Frjáls verslun - 01.03.2006, Side 57
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 57
á landi. Þetta var gert á sama tíma í Þrándheimi, Álasundi,
Osló, Kaupmannahöfn, London og Luxemborg.
Það er engin spurning að sú leið sem við fórum er
leið áhættunnar, en við vildum ná sem mestum árangri á
skömmum tíma og fimm dögum seinna voru 97% landsmanna
komnir með nafnið á hreint.“
Hvernig var svo fyrir starfsfólk bankans að mæta á „nýjan“
vinnustað: „Það er óhætt að segja að margt hafi komið á
óvart þegar það mætti í vinnu eftir nafnbreytinguna,.rauði
liturinn var alls staðar, ný bréfsefni og flestir nauðsynlegir
smáhlutir nýir, meira að segja var búið að taka allar kaffikrús-
irnar og setja nýjar inn með réttu nafni og allir voru komnir
með nýtt netfang. Þá er gaman er að segja frá útlendingunum
sem komu á fundinn í Háskólabíói. Undrun þeirra var mikil
á fundinum og ekki var hún minni þegar þeir komu út og
fóru í bæinn og sáu skilti með nýja nafninu í Lækjargötunni
og strætó keyra framhjá með auglýsingar um nýtt nafn á vagn-
inum. Þeir áttu ekki orð.“
Kostnaðurinn minni en sýnist
Markaðs- og auglýsingaherferð af þeirri stærðargráðu sem
Glitnis herferðin er kostar mikið og Birna er spurð hvort um
ótakmarkað fjármagn hafi verið að ræða: „Nei, nei, við vorum
með kostnaðaráætlun sem hafði verið samþykkt af stjórn
bankans. Kostnaðurinn er samt ekki eins mikill og hann lítur
út fyrir að vera. Áður en breytingin kom til hafði verið passað
upp á að prenta eins lítið og hægt var með gamla nafninu
þannig að það þurfti hvort eð er að fara að prenta og ýmislegt
annað hafði verið tekið með í reikninginn, sem dró úr kostn-
aði. Marsmánuður er mikill auglýsingamánuður hjá okkur og
fyrirfram ákveðin upphæð kom inn í kostnaðinn við breyting-
una, en umframkostnaður liggur einhvers staðar í kringum 150
milljónir.“
Sverrir tekur fram að dýrasti hlutinn í framleiðslunni hafi
verið sjónvarpsauglýsingin. Saga Film var kallað til og topp-
fólk þar á bæ fengið til starfsins. Eins og ávallt í stórum auglýs-
ingaherferðum voru gefnir út bæklingar og auglýsingar settar
á skýli, strætó og í blöð. Það sem vakti einna mest athygli í
auglýsingaherferðinni var geisladiskur. Þegar pósturinn var
sóttur einn daginn kom í ljós að í honum var meðal annars
geisladiskur með níu lögum fluttum af þekktum listamönnum
í íslenskri dægurtónlist. Ekki amalegt það og víst er að að á
mörgum heimilum hefur síðan mátt heyra Bubba syngja Ástin
mín, Sálina hans Jóns míns syngja Undir þínum áhrifum og
Mugison flytja, á sinn sérstaka hátt, Murr, Murr, svo þrjú lög
séu nefnd. Sú hugmynd að gefa út geislaplötu í auglýsinga-
skyni er ekki ný af nálinni þó ekki sé það algengt hér á landi.
Erlendis er þetta algengt og þarf ekki annað en að fara í næstu
bókabúð og kíkja í blaðahilluna til að sjá dæmi um slíkt. Óneit-
anlega er það samt skemmtilegt að inn á milli gluggaumslag-
anna í póstinum skuli hafa verið rauður gleðigjafi.
Sverrir segir aðspurður að hann muni ekki eftir stærri herferð
hjá Hvíta húsinu. Undirbúningurinn hafi verið mjög langur,
en þegar kom að því að gera hlutina þá var gefið í og unnið af
miklum krafti
„Allt gekk upp. Einu leiðindin eru þau að á sama tíma og við
erum að setja herferðina okkar af stað fréttum við af herferð
í Noregi með myndmáli; grafi á myndum líkt og okkar herferð.
Þetta er ótrúleg tilviljun og var því slegið upp að við værum
að stæla norsku herferðina, sem er algjör vitleysa. Það mundi
aldrei hvarfla að okkur að fara að líkja eftir einhverri annarri
auglýsingaherferð. Við vorum búnir að vinna mánuðum saman
og í mikilli leynd að okkar herferð áður en sú norska fór af
stað, um viku áður en við fórum af stað með undanfarana hér
heima. Það er leiðinlegt að þetta skyldi gerast og okkur er alls
ekki sama. Tilviljunin er ótrúleg og þessi tilviljun var okkur
í óhag. Ég held að allir sem gera sér grein fyrir umfangi her-
ferðar okkar sjái að óhugsandi er að við höfum stælt þá norsku
á síðustu dögunum áður en við förum af stað.“
Birna viðurkennir að dálítið hik hafi komið á þau þegar
fréttir bárust af norsku herferðinni: „Það var of seint að
hætta við eða gera einhverjar róttækar breytingar þannig að
við héldum okkar striki og keyrðum áfram. Við breyttum að
vísu aðeins herferðinni í Noregi. Það var ekki hægt að keyra
hana á sama hátt og annars staðar. Við þá sem vilja halda því
fram að um eftiröpun hafi verið að ræða getum við sagt, að
þegar við fórum af stað með fimm herferðir í upphafi til að
prufa okkur áfram þá var ein herferðin sú, sem við ákváðum
að nota í lokin. Hún var könnuð í Noregi sem og annars
staðar síðasta haust. Hvort þeir sem stjórnuðu norsku her-
ferðinni hafi eitthvað vitað um hugmyndir okkar vitum við
ekki. Hvað um það, ef um tilviljun er að ræða kom hún
aðeins við okkur, en hefur ekkert með framhaldið að segja.
Við erum ákaflega ánægð með hvernig tekist hefur og
stefnum ótrauð áfram á sömu braut í kynningarmálum okkar,
nóg er framundan á þeim vettvangi, hér á landi sem og í
útlöndum.“
A U G L Ý S I N G A M Á L
Hugmyndin að herferðinni eins og
hún var sýnd í rýnihópum á Íslandi,
í Noregi, London og Luxemborg í
september 2005.
Þessar tillögur voru sendar út í september