Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Page 71

Frjáls verslun - 01.03.2006, Page 71
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 71 loforð um hvað þeir hyggjast leggja til starfsins. Ef ekki liggja fyrir allar upplýs- ingar reyna aðilar að geta í eyðurnar til að fá fyllri mynd af stöðunni. MÓTUN Í UPPHAFI STARFS: Þegar starfs- maður hefur verið ráðinn er sálræni samningurinn ófullgerður og því halda starfsmenn áfram upplýsingaöflun til að auka skilning á sambandinu milli þeirra og atvinnurekandans. Þessar upplýsingar geta þeir til dæmis fengið í gegnum sam- starfsmenn og stjórnendur. Starfsmenn fá þannig fyllri mynd af því hvers þeir mega vænta af vinnuveitandanum og hvers hann væntir af þeim. Efni sálræna samningsins er því mjög háð því hvaða upplýsingar og skilaboð starfsmenn fá í upphafi starfs síns þegar sálræni samningurinn er að mótast. SEINNI REYNSLA: Þegar starfsmenn hafa starfað hjá fyrirtæki í nokkurn tíma minnkar þörf þeirra fyrir upplýsingar og sál- ræni samningurinn hefur náð fullri mótun. Hegðun á vinnustað er löguð að ramma þess samnings sem þeir telja sig hafa gert. Mat þeirra á sálræna samningnum verður stöðugt og reynslan leiðir í ljós hversu vel eða illa fyrirtækið stendur við sinn hluta samningsins. Sálrænn samningur starfsmanna, sem hafa unnið lengi hjá sama atvinnurekanda, er fullmótaður. Þeir eiga því oft erfiðara með að laga sig að breytingum innan fyrir- tækja en starfsmenn sem ráðnir eru eftir breytingar. Nýju starfsmennirnir hafa ekki nein eldri viðmið sem þeir þurfa að breyta. Við breytingar þarf fyrirtæki að taka tillit til sálræns samnings starfsmanna og fá þá til að samþykkja breytingar á samningnum. Hvati starfsmanns til að breyta samningi er að hann sjái tækifæri eða einhverja umbun með nýju fyrirkomulagi. Brot á sálræna samningnum Það er sammerkt með atvinnurekendum og starfsmönnum að þeir hugsa sjaldnast út í sálræna samninginn fyrr en ákvæði hans eru ekki uppfyllt eða brotið er í bága við þau. Brot á honum eru fremur algeng og eru afleiðingarnar í flestum tilvikum mjög neikvæðar. Þegar brot á sér stað upplifa starfsmenn það oftast nær sem óréttlæti í sinn garð og að loforð, sem ekki eru efnd, muni hafa áhrif á velgengi þeirra og framþróun innan fyrir- tækisins. Þeim finnst þeir hafa verið blekktir og jafnvel sviknir og tilfinningar á borð við reiði, pirring, fjandskap og vonbrigði eru meðal þess sem gerir vart við sig. Meðal þekktra afleiðinga fyrir fyrirtækið eru minni starfsánægja starfsmanna, aukin starfsmannavelta og minni tryggð starfs- manna við fyrirtækið. Neikvæðar afleið- ingar brots á samningi leiða ekki einungis til vonbrigða starfsfólksins heldur geta bein- línis verið skaðlegar fyrir fyrirtækið þegar SÁLRÆNI SAMNINGURINN starfsmenn leggja sig ekki eins mikið fram og áður, minnka jafnvel afköst og koma þannig í veg fyrir hámarksárangur. Á sama hátt leiðir brot starfsmanns á samningnum til brostinna væntinga vinnu- veitanda og getur jafnvel leitt til sam- starfsörðugleika þeirra á milli. Skýr skilaboð Ein leið til þess að minnka líkur á misskiln- ingi við myndun á sálræna samningnum er að leggja áherslu á opin og heiðarleg sam- skipti strax í ráðningarferlinu. Með raun- hæfum upplýsingum um starfið og starfs- umhverfið ásamt því að vera meðvitaðir um þau skilaboð sem fyrirtækið gefur frá sér geta vinnuveitendur dregið úr líkum þess að starfsmönnum finnist loforð hafa verið svikin og að brestir verði á sálræna samningnum. Reynslan hefur sýnt að minni líkur eru á því að starfsfólk, sem fær raunhæfar upp- lýsingar í atvinnuviðtölum, dragi sig út úr ráðningarferlinu og/eða hætti hjá fyrirtæk- inu seinna meir, séu þeir ráðnir. Með þetta í huga er ekki úr vegi að fyr- irtæki taki ráðningaferli sitt til skoðunar og geri úttekt á því hvort umsækjendur meðtaki rétt upplýsingarnar sem þar eru gefnar og hvort þær gefi raunhæfa mynd af því sem koma skal. Þá er nauðsynlegt að raunhæf upplýsingagjöf haldi áfram eftir að einstaklingar hafa hafið störf. Með því að hafa þetta í huga aukast líkur þess að hægt sé að laða fram hámarksárangur starfsfólks, sem er bæði starfsfólki og fyr- irtæki til góða. Sálræni samningurinn felur í sér væntingar starfsmanna til atvinnurekenda sem byggj- ast meðal annars á stærð fyrirtækisins, starfsemi þess, ímynd og orðspori. Starfsmenn fá þannig fyllri mynd af því hvers þeir mega vænta af vinnuveitand- anum og hvers hann væntir af þeim. Efni sálræna samn- ingsins er mjög háð því hvaða upplýsingar og skila- boð starfsmenn fá í upphafi starfs síns. S T J Ó R N U N Framlag starfsmanns • Færni og kunnátta • Skuldbinding • Afköst • Trygg› • Tími Framlag atvinnurekanda • Samkeppnishæf laun • Áhugaver› verkefni • Framgangur í starfi • Hrós • Fyrirtækjamenning Sálrænir samningar myndast í nokkrum skrefum og ýmsir aðilar geta haft áhrif á myndun þeirra:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.