Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 64

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 64
64 F I S K Ú T F L U T N I N G U R „Við erum í samstarfi við mörg flugfélög um fragtflutninga, en fyrst og fremst er Flugfélagið Bláfugl að flytja fyrir okkur ferskfisk,“ segir Skúli Skúla- son hjá Flugflutningum í Keflavík. „Við fljúgum daglega með fisk með Bláfugli frá Keflavík til Ed- inborgar í Skotlandi og Kölnar í Þýskalandi. Í þetta flug fara allar tegundir af fiski og stór hluti af þessum fiski fer til ákveðinna móttakenda sem síðan dreifir vör- unni áfram. Magnið er nokkuð árstíðabundið. Minna er um flutninga á sumrin, en á álags- tímum, t.d. fyrir jól og páska, höfum við ekki nægilegt pláss til þess að anna eftirspurn. Þessi markaður hefur klárlega verið að vaxa, en ég geri mér ekki grein fyrir því hversu stór hann er. Í fyrra var þéttur vöxtur í þessu og mér heyrist á framleiðendum að þeir spái því að sjófrystingin muni minnka á næstunni en að sama skapi verði aukning í út- flutningi á ferska fiskinum. Verð- in eru betri fyrir ferska fiskinn nú um stundir og þá færa menn sig í auknum mæli yfir í hann,“ segir Skúli Cork á Írlandi bætist við í áætlun Bláfugls Skúli segir að með flugi Bláfugls til Edinborgar, Kölnar og Luxem- borgar tengist þessi flutningar gríðarlega sterku flutninganeti sem geri það að verkum að auð- velt sé að flytja fiskinn áfram til annarra áfangastaða. Í lok septem- ber breyttist áætlun Bláfugls í þá veru að þá fór félagið að fljúga til Cork á Írlandi „Við höfum fengið fyrirspurnir um fiskflutninga á Írland og því geri ég ráð fyrir að eitthvað verði um að þangað verði fluttur fiskur, þó svo að það verði kannski aldrei mjög mikið. Á þessu svæði er mikil hefð fyrir fiski, en kvótasamdráttur hefur gert það að verkum að Írarnir eru farnir að horfa í kringum sig með að fá fisk annars staðar frá.“ Standa vel að málum Skúli segir að Íslendingar séu í fremstu röð í útflutningi á fersk- um fiski. Hér séu gerðar meiri kröfur varðandi t.d. hreinlæti og umbúðir. „Við getum síður en svo kvartað yfir því hvernig varan kemur til okkar og að sama skapi leggjum við áherslu á að vel sé að flutningunum staðið. Kaupendur erlendis koma reglulega til Ís- lands til þess að fylgjast með því að við stöndum vel að málum,“ segir Skúli. Tilraunir með fiskflutninga með Air Greenland frá Akureyri Skúli segir að Flugflutningar hafi í samstarfi við útflytjendur á Norðurlandi verið að kanna þann möguleika að flytja ferskan fisk í áætlunarflugi Air Greenland frá Akureyri til Danmerkur, en Air Greenland flýgur milli Akureyrar og Kaupmannahafnar tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtu- dögum. Meðal annars sendi fisk- vinnslufyrirtækið Dalmar ehf. á Dalvík prufusendingu með Air Greenland í byrjun september. Sá fiskur fór áfram frá Kaupmanna- höfn niður á meginland Evrópu. Hjá Dalmar fengust þær upplýs- ingar að flug Air Greenland hafi þótt áhugaverður kostur, enda að- eins 45 mínútna akstur milli Dal- víkur og Akureyrar, í staðinn fyr- ir um sex tíma akstur þegar flytja þarf fiskinn suður á Keflavíkur- flugvöll, og því hafi þótt ástæða til þess að gera tilraun með að flytja ferskan fisk með þessu flugi beint frá Akureyri. Skúli segir að fleiri framleið- endur hafi verið að þreifa sig áfram með flutning á fiski með áætlunarflugi Air Greenland, en of snemmt sé að spá fyrir um hvort þessi flutningsleið festi sig í sessi. Erfitt að spá fyrir um framtíðina Skúli segir erfitt að spá fyrir um hver þróunin verði í útflutningi á ferskum fiski. Þar segir hann að utanaðkomandi aðstæður ráði miklu um. Til dæmis hafi hitarn- ir í Evrópu sl. sumar sett töluvert strik í reikninginn og ekki sé gott að segja hvað framtíðin beri í skauti sér varðandi samkeppni á þessum mörkuðum, t.d. frá Nor- egi. „Ég hef trú á því að vöxtur verði áfram í þessu, en það verður auðvitað bara að koma í ljós,“ segir Skúli Skúlason. Bláfugl flýgur til Bretlands og meginlands Evrópu Í samvinnu við fiskútflytjendur á Norðurlandi hafa Flugflutningar verið að þreifa sig áfram með mögulega fiskútflutning í áætlunar- flugi Air Greenland frá Akureyri til Kaupmannahafnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.