Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Page 65

Frjáls verslun - 01.03.2006, Page 65
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 65 mennirnir sem keyra það áfram að vinna meira heldur en hitt. Ég veit ekki um neitt annað fyrirtæki sem er eins ákaft og hefur svona marga drifkrafta eins og Microsoft. Allt fólkið innan fyrirtækisins hefur gíf- urlega góða þekkingu á sínu sviði og er vel inni í því sem það er að gera. Það eru allir að skila 100 prósent plús vinnu þannig að umhverfið er mjög uppörvandi. Ég held að það séu gríðarleg verðmæti innan Microsoft í fólkinu einu og sér. Sennilega er það eitt af því sem hefur gert fyrirtækið svo árangursríkt í gegnum árin, þar sem einstak- lingarnir hafa verið tilbúnir að axla ábyrgð, ryðja veginn og gefið mikið af sér,“ útskýrir Halldór og aðspurður um hvort hann sé í draumastarfinu svarar hann: „Tækifærin eru næg innan fyrirtækisins og ávallt hægt að finna stöður sem halda áfram að bæta í safn reynslu og þroska hvers og eins. Breytingar eru hins vegar ekki alltaf spurning um einstaklingsframa heldur einnig persónuleg. Draumastaðan getur farið eftir því hvar fólk er statt í þróun- arferlinu og forgangsröðun tengdra þátta. Þetta fer hreinlega eftir því hvað knýr mann áfram hverju sinni. Stundum gæti ég vel hugsað mér að vinna 9-5 og vera heima á hverju kvöldi. Ég gæti líka orðið fljótt leiður á því en þetta er svona annaðhvort í ökkla í eyra, stundum er ég tilbúinn að hætta en tek þá smáhvíld og þá líða ekki margir dagar þar til ég er kominn á fullt aftur en það fer að sjálfsögðu eftir því hvernig ég er inn- stilltur persónulega. Þetta er orðin rútína hjá mér að hlaupa á næsta flugvöll, tékka inn á næsta hótel og einhvern veginn venst maður þessu en ég átta mig á því að í lengd- ina getur þetta tekið á.“ Hleður batteríin á skíðum „Það kemur fyrir að ég á frítíma, en á þeim tíma ársins þegar mikið er að gera eins og núna, þá er ég kannski að meðaltali einu sinni í viku heima hjá mér í München. Fjárhagsárinu hjá okkur lýkur síðasta dag júnímánaðar þannig að við erum núna á öðrum árshelm- ingi og þá er tvennt að gerast; við þurfum að keyra viðskiptin áfram þannig að við náum settum markmiðum og á hinn bóg- inn erum við komin í skipulagsferlið fyrir næsta ár þannig að maður er bæði að fram- kvæma og skipuleggja. Hjá mér og í raun um alla Evrópu er oft mesta andrýmið í júlí og ágúst og þá helst tækifæri til að ferðast og hlaða batteríin,“ lýsir Halldór. Halldór býr í München ásamt konu sinni, Katrínu Guðmundsdóttur, og tveimur dætrum þeirra, Dórótheu 11 ára og Ísabellu 4 ára. „Ég verð að viðurkenna að í fyrsta lagi á ég mjög skilningsríka eiginkonu og í öðru lagi eru börnin orðin vön því að ég sé ekki heima og konan jafnvel líka. En við förum í góð frí og gefum okkur tíma í það. Allir í fjölskyldunni eiga skíði þannig að München er góður staður að því leyti, maður hoppar bara upp í bíl, keyrir á næsta skíðasvæði og rennir sér allan daginn. Ég hef fullt af öðrum áhugamálum, en ég hef ekki tíma fyrir þau núna. Síðustu árin hef ég tekið mér frí um áramót og fyrstu vikuna í janúar til að fara á skíði með fjöl- skyldunni. Við erum líka alltaf bundinn af skólafríum hjá stelpunum og þá reynum við að gera eitthvað saman. Við höfum gaman af að búa í Mið-Evrópu því að þar er stutt að ferðast til að sjá mismunandi menningu og við höfum verið dugleg við það. Eldri dóttirin hefur til að mynda komið til 23 landa.“ Íslenskir samstarfsaðilar verðlaunaðir Halldór brá sér hingað heim í byrjun mars í viðskiptaerindum og heimsótti tvo íslenska samstarfsaðila Microsoft sem skarað hafa fram úr. „Fyrirtækið Maritech hefur náð frá- bærum árangri með WiseFish-lausnina og Landsteinar Strengur hefur þróað búðar- kerfið LS Retail sem þeir selja út um allan heim. Þessi tvö fyrirtæki hafa sýnt frábæran árangur og byggja þetta á viðskiptalausnum okkar. Landsteinar Strengur er í raun einn af topp 20 samstarfsaðilum okkar í Evrópu. Aðferðafræði þeirra er ákaflega aðlaðandi því þeir vinna með samstarfsaðilum á svip- aðan hátt og Microsoft gerir með því að selja ekki beint heldur virkja samstarfs- aðila til að ná miklu betri dreifingu. Þeir eru sérstaklega gott dæmi um það hvernig samstarfsaðilar okkar geta náð afburða árangri. Þetta er íslensk innanlandsfram- leiðsla, vöruþróun sem er hluti af framtíð- inni og vex í skrefum. Gífurleg virðing er borin fyrir því hvaða árangri þeir hafa náð á alþjóðlegum vettvangi með Axapta og Navision. Markaðshlutdeild hér er mikil og ekki mörg virkilega stór fyrirtæki. Það er mikilvægt fyrir þennan iðnað á Íslandi að hafa aðgang að sem mestum möguleikum til að þróa lausnir, hvort sem það er fyrir einkageirann eða opinbera aðila. Þannig geta vörur þróast og náð styrkleika til mark- aðssetningar erlendis og skapað auð.“ Efnahagsundur á Íslandi Það verður ekki hjá því komist að efnahagslífið á Íslandi og útrás Íslendinga berist í tal og Halldór hefur sitt að segja um það. Það er greinilega í gangi eins konar efna- hagsundur hér á Íslandi. Ég hef ákveðnar skoðanir á því sem ég vil ekki tíunda hér. Í fyrsta lagi finnst mér þessi árangur mjög aðdáunarverður en að sama skapi er þessi vöxtur í þjóðfélaginu gríðarlega mikill. Það eina sem ég get sagt er að ég vona svo sannarlega að ef komi til niðursveiflu verði það mjúk lending fyrir alla. Ég vinn með mörgum Dönum og ég er stöðugt spurður hvaðan peningarnir komi og hvernig þetta sé hægt. Þeir eru áhugasamir en áhyggju- fullir yfir þessari þróun,“ segir Halldór og bætir í lok samræðnanna við einni skemmti- sögu af aðstæðum sem hann lenti í á flug- velli á dögunum: „Þessi útrás Íslendinga barst einmitt í tal á flugvelli um daginn en þar hitti ég mann sem var mjög áhugasamur um þróun mála. Það hefur verið mikill snjór og frosthörkur síðan í desember í Þýskalandi, en ég sagði manninum að hér á landi væri enginn snjór. Við urðum sammála um að sennilega væri það vegna ofhitnunar í íslensku efnahagslífi sem snjórinn héldist ekki hér á landi.“ Microsoft er skemmtilega laust við formlegheit og er sífellt að nýta eigin tækni við að gera öll samskipti fljótari og skilvirkari. S T J Ó R N U N
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.