Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2005, Side 26

Frjáls verslun - 01.05.2005, Side 26
26 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 L ýsi hf., sem var stofnað árið 1938, hefur sérhæft sig í fram-leiðslu og sölu á þorskalýsi ásamt öðrum fiskolíum. Stærstur hluti framleiðslunnar er fluttur úr landi eða 90%. „Hjá Lýsi hf hefur ávallt verið lögð rík áhersla á vöruþróun og gæða- mál og var fyrirtækið hið fyrsta á Íslandi til að fá vottun á ISO 9002 gæðakerfi. Í dag er stuðst við ISO 9001 gæðakerfi og GMP gæða- kerfi fyrir lyfjaframleiðslu.“ Katrín segir að sóknarfæri fyrirtækisins séu mikil í dag í ljósi mik- illar og jákvæðrar umfjöllunar um ágæti lýsis undanfarin ár. „Helstu markaðir, sem eru í vexti, eru Asía, Bandaríkin og Austur-Evrópa.“ Katrín er iðnrekstrarfræðingur og stundaði nám við Tækniskóla Íslands. Hún hefur komið að rekstri ýmissa fyrirtækja og situr í stjórnum nokkurra fyrirtækja og samtaka s.s. Verslunarráði Íslands, Útflutningsráði og í stjórn Félags kvenna í atvinnurekstri. „Helstu áherslur í starfi mínu eru að marka stefnu þess á hverjum tíma og fá þann góða hóp fólks sem starfar við fyrirtækið til að fram- fylgja stefnunni og ná settum markmiðum.“ Katrín var kosin kona ársins 2005 hjá Félagi kvenna í atvinnu- rekstri. „Það er alltaf ánægjulegt að fá viðurkenningu fyrir verk sín. Hins vegar hefur þetta þýtt ákaflega jákvæða umfjöllun um Lýsi hf. á góðum tíma. Án efa hefur viðurkenningin aukið jákvæða ímynd Lýsis hf. sem þó hefur alla tíð verið mjög góð.“ Um stöðuna í íslensku viðskiptalífi segir Katrín: „Mér finnst staðan í viðskiptalífinu í dag vera talsvert hættuleg. Við horfum á útflutnings- atvinnuvegina þjást verulega, óhagstæðan viðskiptajöfnuð og óraun- hæfa vaxtastefnu sem virðist einvörðungu ýta undir allt of hátt gengi íslensku krónunnar. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að útflutn- ingsatvinnuvegir okkar eru undirstaðan undir flesta aðra atvinnuvegi. Því er okkur nauðsynlegt að hlúa að samkeppnisiðnaði og búa honum það umhverfi sem gerir hann þriflegan.“ KATRÍN PÉTURSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI LÝSIS Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis. „Helstu markaðir, sem eru í vexti, eru Asía, Bandaríkin og Austur-Evrópa.“ Kosin kona ársins 2005 hjá Félagi kvenna í atvinnurekstri ÁHRIFA MESTU 10 TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.