Frjáls verslun - 01.05.2005, Page 96
96 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5
Hlutverk Kauphallar Íslands hf. er að vera skipulagður vett-vangur fyrir viðskipti á fjármagnsmarkaði með skráningu verðbréfa, rekstri viðskiptakerfis, upplýsingamiðlun og
annarri þjónustu við fjármagnsmarkaðinn,“ segir Kristín Rafnar,
forstöðumaður skráningarsviðs. „Áhersla er lögð á að auðvelda við-
skipti, tryggja fagleg vinnubrögð og styrkja verðmyndun verðbréfa til
hagsbóta fyrir fjárfesta, útgefendur og aðra markaðsaðila hér á landi
og erlendis. Skráð félög í Kauphöllinni eru nú 33 en fyrstu erlendu
félögin voru skráð nýlega og má ætla að fleiri bætist við á næstunni.“
Kristín segir að þótt skráðum félögum hafi fækkað á liðnum mán-
uðum þá hafi umsvif í raun aukist mikið. „Veltuaukning viðskipta var
40% á árinu 2004 og úrvalsvísitalan hækkaði um 59% það árið og um
20% á fyrstu fimm mánuðum þessa árs. Markaðsvirði skráðra félaga
jókst um 64% á síðasta ári og benda má á að markaðsvirði skráðra
félaga er 123% af landsframleiðslu sem er hæsta hlutfall á Norður-
löndunum og líklega með því hæsta sem gerist. Til samanburðar er
hlutfallið 55% í Noregi, 58% í Danmörku, 105% í Svíþjóð og 111% í
Finnlandi. Þá jókst hlutabréfavelta um 111% frá fyrra ári.“
Kristín er nýtekin við starfi forstöðumanns skráningarsviðs en
á að baki tveggja áratuga farsælan feril í Landsbankanum, m.a.
sem sérfræðingur, útibússtjóri
og framkvæmdastjóri. „Ég er
viðskiptafræðingur að mennt
og lauk MA í þjóðhagfræði og
peningamálahagfræði frá Ohio
State University. Á skráningar-
sviði Kauphallarinnar sjáum
við um skráningu verðbréfa,
samskipti og þjónustu við útgef-
endur skráðra verðbréfa, mót-
töku og miðlun frétta og höfum eftirlit með upplýsingaskyldu
skráðra félaga.“
En í hvað skyldi hagfræðingurinn eyða frítímanum? „Þeim tíma
er vel varið með fjölskyldunni,“ segir Kristín og brosir. „Ég er gift
Gunnari Stefánssyni tölfræðingi og saman eigum við tvo syni. Syn-
irnir eru góðir sundmenn og stunduðu sundíþróttir lengi. Þeir eru því
allnokkrir tímarnir sem við hjónin höfum varið á sundlaugarbökkum
undanfarin ár. Á veturna bregðum við fjölskyldan okkur einnig alloft
á skíði. Sjálfri finnst mér gott að fara í gönguferð eða leggjast niður
með góða bók þegar ég vil slaka á.“
KAUPHÖLL ÍSLANDS HF.
Kátt í Kauphöllinni
„Skráð félög í Kauphöll-
inni eru nú 33 en fyrstu
erlendu félögin voru
skráð nýlega og má ætla
að fleiri bætist við á
næstunni.“
Kristín Rafnar, forstö›uma›ur skráningarsvi›s Kauphallar Íslands hf., segir marka›svir›i skrá›ra félaga hafi aukist umtalsvert á sí›asta ári.
KYNNING