Frjáls verslun - 01.05.2005, Blaðsíða 98
98 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5
KYNNING
Margir telja að starf innri endurskoðenda snúist eingöngu um tölur og reikningskúnstir en það snýst ekki síður um mann-leg samskipti,“ segir Helga Harðardóttir, forstöðumaður
innri endurskoðunar Símans, og brosir en hún hefur starfað sem lög-
giltur endurskoðandi í 19 ár. „Starfið er bæði skapandi og skemmti-
legt enda hlutverk innri endurskoðandans margþætt en meðal þeirra
er að hafa eftirlit með bókhaldi og fjármunum fyrirtækisins. Ég tók
við þessu starfi í ársbyrjun 2004 og auk mín starfa hér í deildinni þau
Gylfi Jónsson og Inga Ívarsdóttir. Við höfum átt farsælt og ánægju-
legt samstarf við annað starfsfólk Símans en hjá fyrirtækinu starfa á
milli 1100 og 1200 manns í fjölmörgum deildum. Við höfum að leiðar-
ljósi þau gildi sem Síminn stendur fyrir og mótar fyrirtækjamenning-
una, en þau eru traust, heilindi, lipurð, einfaldleiki og eldmóður. Við
leitum, í samstarfi við starfsfólk sem hefur sérþekkingu á sínu sviði,
hagkvæmustu leiða og lausna í rekstri fyrirtækisins og erum oft og
tíðum í hlutverki ráðgefanda.“
Hún segir að viðhorf stjórnenda til innra eftirlits skipti miklu máli.
„Hneykslismál á borð við Enron, WorldCom og Parmalat sýndu
fram á mikilvægi og nauðsyn virks innra eftirlits innan fyrirtækja og
í kjölfarið hafa mörg fyrirtæki skerpt á því. Innra eftirlit á að tryggja
árangur og skilvirkni í starfsemi fyrirtækisins, áreiðanlegar fjárhags-
upplýsingar og að farið sé að gildandi lögum og reglum. Áherslur
í endurskoðun hafa breyst síðustu ár og er meiri áhersla lögð á
áhættugreiningu- og stýringu. Hugsanlegar hættur eru þá greindar
og reynt að stýra þeim þannig að félagið verði ekki fyrir tjóni og að
það nái settum markmiðum. Auk þess höfum við eftirlit með upp-
lýsingakerfum fyrirtækisins,“ segir Helga sem horfir björtum augum
til framtíðar. „Það eru skemmtilegir og spennandi tímar framundan
hjá Símanum enda tengist starfssemi fyrirtækisins örri tækniþróun í
nútímanum.“
SÍMINN
Góð gildi í innri
endurskoðun
Við höfum að leiðarljósi þau
gildi sem Síminn stendur
fyrir og mótar fyrirtækja-
menninguna, en þau eru
traust, heilindi, lipurð, einfald-
leiki og eldmóður.
Helga Harðardóttir, forstöðumaður innri endurskoðunar hjá Sím-
anum, segir starfið ekki síður snúast um mannleg samskipti en tölur.