Frjáls verslun - 01.05.2005, Blaðsíða 132
132 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5
KYNNING
Í þrjátíu ár hefur megináhersla verið lögð á vandaða hönnun og gæði hjá Epal í Skeifunni 6 en þangað hafa Íslendingar sótt í leit að húsgögnum, ljósum, gluggatjaldaefnum og gjafavöru en allar
þessar vörur eru verk þekktra hönnuða, aðallega skandinavískra
en reyndar líka frá ýmsum öðrum Evrópulöndum. Í Epal er lögð
rík áhersla á að þjónusta og tengsl við viðskiptavini sé eins og best
verður á kosið. Til þess að ná þessum markmiðum hafa innanhúss-
hönnuðir og annað fagfólk starfað hjá Epal allt frá upphafi.
Konur eru í veigamiklum hlutverkum í Epal og þar hafa starfað
að undanförnu þrír innanhússhönnuðir sem aðstoða
og leiðbeina viðskiptavinum sem best þeir mega auk
þess sem sölustjóri í húsgagnadeild er kona sem
hefur starfað hátt í aldarfjórðung við húsgagnasölu
og hefur að baki listnám.
Innanhússhönnuðirnir hafa víðtæka þekkingu
og flytja með sér áhrif, hver úr sinni áttinni. Ksenia
Ólafsson, sem hefur unnið hjá Epal í tvö ár, er
upprunnin í Moskvu og lauk þar námi í innanhúss-
hönnun. Hún hefur ennfremur mikla reynslu í lýsing-
arhönnun. Stefanie Rauscheder er innanhússarkitekt frá München,
þar sem hún vann við að skipuleggja og velja hluti í íbúðir og hús.
Stefanie er nýkomin til starfa hjá Epal. Sigrún Baldursdóttir er innan-
hússhönnuður, lærð í Danmörku, og er hún sölustjóri í gjafavöru og
textíldeild Epal. Inga Friðjónsdóttir er sölustjóri í húsgagnadeild og
hefur starfað hjá Epal í fimm ár en alls hefur hún starfað í húsgagna-
bransanum í aldarfjórðung. Áður stundaði hún nám í Myndlista- og
handíðaskólanum.
Fjölbreytt verksvið hönnuðanna Ksenia Ólafsson segir starf innan-
hússhönnuðarins í Epal skiptast í þrennt. Í fyrsta lagi sé þjónustan
við viðskipavini. Þeim er veitt aðstoð við að velja gluggatjaldaefni og
áklæði óski þeir þess og sumir vilja gjarnan fá leiðbeiningar um val
á húsgögnum. Að auki tekur hönnuðurinn að sér að
skipuleggja og teikna fyrir fólk fyrirkomulag íbúðar
eða fyrirtækis og að koma með tillögur að litum og
lýsingu. Í öðru lagi hefur hönnuðurinn umsjón með
sýningarsalnum í Epal og vali lita sem þar eru not-
aðir. Í ársbyrjun fær Epal litaplan frá fatahönnuði
sem hefur mikla þekkingu á þessu sviði og eftir því
er svo unnið. Ksenia segir að reyndar séu litirnir í
sýningarsalnum ekki alltaf jafnrólegir og ef verið
væri að velja liti fyrir heimili eða fyrirtæki, enda sé
tilgangurinn með þeim oft að vekja sérstaka athygli viðskiptavina og
fá þá til að taka eftir einhverju ákveðnu í versluninni. Þriðja verkefni
hönnuðarins er að setja upp sýningar sem Epal tekur þátt í, eins og
t.d. í Gerðarsafni eða í Bella Center í Kaupmannahöfn.
Vönduð hönnun, gæði og góð
þjónusta í fyrirrúmi
EPAL
Kvennablóminn í Epal sitjandi í eggjum Arne Jacob-
sens. F.v. Inga Friðjónsdóttir, Stefanie Rauscheder,
Ksenia Ólafsson og Sigrún Baldursdóttir.
Þeir sem koma í Epal
geta treyst á faglega
þjónustu, vandaða
hönnun og
frábær gæði.