Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2005, Blaðsíða 92

Frjáls verslun - 01.05.2005, Blaðsíða 92
92 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 Þetta er spennandi starf, gríðarlega fjölbreytt og í fyrirtækinu ríkir góður og skemmtilegur liðsandi,“ segir Magnea Þ. Hjálm-arsdóttir og brosir, en hún var nýlega ráðin framkvæmda- stjóri Icelandair Hotels. „Icelandair Hotels er stærsta fyrirtækið í hótelrekstri á Íslandi. Það varð til árið 1998 þegar hótelin sem til- heyrðu Flugleiðum og Ferðaskrifstofu Íslands voru sameinuð í eitt sjálfstætt fyrirtæki. Það rekur tvær hótelkeðjur, Icelandair Hotels, sem eru átta talsins og Hótel Eddu sem eru sextán. Icelandair Hotels eru heilsárs hótel þar sem veitt er fyrsta flokks þjónusta, en þau stærstu, Nordica hótel, með 252 herbergjum, og Hótel Loftleiðir, með 220 herbergjum, eru bæði fjögurra stjörnu hótel. Önnur Icelandair Hotel eru á landsbyggðinni og eru með allt frá 27 og upp í 60 herbergi. Edduhótelin er að finna hringinn í kringum landið, flest í heima- vistarskólum en sum í byggingum sem eingöngu eru notuð til hótel- reksturs. Þau eru aðeins opin yfir sumartímann og þar leggjum við áherslu á lipra þjónustu og hagstætt verð.“ Magnea segir að mikil uppbygging hafi átt sér stað í hótelgeir- anum hér á landi síðastliðinn fjögur ár. „Undanfarin tvö ár hefur fjöldi erlendra ferðamanna til landsins verið að aukast en á fyrstu fimm mánuðum þessa árs fækkaði þeim um 5,6 %. Það eru því tölu- verð umskipti og í ljósi aukins framboðs á gistirými má vænta þess að samkeppni verði um hvern gest. Flóra ferðamannanna er mjög fjölbreytt en Icelandair- og Edduhótelin höfða til ólíkra markhópa auk þess sem staðsetning hótelanna vítt og breitt um landið er tvímælalaust kostur. Þar starfar einnig úrvalsfólk sem er albúið að gera sitt ítrasta og takast á við samkeppnina.“ Magnea hefur ferðast, numið og unnið víða, bæði innanlands sem utan. „Ég lauk námi í hótel- stjórnun frá IHTTI, Neuchatel í Sviss árið 1991 og MBA-námi frá University of Surrey á Englandi árið 2003. Hótelferilinn hóf ég í Sviss og fór þaðan til Japan en kom síðan heim og starfaði á Holiday Inn Reykjavík, var aðstoðarhótelstjóri Hótel Esju og Loftleiða, forstöðumaður landsbyggðarhótela Icelandair Hotels og forstöðumaður Icelandair Hotels. Þá var ég framkvæmdastjóri ráðstefnunnar „Konur og lýðræði við árþúsundamót“ sem haldin var á vegum ríkisstjórnarinnar. Ég er svo aftur komin heim eftir að hafa verið í námi og síðan starfað um skeið við Háskólann í Surrey að skipulagningu alþjóðlegra ráðstefna sem og ráðgjafi á sviði mark- aðsmála og gæðastjórnunar.“ ICELANDAIR HOTELS Fimmtánhundruð hótelherbergi um allt land Fyrirtækið rekur tvær hótelkeðjur, Icelandair Hotels, sem eru átta talsins, og Eddu-hótelin sem eru sextán. Magnea Þ. Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, er þaulreynd í hótelgeiranum. KYNNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.