Frjáls verslun - 01.05.2005, Blaðsíða 28
28 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5
Ingibjörg S. Pálmadóttir innanhússarkitekt situr í stjórn Baugs, Stoða og Þyrpingar en hún er stór hluthafi í þessum fyrirtækjum. Hún er auk þess stjórnarformaður Kynningarmiðstöðvar íslenskrar
myndlistar. Þá er hún eigandi 101 hótels og eignarhaldsfélagsins
ISP og hefur í gegnum það fjárfest í ýmsu.
101 hótel var opnað fyrir tveimur árum en Ingibjörg hannaði
hótelið þar sem má finna bæði veitingastað og bar. Þess má geta
að sama ár veitti Þróunarfélag miðborgarinnar Ingibjörgu viðurkenn-
ingu fyrir framlag hennar til þróunar og uppbyggingar í miðborg
Reykjavíkur.
,,101 hótel er svonefnt ,,butique-hótel“ en þau hótel eru lítil og
hótelgestir finna fyrir vissu andrúmslofti eða stemmningu. Þar er líka
lagt upp úr gæðum.“
Ingibjörg er dóttir Pálma heitins Jónssonar sem stofnaði
Hagkaup. Hún var ekki há í loftinu þegar hún fór að vinna hjá föður
sínum.
,,Það var gaman að alast upp í þessu verslunarumhverfi. Það
var skapandi og mikið að gerast. Þegar ég var yngri var fyrirtækið
að fara í gegnum svipað ferli og íslenskt viðskiptalíf er að fara í
gegnum núna. Hagkaup óx svo hratt að pabbi þurfti að hafa sig
allan við til að fylgja því eftir. Það sama er að gerast í viðskipta-
lífinu á Íslandi í dag. Það er búið að gera margt á stuttum tíma;
segja má að íslenskt viðskiptalíf hafi sprungið út. Það sem breytir
líka landslaginu er að mörg fyrirtæki eru farin að stunda viðskipti
erlendis.“ Ingibjörg segir að vegna þessa hafi breska verslunar-
keðjan Mosaic Fashions verið skráð í Kauphöll Íslands. Það er
erlent fyrirtæki þótt Baugur og Kaupþing eigi meirihlutann í því.
,,Það er líklegt að fleiri erlend fyrirtæki muni fylgja í kjölfarið.“
INGIBJÖRG S. PÁLMADÓTTIR
FJÁRFESTIR OG EIGANDI 101 HÓTEL
Ingibjörg Pálmadóttir, fjárfestir og eigandi 101 hótel. ,,Það er búið að gera margt á
stuttum tíma; segja má að íslenskt viðskiptalíf hafi sprungið út.“
„Visst
andrúmsloft
og stemmning
og lagt upp úr
gæðum.“
ÁHRIFA
MESTU 10ÁHRIFAMESTU 10