Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2005, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.05.2005, Blaðsíða 63
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 63 enda sé það tilhneiging matsmanna að gera minna úr reynslu kvenna en karla þó að í raun sé um sambærilega reynslu að ræða. Konur vilja ekki Nokkuð algengara viðhorf er að konur vilji ekki eða veigri sér við að taka að sér störf sem krefjast mikillar ábyrgðar eða vinnu- framlags. Ekki er ólíklegt að þetta viðhorf sé sprottið af gefnu tilefni þó að það sé fjarri lagi að það eigi við um allar konur. Það er hins vegar áhugavert að velta fyrir sér hvers vegna konur hafna á stundum tækifærum til aukinnar ábyrgðar, eða kjósa að draga sig í hlé eftir að hafa fengið slík tækifæri. Reyndar er svo komið að upp- sagnir kvenna í stjórnendastöðum stórra fyrirtækja eru orðnar vaxandi áhyggjuefni bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Í ein- hverjum tilvikum hefur verið bent á að almenn hræðsla kvenna við að mistakast eða að standa ekki undir væntingum eigi hlut að máli, í öðrum tilvikum hafa barn- eignir og/eða fjölskylduábyrgð verið talin líkleg skýring. Áhugaverðasta kenningin er þó að mörgu leyti sú að margar konur, sem kjósa að draga sig í hlé eða að þiggja ekki tækifæri til frekari framgangs, virð- ast byggja ákvörðun sína á því að heimur viðskiptanna sé hreinlega ekki sú áskorun sem þær leita eftir og lögmál hans ekki í takt við þeirra gildismat. Konur finnast ekki Sú staðreynd að konur virðast með ein- hverjum hætti „ósýnilegar“ þeim sem velja í stjórnir eða hafa áhrif á stjórnarsetu er athyglisverð. Á sama tíma og karlar segja að konur þurfi að vera duglegar við að láta vita af sér, segja þeir jafnframt að stjórnarmanna sé leitað í tiltölulega þröngum hópi þar sem traust ríki milli aðila og að menn viti fyrir hvað eða hverja einstaklingurinn standi. Án efa er það mikilvægt fyrir konur að tilheyra tengslaneti til þess að verða sýnilegri, spurn- ingin er hins vegar sú hvað þær þurfi að gera eða vera til þess að öðlast það traust sem felst í því að tilheyra slíku neti. Á meðan stjórnarmanna er fyrst og fremst leitað í hefðbundnum tengslanetum karla er ekki vonlegt að margar konur finn- ist. Inntökuskilyrði í stjórnir virðast jafn- framt vera nokkuð þröng og einsleit, og ekki víst að nokkur kona falli að þeim leitarskil- yrðum, sama hversu mikilli hæfni, reynslu og menntun hún býr yfir. Ennfremur virðast inntökukröfur alla jafna vera harðari fyrir konur. Bandarískar rannsóknir hafa til að mynda sýnt að konur í stjórnum hafi að jafnaði mun meiri menntun og reynslu en meðalkarlinn í stjórnum. Að vissu marki má því segja að leitin að hæfri konu í stjórn sé nokkurs konar leit að ein- hyrningi. Konur eru vesen Að lokum má víkja að þættinum sem lýtur að áhugaleysi þeirra sem við stjórnvölinn sitja og ótta við óþægindi. Það liggur í hlut- arins eðli að umtalsverð fjölgun kvenna í stjórnum mun leiða til umtalsverðra breyt- inga á samsetningu stjórna og breytingum TEXTI: ÞÓRANNA JÓNSDÓTTIR MYND: GEIR ÓLAFSSON Þóranna Jónsdóttir er stjórnendaráðgjafi hjá Kaliber, lektor við Háskólann í Reykjavík og stjórnarmaður í Lyfju. Hún stundar jafnframt doktors- nám við Cranfield University.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.