Frjáls verslun - 01.05.2005, Síða 144
144 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5
L ýsing hf. er leiðandi fyrirtæki í fjármögnun atvinnutækja á Íslandi en fyrirtækið fjár-magnar atvinnutæki fyrirtækja og einstak-
linga í atvinnurekstri, auk þess að fjármagna
einkabíla fyrir einstaklinga,“ segir Guðríður
Ólafsdóttir, yfirmaður útlánasviðs Lýsingar.
„Atvinnutæki geta verið margvísleg og sem
dæmi úr þeirri flóru sem við höfum fjármagnað
má nefna ólík atvinnutæki eins og eftirlíkingu
af Stradivarius-fiðlu sem næst kemst hinum
einstaka hljómburði frumgerðarinnar og svo
risabora ítalska verktakafyrirtækisins Impreg-
ilo sem notaðir eru við Kárahnjúkavirkjun. Við
fengum einmitt eiganda fiðlunnar, fiðluleikarann
Hjörleif Valsson, til þess að leika á hljóðfærið í
aðkomugöngum 2 og 3 við Kárahnjúkavirkjun
en gengið var frá fjármögnun þessara atvinnu-
tækja um svipað leyti í fyrravor, m.a. til þess að
vekja athygli á fjölbreytninni í atvinnutækjum,
og vakti það mikla lukku.“
Hún segir að ráðgjafar Lýsingar leggi
metnað sinn í að veita viðskiptavinum
faglega ráðgjöf, skjóta og góða þjónustu.
„Lýsing býður upp á fjórar mismunandi
leiðir í fjármögnun atvinnutækja en þær
eru: Fjármögnunarleiga, kaupleiga, rekstr-
arleiga og jafngreiðslulán.
Við lítum á okkur sem þjónustufyrir-
tæki og starfsfólk kappkostar að hafa
hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi.
Kannanir hafa sýnt að viðskiptavinir eru
ánægðir með þjónustu Lýsingar og gefa
henni hæstu einkunn. Við sníðum lausnir
fyrir stóra sem smáa og stefnum ávallt að
langtímaviðskiptum sem byggja á trausti,
þar sem til verður þekking á þörfum og
aðstæðum viðskiptavina okkar og við
getum þá þjónað sem best. Við búum að
langri reynslu og höfum sveigjanleika og
hraða þjónustu að markmiði.“
Guðríður Ólafsdóttir, yfirmaður útlánasviðs Lýsingar hf., segir konur oft halda utan um rekstur og fjármál smærri fyrirtækja sem skráð eru á
eiginmenn þeirra í ýmsum iðngreinum. „Ég hef á tilfinningunni að konur séu þar meira ráðandi en opinberar tölur segja til um.“
Fjármagnar alla
flóru atvinnutækja
LÝSING
Flóra atvinnutækja er fjölbreytt.
Þau geta verið allt frá fiskflök-
unarvélum, fiðlum og líkams-
ræktartækjum til vinnuvéla og
risabora. Lýsing hf. er leiðandi
fyrirtæki í fjármögnun atvinnu-
tækja á Íslandi.
KYNNING