Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 22

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 22
22 Æ G I S V I Ð TA L I Ð það reyna í nokkur ár að fiska nánast frjálst við Ís- land og sjá til hvers það leiddi. Telja menn virkilega rétt að hætta lífsbjörg okkar með slíkum hætti og standa síðan frammi fyrir því að hafa eyðilagt hana eða skemmt til lengri tíma? Það er ekkert grín að missa fiskistofnana niður þannig að þeir verði ekki sjálfbærir. Á það hef ég alltaf lagt mikla áherslu að vernda fiskistofnana við landið og því hef ég varið margar erfiðar ákvarðanir um niðurskurð aflaheim- ilda. Vissulega getum við gagnrýnt Hafrannsókna- stofnunina út og suður, en við vitum að hér er ekki um að um að ræða nákvæm vísindi. En við höfum ekkert betra að styðjast við og verðum því að treysta á vísindamennina og byggja á tillögum þeirra.“ Eigum að standa fast á okkar kröfum - Það eru vissulega blikur á lofti um stöðu einstakra fiskistofna - t.d. kolmunnastofnsins? „Um nýtingu kolmunnastofnsins er ekkert sam- komulag. Nýliðun stofnsins hefur verið mjög góð, en það er allra mat að sóknin í kolmunnann sé mjög ógætileg og hún geti leitt til þess að við eyðileggjum stofninn. En þar mætum við eins og oft áður óbil- gjörnu Evrópusambandi sem vill láta okkur hafa 2- 3% úr stofninum, vegna þess að þetta var það hlut- fall úr stofninum sem við veiddum fyrir 1997. Síðan hafa hins vegar orðið gríðarlega miklar tæknibreyt- ingar, bæði hvað varðar skipin og veiðarfærin. Nú er svo komið að við Íslendingar eru farnir að slá öðrum þjóðum við í tækni og þekkingu á þessum veiðum. Þess vegna getum við ekki með nokkru móti sætt okkur við að fá minna í okkar hlut en það hlutfall sem við höfum að undanförnu verið að veiða úr stofn- inum. Til viðbótar hefur það síðan gerst að verulega mikið magn af kolmunna mælist í íslenskri lögsögu. Í ár mældust 3,5 milljónir tonna í íslenskri lögsögu samanborið við 2,1 milljón tonna í fyrra. Dreifingin á kolmunnanum er því orðin mjög í samræmi við okkar kröfur og veiðihlutfall. Í þessu ljósi tel ég að kröfur okkar um 23% hlut úr kolmunnastofninum séu sanngjarnar. Stjórnvöld mega ekki undir nokkrum kringumstöðum fallast á minni hlutdeild.“ Óskiljanlegur málflutningur Samtaka iðnaðarins - Þú ert mjög harður í andstöðu þinni við fiskveiði- stefnu Evrópusambandsins? „Já, það er ég. Með inngöngu í Evrópusambandið myndum við missa forræðið yfir okkar eigin fiski- stofnum. Það getum við aldrei sætt okkur við. Sjáðu bara hvernig ESB nýtir sína fiskistofna. Það er alltaf látið undan þrýstingi þeirra sem vilja veiða meira og segja að vísindin skipti engu máli. Dæmin tala sínu máli, þar er Norðursjórinn nærtækasta dæmið. Evr- ópusambandið er einfaldlega með allt niður um sig í þessum efnum.“ - Þú átt því ekki von á því að við Íslendingar eig- um eftir að ganga í Evrópusambandið? „Ég vona í það minnsta að ég lifi ekki þann dag.“ - Er að þínu mati allt sem mælir á móti því að Ís- land gangi í Evrópusambandið? „Nei, vissulega getum við haft einhvern hag af því. En við skulum ekki gleyma því að við höfum í dag nánast tollfrjálsan aðgang að mörkuðum ESB með okkar útflutningsvörur. Það er ekki bara þannig að við þurfum á ESB að Hvalaskoðunarbáturinn Elding kemur inn í Reykjavíkurhöfn eftir að hafa flutt hóp erlendra ferðamanna út á Faxaflóa í hvalaskoð- unarferð. „Ég tel að hvalveiðar og hvalaskoðun fari vel saman og hef orðið fyrir vonbrigðum með málflutning Samtaka ferðaþjón- ustunnar í þessu máli,“ segir Kristján í viðtalinu. Fyrir okkur er málflutningur forystu Samtaka iðnaðarins um að við Íslendingar eigum að sækja um um aðild að Evrópusambandinu alveg óskiljanlegar. Ég er mjög ósáttur við þegar menn eru að leigja frá sér kvótann en gera ekki út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.