Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 71

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 71
71 F I S K Ú T F L U T N I N G U R Fiskflutningar á landi hafa stóraukist undanfarin ár. Ástæðan er ósköp einföld; vinnsla á ferskum fiski vex stig af stigi og landflutningarnir svara þeim þörfum. Síðan er það orðið æ sjaldgæfara að bát- arnir landi í heimahöfnum, afl- anum er einfaldlega landað þar sem styst er á miðin og hann er síðan fluttur landleiðina í vinnslustöð. Landflutningar á fiski eru af tvennum toga. Annars vegar flutningar á hráefni frá löndunar- stað til viðkomandi vinnslu og hins vegar flutningar á afurðum í flug eða skip. Gunnar Jónsson hjá Landflutningum-Samskip segir engan vafa leika á því að þessir flutningar hafi stóraukist á und- anförnum misserum og hann seg- ist ekki sjá annað en að þróunin verði áfram í þessa átt. „Mikil ósköp, það er borðleggjandi aukning í þessu. En því má ekki gleyma að hér er ekki bara um þennan svokallaða hvítfisk að ræða. Laxeldið er auðvitað í mikl- um vexti og við greinum verulega aukningu þar. Hráaefnisflutning- arnir eru vissulega mjög árstíða- bundnir. Til dæmis tókum við eftir því að þeir voru með minna móti á fyrstu mánuðum þessa árs. Það hefur greinilega dregið veru- lega úr hráefnisflutningum frá verstöðvum á Snæfellsnesi, en á móti hefur orðið aukning frá Vestfjörðum, t.d. Ísafirði. Aust- firðirnir eru líka í sókn hvað þetta snertir, en það hefur einhver sam- dráttur orðið á Norðurlandi,“ seg- ir Gunnar, en Landflutningar- Samskip eru með fasta 6-8 bíla í þessum fiskflutningum árið um kring. „Við erum yfirleitt alltaf með fulllestaða bíla,“ segir Gunn- ar og upplýsir að fulllestaður bíll og tengivagn sé með rétt tæplega 50 tonna farm. Það segir sig því sjálft að þungaflutningar um ak- vegi landsins hafa stóraukist á undanförnum árum og allir spá því að þeir eigi enn eftir að aukast í takt við aukna spurn eftir fersk- um fiski á erlendum mörkuðum. Bílstjórar fylgja ströngum reglum „Það er auðvitað alveg rétt að hér er um mikið álag á þjóðvegi landsins að ræða, en ég er ekki sammála því að þessu fylgi stór- aukinn hætta í umferðinni. Um- ferðin verður að míu mati aldrei hættulegri en þeir sem í henni eru. Ef allir fylgja settum reglum, þá stafar ekki meiri hætta af þess- ari þungaumferð en umferð minni ökutækja. Ég vil þó taka fram að við vildum sjá alla nýja uppbyggða þjóðvegi með eina og hálfa breidd, en því miður er það ekki alveg raunin. Hjá okkur fylgja bílstjórar í þessum þunga- flutningum mjög ströngum regl- um. Til dæmis er það regla sem okkar bílstjórar fylgja að gefa bíl- um sem á eftir koma merki um framúrakstur ef framundan er hættulaus og greiður vegur,“ seg- ir Gunnar og nefnir að allir bílar hjá Landflutningum-Samskip séu innsiglaðir þannig að ekki sé unnt að keyra þá hraðar en 90 km á klst. Sex til átta bílar hjá Landflutningum-Samskip eru eingöngu í fiskflutningum árið um kring um landið þvert og endilangt. Stórauknir fiskflutningar á þjóðvegunum fyrir töluverða aukningi í útflutn- ingi á svokölluðum flugfiski frá Íslandi. „Þetta hefur auðvitað áhrif að einhverju leyti varðandi stórmarkaðina, en að öðru leyti get ég ekki sagt að útflutningur á fersku fiskflökunum hafi áhrif á okkar veltu.“ Magnús sér fyrir sér töluvert framboð af fiski frá Íslandi á mörkuðunum í Bretlandi á næstu mánuðum og misserum. „Ég tel að fiskverð verði nokkuð stöðugt á næstunni. Það hefur lækkað að undanförnu og ég reikna með að það muni ekki taka miklum breytingum frá því sem nú er á komandi mánuðum. Haustið leggst alls ekki illa í mig, en þó er alveg ljóst að ýsuverðið verður áfram tiltölulega lágt.“ Góð reynsla af Fishgate Fyrir tveimur árum tók Ísberg þátt í uppbyggingu á nýjum ferskfiskmarkaði í Hull, sem nefnist Fishgate. Þetta er mjög tæknivæddur markaður og geng- ur mun lengra en áður hefur þekkst í þessari atvinnugrein í Bretlandi. Magnús segir að mark- aðurinn hafi sannað sig, „en það er með þetta eins og svo margt annað að vissulega er oft erfitt að vera í frumkvöðlastarfsemi. Hóp- urinn sem að verkefninu stendur, er mjög samhentur, við höfum lært margt á þessum tveimur árum og erum reynslunni ríkari. Þjónustustigið við viðskiptavin- ina hefur aukist verulega á sama tíma og fiskverð hefur lækkað. En það er ekki á allt kosið og við teljum að við höfum skapað okk- ur ákveðið forskot sem við ætlum okkur að halda og ég tel því að það sé bjart framundan. Fyrir stuttu fengum við EFSIS vottun á markaðinn okkar í Hull, sem var gríðarlega stór áfangi. Þar með er Fishgate eini gæða- vottaði fiskmarkaðurinn í Bret- landi,“ segir Magnús Guðmunds- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.