Frjáls verslun - 01.05.2005, Blaðsíða 70
70 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5
aldurs, vinnuframlags, mannaforráða og
starfsaldurs kemur í ljós að kynbundinn
launamunur hjá viðskipta- og hagfræðingum
er nú 7,6% en var 6,8% árið 2003.
Þessi niðurstaða um launamismuninn
er ekki í samræmi við niðurstöður könnun-
arinnar sem Runólfur Ágústsson vitnaði í
og gagnrýnd hefur verið. Ari Edwald, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði
til að mynda að könnunin væri fyrst og
fremst vísbending um hvernig tilteknu fólki
vegnar á fyrstu árum sínum í atvinnulífinu.
Hvað sem háum eða lágum tölum líður
um launamismun karla og kvenna er það
staðreynd að um launamismun er að ræða.
Er hægt að sporna við þróuninni og lagfæra
mismuninn eða eru eðlilegar skýringar á
launamismuninum og er ekki ólíklegt að
það sé meðvituð stefna fyrirtækja að borga
konum lægri laun en körlum?
Nú eru að verða fjörutíu ár frá því að tekið var á launamuni kynja í kjara-samningum og með lögum. Fyrir þann
tíma viðgengust mismunandi launataxtar
og var munurinn um 40% í kjarasamningum
verslunarmanna. Rökin sem notuð voru þá
fyrir þessum mismun voru að greitt væri fyrir
afköst í líkamlegri vinnu.
Vandinn í jöfnun launamunar kynja felst
annars vegar í hvað laun geta hækkað mikið
og hins vegar hvaða þættir ráða launum.
Ef við skoðum launahækkanir verslunar-
manna þá höfum við hækkað taxtana um
390.000% frá 1955, sem hefur skilað tæp-
lega 93% kaupmáttaraukningu á tímabilinu
þegar verðbólga hefur verið tekin frá, eða
um 1,32% á ári að meðaltali. Ef við gefum
okkur að þjóðarsátt næðist um að konur
nytu 50% meiri árlegrar kaupmáttaraukn-
ingar en karlar, þá tæki um 70 ár að jafna
kynbundinn launamun frá því að hann var
um 40%. Í dag mælist munurinn um 15% og
hefur því minnkað um 25% á fjörutíu árum,
sem svarar til þess að konur hafi fengið um
50% meiri kaupmáttaraukningu frá 1966.
Stór hluti af þessari kaupmáttaraukningu
kvenna hefur komið á síðustu árum og því
virðast konur nálgast karla með auknum
hraða.
Við í VR höfum sett jöfnun launamunar
kynja í forgang og teljum nauðsynlegt að
líta raunsætt á verkefnið og vinna á sem
flestum þáttum málsins í einu. Hækka lág-
markslaunataxta, taka upp ákvæði um mark-
aðslaun í kjarasamningum, sem hafa skilað
VR-konum árangri umfram karla, og beita
áróðri. Þó margt jákvætt hefur gerst á undan-
förnum árum eins og upptaka nýs fæðingaror-
lofskerfis, er ljóst að enn tekur nokkurn tíma
að ná fullum jöfnuði en vonandi tekur það
skemmri tíma en 70 ár, þ.a.s. 30 ár héðan
í frá. Nokkrar umræður hafa verið í þjóðfé-
laginu um að launamunur aukist aftur á ný.
Ekki hafa sést neinar nákvæmar mælingar
á því en þó gæti það verið sökum uppsveifl-
unnar, en það er þekkt að yfirvinna eykst á
þenslutímum og að karlar vinna mun meiri
yfirvinnu en konur. Ef svo er má búast við að
það jafnist út þegar meira jafnvægi kemst á
efnahagslífið.“
Me›altal vinnustunda karla á vinnusta› á viku er 46,4 stundir og stendur nánast í sta›
frá sí›ustu mælingu. Me›altal vinnustunda kvenna eykst á hinn bóginn úr 41,7 stundum
á viku ári› 2003 í 43,5 stundir í ár.
L A U N A M U N U R K Y N J A N N A
Gunnar Páll Pálsson: „Við í VR höfum sett
jöfnun launamunar kynja í forgang.“
GUNNAR PÁLL PÁLSSON, FORMAÐUR VR:
Konur nálgast karla
með auknum hraða
60
40
0
46,4 47,4 47,2
44,8 45,3
47,9
49,5 48,5
46,5 46,4
42,7 43,4
44,4
41,7
43,5
1997 1999 2001 2003 2005
Alls Karlar Konur
Tí
m
af
jö
ld
i á
v
ik
u
Fjöldi vinnustunda viðskipta- og hagfræðinga
Úr kjarakönnun Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, FVH