Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Side 56

Frjáls verslun - 01.03.2006, Side 56
56 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 stjórnendur bankans voru trúir því sem þeir lögðu upp með í stefnumótuninni og fylgdu byltingarkenndum hugmyndum alla leið. Nafnaleitin Þegar leitin að nafninu hófst var leitað til Scriptors í Svíþjóð og A&P Árnason hér heima. Það fyrirtæki hefur verið að vinna með íslenskum fyrirtækjum sem hafa verið að skipta um nafn. Þeir voru fengnir til að gera alþjóðlega könnun á nafni fyrir bankann. Haft var í huga að bankinn er norrænn og hefur sín séreinkenni. Hvíta húsið gegndi einnig stóru hlut- verki í nafnaleitinni. „Þegar listinn var stærstur voru hátt í átta hundruð nöfn á honum, segir Birna: „Ákveðinn hópur vann síðan úr nafnalistanum og smátt og smátt minnkaði listinn. Það er nefnilega ekki nóg að finna nafn. Óhemju mikil vinna fer í að „tékka“ nafnið af. Athuga þarf að enginn noti nafnið og athuga verður hvort framburður sé í lagi, hvort heldur meðal Íslendinga eða útlendinga. Þegar kom að lokum nafnaleitar- innar vorum við með sex nöfn, sem voru skoðuð nákvæm- lega, hvort eitthvað gæti komið í veg fyrir notkun þess.“ Sverrir tekur fram að þegar hin mikla starfsemi bankans í útlöndum er höfð í huga þá gengur ekki að vera með íslenskt nafn með íslenskum stöfum, útlendingar þurfa að geta borið nafnið fram eins við. „Glitnir er alíslenskt nafn og þó framburð- urinn geti aldrei orðið eins hjá Íslendingum og útlendingum þá kom í ljós að útlendingar eiga gott með að segja nafnið og kost- urinn við Glitni er að það fer vel í munni hvort sem það er hjá okkur eða þeim þjóðum sem eru í viðskiptum við Glitni.“ Dæmi um framburðinn kom fram í sjónvarpsfréttum þegar fréttamaður bað útlendinga að bera nafnið fram. „Við sem unnið höfðum með nafnið í bankanum vorum mjög ánægð með framburðinn hjá þeim sem spreyttu sig á nafninu. Margir urðu samt til að tjá okkur að framburðurinn hefði ekki verið nógu góður, en þeir hinir sömu voru þá að miða við íslenskan framburð.“ Leyndin var lykilatriði Vitað var að ásjón bankans myndi breytast mjög mikið við nafnbreytinguna og vissulega lá nokkur áhætta í nafnbreyting- unni. Margir voru hrifnir af Íslandsbanka nafninu enda löng saga á bak við það. „Það er engin spurning að Glitnismerkið er mun sterkara og um leið verður ásýnd bankans í heild sterk- ari. Við slepptum ekki alveg tökum á eldra merkinu, í nýja merkinu er enn lykkjan sem vísar til snerpu.“ Hjá Hvíta húsinu var sett í gang mikil vinna við framkvæmd breytinganna: „Við settum upp sjö mismunandi herferðir, svo- kallaðar brandsögur sem voru hluti af rannsóknarferlinu. Þær voru kannaðar rýnihópum í september í fyrra til að fá viðbrögð fólks við mismunandi skilaboðum, að sjálfsögðu án þess að nafn fyrirtækisins væri upplýst enda var það ekki komið þá. Þetta var gert í öllum löndum sem markaðssvæði Glitnis nær til. Þegar kom að því að vinna herferð út frá lyk- illoforði bankans; „Sköpum og fögnum velgengni“, spurðum við 2800 manns hvað þeim dytti í hug þegar þau heyrðu orðið velgengni og komu mörg skemmtileg svör fram í þeirri könnun sem herferðin byggir á. Það er engin spurning að það sem vekur mestu aðdáun við herferðina er hversu vel tókst að leyna henni. Var um sann- kallaðan skyndihernað að ræða, sem kom öllum á óvart þegar árásarmerkið var gefið. „Það er margt hægt að segja um leyndina,“ segir Birna. „Við vorum með fund í Háskólabíói með starfsfólkinu daginn sem breytingin tók gildi og þar fékk ég einmitt þessa spurningu hvernig í ósköpunum gátum við haldið þessu leyndu. Fyrst er að geta þess að við létum alla sem að málinu koma skrifa undir trúnaðareið og skildum engan útundan, allir, starfs- menn bankans, starfsmenn auglýsingastofu og starfsmenn prentsmiðju skrifuðu undir. Við reyndum einnig allt sem við gátum til að hafa fjöldann í lágmarki. Sem dæmi um leyndina get ég nefnt að þeir starfsmenn bankans sem voru að vinna í þessu verkefni voru til húsa í turninum á Kirkjusandi, sem er ekki mikið notaður. Þar voru þeir læstir inni og enginn fékk aðgang að þeim. Allir sem einn héldu trúnaðinn.“ Óvæntar fréttir verða oft stórfréttir Staðreyndin er að fréttir sem koma á óvart vekja ávallt mikið umtal og það verður að segjast að þegar almenningur frétti að Íslandsbanki var ekki lengur til heldur kominn banki sem hét Glitnir þá hafi fátt annað verið rætt þann daginn: „Viku áður en nafnbreytingin varð að veruleika þurfti að taka gamla skiltið niður á Kirkjusandi og þá var ég á nálum um hvort tæk- ist að halda málinu í eigin herbúðum. Við sluppum fyrir horn og náðum að afhjúpa merkið i Háskólabíói með öllum starfs- mönnum bankans bæði innlendum og útlendum, sem komu til að taka þátt í þessu með okkur. Þess ber að geta að ekki var eingöngu verið að taka skilti niður og setja upp önnur hér A U G L Ý S I N G A M Á L Þessar auglýsingar voru komnar á strætisvagnaskýli áður en sjálf herferðin fór í gang og undruðust sjálfsagt margir reiknikunnáttu aðstandenda aug- lýsingarinnar, en tilgangurinn er að sýna fram á nú bera átta fyrirtæki, sem hétu hvert sínu nafni, eitt nafn, Glitnir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.