Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2005, Síða 146

Frjáls verslun - 01.05.2005, Síða 146
146 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 Það efast fáir um að tískubylgjan í Hollywood er að gera leiknar kvikmyndir eftir teiknimynda- sögum. Á síðustu árum hafa margar teiknimyndahetjur verið vaktar til lífsins á ný og leika nú lausum hala um öngstræti stórborga í dýrum og íburðar- miklum kvikmyndum. Þessi bylgja kemur ekki á óvart þegar haft er í huga að hvergi nýtist hin fullkomna tæknibrelluverk- smiðja í Hollywood eins vel og í kvikmyndum þar sem ævintýrin gerast enn og raunveruleikinn er víðs fjarri. Nýjasta kvikmyndin sem gerð er eftir grafískri skáldsögu er Sin City, sem leikstýrt er af Robert Rodriguez og Frank Miller, en hann er höfundur Sin City skáld- sagnanna. Myndin hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda sem og áhorfenda vestan hafs, en hún var frumsýnd í Bandaríkjunum í apríl og verður tekin til sýningar hér á landi 8. júlí. Þykir hún ekki aðeins spennandi og áhrifamikil heldur er öll framsetning frum- leg og um leið vel heppnuð, þar sem stór hluti myndarinnar er í svart hvítu með þó ýmsum lit- brigðum til áhersluauka. Robert Rodriguez, sem sagði sig úr leikstjórasamtökunum í Hollywood þegar honum var neitað um leyfi til að gera Frank Miller að meðleikstjóra sínum, hefur með Sin City skapað sína best heppnuðu kvikmynd frá því hann gerði El Mariachi (1992), en hana gerði hann áður en hann settist að í Hollywood. Það hefur mátt sjá glitta í snillinginn í síð- ari myndum hans en ávallt hefur vantað herslumuninn. Hefur Rodriguez því fallið í skuggann af vini sínum, Quentin Tarantino. Með Sin City minnkar hann bilið á milli þeirra þó ekki nái hann sömu hæðum og Tarantino hefur náð (Tarantino leikstýrir einu stuttu atriði í Sin City). Frank Miller hafði lengi starfað hjá Marvel teiknimynda- fyrirtækinu við ýmsar teikni- myndaseríur áður en hann skap- aði Sin City seríuna. Hafði hann að leiðarljósi að persónur sínar væru engar ofurhetjur og að um sakamálasögu væri að ræða. Tókst honum vel upp og eru Sin City bækurnar í miklu uppáhaldi hjá fjölmörgum aðdáendum graf- ískra skáldsagna. Þess má svo geta að ekkert sérstakt handrit var skrifað fyrir Sin City, heldur var notast við texta í þremur bókum Millers. Hættuleg borg Sin City er engin venjuleg borg. Harkan er í fyrirrúmi, persónur eru upp til hópa spilltar og bera fortíðina á herðum sér. Utanaðkomandi myndi kalla borgina dökka og óvinveitta. Þeir sem þar búa kalla hana heimili sitt. Í borg- inni er hægt að finna allar þær persónur sem við þekkjum úr neðanjarðarstarfsemi stórborg- anna. Þarna eru þó einnig mann- eskjur sem eru að reyna að gera rétt í borg sem er sama um orð- spor sitt. Það eru sögur þeirra sem sagðar eru í myndinni. Sin City skiptist í þrjá hluta, sem stundum tvinnast saman. Í einni sögunni segir frá Marv (Mickey Rourke), miklum töffara, sem hefur alið aldur sinn í skuggahverfum borgarinnar. Kvöld eitt hittir hann hina fögru Goldie (Jamie King) og verður ástfanginn. Sú sæla stendur ekki lengi þar sem Goldie er myrt á heimili hans. Marv er sorgbitinn og í hefndarhug og eins gott að verða ekki á vegi hans. KVIKMYNDIR TEXTI: HILMAR KARLSSON John Hartigan (Bruce Willis) bjargaði Nancy (Jessica Alba) úr höndum barnamorðingja þegar hún var 11 ára gömul. SYNDABÆLIÐ Dwight (Clive Owen) heldur verndarhendi yfir Gail (Rosario Dawson).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.