Frjáls verslun - 01.05.2005, Blaðsíða 120
120 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5
KYNNING
Miklar breytingar hafa orðið í ljósmyndun með tilkomu stafrænnar ljósmyndatækni. Notkun filmunnar hefur snar-minnkað, dregið úr framköllun mynda og menn
geyma nú myndir í tölvum eða á geisladiskum. Ragnhildur
Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri Hans Petersen, segir
að þar á bæ reyni menn að hvetja fólk til að framkalla
stafrænu myndirnar, enda ómetanlegt að eiga mynd
í albúmi fremur en í tölvu ef eitthvað kemur upp á.
„Við auðveldum fólki útprentun mynda með net-
framköllun en þá sendir fólk okkur myndir á Netinu
til framköllunar. Í byrjun var verð á framköllun staf-
rænna mynda fremur hátt en það er breytt. Nú velur
fólk bestu myndirnar úr og eyðir ekki peningum í að láta
framkalla þær lélegu,“ segir Ragnhildur. Vilji fólk hafa
möguleika á að prenta sjálft út einstaka myndir er ekk-
ert einfaldara en að kaupa prentara í Hans Petersen,
t.d. frá Kodak eða Epson, sem ábyrgjast áratugaend-
ingu myndanna sé rétt farið að við prentun þeirra.
Öflug heildsala Hans Petersen er ekki einungis
verslun áhuga- og atvinnuljósmyndara heldur einnig
heildsala með ljósmyndavörur til endursöluaðila um allt land ásamt
öflugri rekstrarvörudeild sem þjónar stafræna prent- og röntgen-
markaðnum. Þróunin á sviði röntgentækni er sérstaklega spennandi
að sögn Ragnhildar og nú er verið að setja upp stafræn röntgentæki
frá Kodak á fjórum heilsugæslustöðvum úti á landi. Þar með verður
hægt að mynda sjúklinga í heimabyggð og senda myndirnar til
Reykjavíkur eða Akureyrar til greiningar. „Hjá Röntgen
Dómus erum við að ljúka uppsetningu fullkomins
kerfis frá Kodak sem heldur utan um allar upplýs-
ingar og röntgenmyndir sjúklinga.“
Hans Petersen hóf verslunarrekstur í Banka-
stræti árið 1907 og fagnar 100 ára afmæli eftir tvö
ár. Verið er að breyta versluninni í Bankastræti og
verður þar m.a Netkaffi, auk þess sem seldar verða
bæði hefðbundnar og stafrænar ljósmyndavörur ásamt
framköllun. Erlendir ferðamenn sækja verslunina mikið
á sumrin og geta framvegis keypt þar t.d. Íslands-
myndir eftir Mats Wibe Lund. Hans Petersen versl-
anir eru einnig í Smáralind, Kringlunni, Austurveri
og Laugavegi 178. Á Laugaveginn kemur mikið af
fagmönnum sem sækja þangað sérþjónustu. Ragn-
hildur segir að þó svo atvinnuljósmyndarar noti nú
nær eingöngu stafrænar myndavélar við störf sín,
sé filman enn þá í fyrsta sæti þegar kemur að töku
listrænna mynda.
Um 35 manns starfa hjá Hans Petersen. Miklar kröfur eru gerðar
til þeirra, enda þurfa þeir að veita viðskiptavinum tæknilegar leið-
beiningar um allt það sem versl-
anirnar bjóða upp á. Óhætt er
að fullyrða að menn hafa fylgst
með þróuninni og ekki sofnað
á verðinum hjá fyrirtækinu.
HANS PETERSEN
Þjóna fag- og áhuga-
ljósmyndurum sem
og prent- og röntgen-
geiranum.
Vel fylgst með þróuninni
Ragnhildur Ásmundsdóttir
í Netkaffinu í Bankastræti.