Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2005, Blaðsíða 154

Frjáls verslun - 01.05.2005, Blaðsíða 154
154 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 Annatími er mikill hjá ferðaskrifstofum á þessum árstíma enda Íslendingar duglegir að ferðast til sólarlanda auk þess sem útlendingar heimsækja Ísland. Ein nýjasta ferðaskrifstofa landsins er Sumar- ferðir, sem stofnuð var af Helga Jóhanns- syni, fyrrum framkvæmdastjóra Samvinnu- ferða/Landsýnar. Sumarferðir byrjuðu smátt en hafa verið að færa sig upp á skaftið enda boðið ferðir á góðu verði sem slegið hafa í gegn. Helgi sagði starf sitt hjá Sumarferðum ekki aðeins snúast um stjórnun á fyrirtæk- inu: „Starf mitt er ótrúlega fjölbreytt og fátt sem ég kem ekki að, nema þá helst að skúra og gera hreint. Fyrirtækið okkar er fámennt en frábærlega vel mannað. Við vinnum öll mjög náið saman og það eru engin leyndar- mál sem þvælast fyrir innan fyrirtækisins. Allir verða að geta tekið ákvarðanir þegar á reynir í því sem þeir sinna helst.“ Helgi segir fyrirtækið hafa vaxið hratt þann stutta tíma sem það hefur starfað. „Frá 2003 hefur farþegafjöldi tvöfaldast á ári hverju, sem þýðir að árið 2005 áætlum við að flytja 20.000 farþega. Það er langt umfram þá áætlun sem við lögðum upp með og er greinilegt að hugmyndin hefur skilað sér. Í dag eru 85% af okkar farþegum að bóka sig beint á net- inu og markmiðið er að ná því í 95%. Það hefur komið okkur skemmtilega á óvart að finna hversu ótrú- lega hratt menn hafa náð að tileinka sér kosti Internetsins.“ Helgi er viðskipta- fræðingur að mennt: „Ég hafði því miður lagt litla áherslu á frekari menntun. Það vill reyndar alltof oft loða við að eftir að menn hafa lokið sínu námi þá sökkva þeir sér niður í vinnu og líta ekki upp fyrr en þeir uppgötva að starfið verður þeim sífellt erfiðara og að þeir hrein- lega dragast aftur úr. Sem betur fór áttaði ég mig á þessu þó að ég hefði óskað að það gerðist fyrr og dreif mig í framhaldsnám. Það er alveg ljóst að til þess að halda sér í fyrstu deild verða menn að fylgjast með.“ Helgi er þekktur bridgemaður og marg- faldur Íslandsmeistari og það kemur ekki á óvart þegar hann segir bridge vera eitt aðaláhugamálið sitt: „Líf mitt hefur mikið snúist um bridge og ferðalög og fjöl- skyldan hefur staðið þétt á bak við mig í þessum málum. Nú, annars er ég alæta á íþróttir og á örugg- lega eftir að bregða mér í golfferð í haust. Hvað varðar ferðalögin þá hef ég alla mína tíð verið mikið fyrir að ferðast og þá ekki síst innanlands, enda landið okkar einstakt og ég hef enn ekki uppgötvað stað úti í heimi sem toppar Ísland,“ sagði Helgi að lokum. Og þess má geta að þegar viðtalið fór fram var Helgi að undirbúa ferð með hóp á Langanes. framkvæmdastjóri Sumarferða Helgi Jóhannsson Nafn: Helgi Jóhannsson. Fæðingarstaður: Keflavík, 23. apríl 1951. Foreldrar: Jóhann Pétursson og Kristrún Helgadóttir. Maki: Hjördís Bjarnason. Börn: Gunnar Fjalar Helgason, Óttar Örn Helgason og Hallur Már Helgason. Menntun: Viðskiptafræðingur frá HÍ. MBA í rafrænum viðskiptum frá HR. Helgi Jóhannsson: „Ég hef enn ekki uppgötvað stað úti í heimi sem toppar Ísland.“ TEXTI: HILMAR KARLSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON FÓLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.