Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2005, Side 96

Frjáls verslun - 01.05.2005, Side 96
96 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 Hlutverk Kauphallar Íslands hf. er að vera skipulagður vett-vangur fyrir viðskipti á fjármagnsmarkaði með skráningu verðbréfa, rekstri viðskiptakerfis, upplýsingamiðlun og annarri þjónustu við fjármagnsmarkaðinn,“ segir Kristín Rafnar, forstöðumaður skráningarsviðs. „Áhersla er lögð á að auðvelda við- skipti, tryggja fagleg vinnubrögð og styrkja verðmyndun verðbréfa til hagsbóta fyrir fjárfesta, útgefendur og aðra markaðsaðila hér á landi og erlendis. Skráð félög í Kauphöllinni eru nú 33 en fyrstu erlendu félögin voru skráð nýlega og má ætla að fleiri bætist við á næstunni.“ Kristín segir að þótt skráðum félögum hafi fækkað á liðnum mán- uðum þá hafi umsvif í raun aukist mikið. „Veltuaukning viðskipta var 40% á árinu 2004 og úrvalsvísitalan hækkaði um 59% það árið og um 20% á fyrstu fimm mánuðum þessa árs. Markaðsvirði skráðra félaga jókst um 64% á síðasta ári og benda má á að markaðsvirði skráðra félaga er 123% af landsframleiðslu sem er hæsta hlutfall á Norður- löndunum og líklega með því hæsta sem gerist. Til samanburðar er hlutfallið 55% í Noregi, 58% í Danmörku, 105% í Svíþjóð og 111% í Finnlandi. Þá jókst hlutabréfavelta um 111% frá fyrra ári.“ Kristín er nýtekin við starfi forstöðumanns skráningarsviðs en á að baki tveggja áratuga farsælan feril í Landsbankanum, m.a. sem sérfræðingur, útibússtjóri og framkvæmdastjóri. „Ég er viðskiptafræðingur að mennt og lauk MA í þjóðhagfræði og peningamálahagfræði frá Ohio State University. Á skráningar- sviði Kauphallarinnar sjáum við um skráningu verðbréfa, samskipti og þjónustu við útgef- endur skráðra verðbréfa, mót- töku og miðlun frétta og höfum eftirlit með upplýsingaskyldu skráðra félaga.“ En í hvað skyldi hagfræðingurinn eyða frítímanum? „Þeim tíma er vel varið með fjölskyldunni,“ segir Kristín og brosir. „Ég er gift Gunnari Stefánssyni tölfræðingi og saman eigum við tvo syni. Syn- irnir eru góðir sundmenn og stunduðu sundíþróttir lengi. Þeir eru því allnokkrir tímarnir sem við hjónin höfum varið á sundlaugarbökkum undanfarin ár. Á veturna bregðum við fjölskyldan okkur einnig alloft á skíði. Sjálfri finnst mér gott að fara í gönguferð eða leggjast niður með góða bók þegar ég vil slaka á.“ KAUPHÖLL ÍSLANDS HF. Kátt í Kauphöllinni „Skráð félög í Kauphöll- inni eru nú 33 en fyrstu erlendu félögin voru skráð nýlega og má ætla að fleiri bætist við á næstunni.“ Kristín Rafnar, forstö›uma›ur skráningarsvi›s Kauphallar Íslands hf., segir marka›svir›i skrá›ra félaga hafi aukist umtalsvert á sí›asta ári. KYNNING
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.