Frjáls verslun - 01.05.2005, Blaðsíða 140
140 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5
Þ að eru tvö ár síðan deild Alþjóðalánveitinga hjá Íslandsbanka var stofnuð en forstöðumaður hennar er Steinunn K. Þórðar-dóttir. „Meginstarfsemi deildarinnar felst í lánafjármögnun til
alþjóðlegra fyrirtækja auk sambankalánaþjónustu. Um 80% viðskipta
okkar eru á Bretlandi, Norðurlöndunum og í Norður-Ameríku og er
meiri hluti viðskiptavina okkar í fisk- og matvæla-
iðnaði. Hér má nefna fyrirtæki eins og Clearwater
í Kanada og Aker Seafoods í Noregi en einnig
fjármögnum við íslensk fyrirtæki sem eru með meg-
inhluta starfsemi sinnar erlendis eins og Actavis,
Bakkavör og Össur. Þá fjárfestum við í erlendum
skuldabréfum og lánastrúktúrum til þess að dreifa
áhættunni.“
Steinunn segir að starfsemi deildarinnar hafi
eflst mikið á síðastliðnu ári. „Heildarútlán eru nú
um 60 milljarðar og starfsmenn deildarinnar eru 12, bæði íslenskir
og erlendir, og allir staðsettir á Íslandi eins og er. Ég legg áherslu
á að þeir hafi öðlast reynslu erlendis og öll samskipti fara fram á
ensku. Sóknarfærin á alþjóðavettvangi eru mörg og megináskorunin
er fólgin í því að velja hagstæðustu markaðina og bestu viðskiptatæki-
færin á hverjum tíma. Íslenski markaðurinn býður upp á takmark-
aðan vöxt og einnig er nauðsynlegt að dreifa áhættu bankanna.“
Steinunn hefur unnið víða um heim í fjármálageiranum. „Eftir
Verzlunarskólann fór ég til Bandaríkjanna í viðskipta- og stjórn-
málafræði og útskrifaðist úr háskóla í Suður-Karólínu 1995. Árið
1999 kláraði ég MBA-nám í Thunderbird í Arizona
og starfaði síðan hjá stórfyrirtækinu Enron í þrjú
ár, í Houston, Texas og í Frankfurt. Ég vann einnig
að verkefnum í Berlín, Marokkó og Sviss og var
það ómetanleg reynsla þrátt fyrir að ekki hafi farið
vel fyrir fyrirtækinu. Ég hef nú starfað hjá Íslands-
banka í tæp fjögur ár. Það hefur verið gaman að
taka þátt í þeirri þróun og uppbyggingu sem hefur
átt sér stað í fjármálageiranum en mikill hraði
og skemmtilegar áskoranir hafa einkennt aukin
umsvif íslenskra fyrirtækja erlendis. Starfið er mjög fjölbreytt og
krefjandi þar sem við vinnum með fyrirtækjum frá mismunandi
löndum og atvinnugreinum. Ég legg mikla áherslu á að vinna í
alþjóðlegu umhverfi með sterkum hópi fólks. Ég er því á réttum
stað á réttum tíma.“
ÍSLANDSBANKI
Fjölbreytt starf á alþjóðavettvangi
Steinunn K. Þórðardóttir,
forstöðumaður Alþjóða-
lánveitinga hjá Íslandsbanka,
hefur starfað að verk-
efnum víða um heim.
Megináskorunin felst
í því að velja hagstæð-
ustu markaðina og
bestu viðskiptatæki-
færin á hverjum tíma.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
/
2
7
6
2
fagmennska
Faglegasti bankinn
Kannanir sýna að Íslandsbanka er best treyst og þykir hafa áreiðanlegustu
vinnubrögðin af íslenskum bönkum. Þetta góða álit byggir á áherslu okkar
á faglega þjónustu. Við erum stolt af þessari niðurstöðu og höfum sett
markið á 100% fagmennsku.
KYNNING