Frjáls verslun - 01.05.2005, Blaðsíða 20
20 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5
D A G B Ó K I N
8. júní
GOOGLE STÆRSTA
FJÖLMIÐLAFYRIR-
TÆKI HEIMS
Morgunblaðið sagði frá því
þennan dag að netleitin Google
væri orðin stærsta fjölmiðla-
fyrirtæki heims ef miðað væri við
markaðsvirði. Gengi hlutabréfa
Google hefur hækkað nánast
stöðugt frá því þau voru sett á
markað á síðasta ári. Núna er
markaðsvirði fyrirtækisins 80
milljarðar dala, jafnvirði rúmlega
5.100 milljarða króna, í kauphöll-
inni í New York. Markaðsvirði
Time-Warner fjölmiðlasam-
steypunnar, sem til þessa hefur
verið stærst, er hins vegar 76
milljarðar dala.
Það athyglisverða við þessa
þróun hlutabréfanna er að sölu-
tekjur Google voru aðeins 3,2
milljarðar dala á síðasta ári en
sölutekjur Time-Warner námu 42
milljörðum dala.
9. júní
ORÐRÓMUR UM
YFIRTÖKU FL GROUP
Allt frá því að FL Group eign-
aðist um 10% hlut í breska
lággjaldaflugfélaginu EasyJet
fyrir nokkrum mánuðum hefur
stöðugur orðrómur verið um að
FL Group ætlaði sér að yfirtaka
félagið. Þessi orðrómur hefur leitt
til þess að gengi bréfa í EasyJet
hefur verið sterkt - og hækkaði
einmitt um 4,6% hinn 9. júní.
Íslendingar eru í hópi skuldsett-
ustu þjóða heims.
9. júní
ERLENDAR SKULDIR
2 ÞÚS. MILLJARÐAR
Í Morgunkorni Greiningar Íslands-
banka þennan dag kom fram að
erlendar skuldir íslensku þjóð-
arinnar næmu hvorki meira né
minna en 1.976 milljörðum króna
(2 billjónir) í lok mars síðastlið-
ins og höfðu þá aukist um 166
milljarða króna frá áramótum og
tvöfaldast frá því í lok árs 2002
eða á tveimur árum. Ísland er
þannig í hópi skuldsettustu þró-
aðra ríkja heims og hefur verið
um nokkurt skeið. Eignir Íslend-
inga erlendis námu hins vegar
1.172 milljörðum króna í lok
mars síðastliðnum og höfðu þá
aukist um 760 milljarða króna
og nær þrefaldast á tveimur
árum. Það er þetta með debet
og kredit, eignir og skuldir.
9. júní
„ORÐBRAGÐ
FRÚ VALGERÐAR“
Það vakti mikla athygli í fréttum
Stöðvar 2 þennan dag hvað
Björgólfur Guðmundsson fór út í
mikla stórskotaárás á Valgerði
Sverrisdóttur viðskiptaráðherra
eftir að hún lét þau orð falla á
morgunvakt RÚV að „Björgólfs-
feðgar gíni yfir öllu kviku á
markaði og að full ástæða væri
til að staldra við.“
Björgólfur sakaði Valgerði
um að hafa farið „öfugum megin
fram úr“ og að „orðbragð frú Val-
gerðar lýsti framsóknarmönnum
best“.
10. júní
9-FÖLD UMFRAM-
EFTIRSPURN Í BRÉF
MOSAIC FASHIONS
Það var fjórföld umframeftirspurn
fagfjárfesta í bréf Mosaic Fas-
hions í hlutabréfaútboði félags-
ins. En þegar almennir fjárfestar
fengu að bjóða nokkrum dögum
síðar var 8,7 föld umframeftir-
spurn. Segi menn svo að ekki
hafi verið áhugi á þessari bresku
tískukeðju.
Alls óskuðu 2.391 fjárfestar
á Íslandi eftir að kaupa hluti fyrir
samtals 10,7 milljarða króna
að söluvirði en í boði voru hins
vegar nýir hlutir að söluvirði
1.200 milljónir króna. Fjárfestar
fengu því talsvert minna hlutafé
en þeir skráðu sig fyrir.
11. júní
KAUPIN Á STERLING
SKÓLABÓKARDÆMI
Hún var skemmtileg fréttin í
Morgunblaðinu um að kaup
þeirra Pálma Haraldssonar og
Jóhannesar Kristinssonar á flug-
félaginu Sterling sé orðið að
sérstöku rannsóknarverkefni við
Viðskiptaháskólann í Kaupmanna-
höfn.
Tveir íslenskir stúdentar við
skólann, Bergur Þ. Gunnþórsson
og Guðrún Björg Brynjólfsdóttir,
vinna að verkefninu. Þau segjast
hafa valið þetta verkefni því þau
telji að í fæðingu sé stórveldi á
flugmarkaði.
13. júní
OG FJARSKIPTI
GAGNRÝNA
KAUPHÖLLINA
Og fjarskipti sendu frá sér tilkynn-
ingu þennan dag þar sem þau
gagnrýndu vinnubrögð Kauphall-
arinnar og sögðu þau ekki hafa
verið fullnægjandi í máli sem
snerist um birtingu úrvalsvísitölu
Björgólfur Guðmundsson. „Frú
Valgerður fór öfugum megin
fram úr“.
Valgerður Sverrisdóttir.