöryggi hefur fengið byr undir báða vængi jafnt í opinbera geiranum sem og hjá einkafyrirtækjum. Fjármálaeftirlitið beinir þeim tilmælum til aðila sem starfa á fjár- málamarkaði að þeir geri viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi upplýsinga hjá sér. Persónuvernd gerir sömuleiðis kröfu til aðila sem vinna með persónuupplýsingar að þeir tryggi öryggi þeirra á fullnægjandi hátt. Fyrirtæki gera sér æ betur grein fyrir mikilvægi þess að hafa upplýsingaöryggi í lagi og sækjast eftir ráðgjöf og lausnum á því sviði. Upplýsingar eru verðmæti Stiki beitir alþjóðlegum stöðlum um upplýsingaöryggi til að ná betri stjórn á öryggi upplýsinga. Staðlarnir innihalda nákvæma lýsingu á hönnun, þróun og innleiðingu stjórnkerfis og þeir og notkun þeirra tryggir samræmi í vinnubrögðum og alþjóðleg viðmið. Hugmyndafræðin byggir á því að upplýsingar séu eignir fyrirtækisins eða stofn- unarinnar. Upplýsingaeignir þurfa því að vera vel skilgreindar og þeim þarf að stýra eins og öðrum áþreifnalegri eignum eða sjóðum. Upplýsingaeignir geta verið margs konar. Til dæmis orðspor fyrirtækis og þekking starfsmanna auk hefðbundinna upplýsingaeigna svo sem gagna, vél- og hugbúnaðar. Upplýsingar eru geymdar, meðhöndlaðar og færðar á margan annan hátt en í upplýsingakerfum fyrirtækisins og þeim upplýsingum þarf að stýra. Upplýsingar á mæltu máli eru ekki síður mikilvægar en upplýsingar á pappír eða tölvutæku formi. Áætlanir um samfelldan rekstur skipta máli Í kjölfar atburðanna í Bandaríkjunum 11. september 2001 hafa fyrirtæki í auknum mæli lagt áherslu á að gera áætlanir um samfelldan rekstur. Það eru áætlanir um aðgerðir sem grípa þarf til ef rekstur verður fyrir óvæntu áfalli. Slík rekstraráföll geta orðið hvort sem er af völdum náttúruhamfara, fyrir slysni eða vegna illvilja. Flestir þekkja t.d. afleiðingar straumleysis, rofs á símalínum eða árása tölvuþrjóta á tölvukerfi fyrirtækja. Stiki aðstoðar fyrirtæki við að innleiða slíkar áætlanir og veitir sömuleiðis ráðgjöf við greiningu og endurbætur á verkferlum. Oft eru þessi ferli til, en óskráð og aðeins til í kolli starfsmanna. Stór hluti af breyttu stjórnskipulagi fyrirtækis eða stofnunar til að uppfylla kröfur um upplýsingaöryggi er gerð skipulagshand- bókar. Slík verkefni eru stór þáttur í starfsemi Stika. Heilbrigðisnet og hugbúnaðarþróun Viðskiptavinir Stika eru mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og að auki fjölmargar opinberar stofnanir og ráðuneyti. Hjá fyrirtækinu starfa 12 sérfræðingar með víðtæka menntun og mikla reynslu af inn- leiðingu upplýsingaöryggis og hugbúnaðarþróun. Stiki hýsir jafnframt tölvukerfi sem eru á ábyrgð heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og innihalda við- kvæmar persónupplýsingar. Fyrirtækið hefur því sjálft mikla reynslu af hýsingu og meðferð við- kvæmra gagna. Hjá Stika hefur um nokkurt skeið verið unnið að þróun íslenska heilbrigðisnetsins sem er ætlað að vera öruggur farvegur rafrænna samskipta milli aðila í heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisnetið saman- stendur af upplýsingakerfum einstakra aðila sem tengjast því og þeim fjarskiptabúnaði sem tengir þá saman, auk samskipta- og öryggisreglna. Stiki hefur einnig þróað upplýsingakerfi fyrir heil- brigðisstofnanir svokallað RAI-matskerfi sem stendur fyrri Residen- tal Assessment Instrument. Kerfið er notað til að meta heilsufar fólks og þörf fyrir umönnun, t.d. aldraðs fólks sem dvelur á hjúkr- unarheimilum og þeirra sem þiggja heimahjúkrun. Stiki hefur einnig þróað kerfi til að meta þörf aldraðra fyrir vist á öldrunarstofnun, svo- nefnt vistunarmat sem unnið er á vegum sveitarfélaga. Loks má geta þess að hjá Stika er unnið að margvíslegri hugbúnaðarþróun fyrir fjármálafyrirtæki auk samþættingarverkefna í upplýsingatækni. STIKI EHF. Upplýsinga- öryggi er krafa dagsins Svana Helen Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Stika. Öryggi upplýsinga – ráðgjöf og hug- búnaðarlausnir. Heilbrigðisnetið í smíðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.