Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 69

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 69
næstu misserum, það fer væntan- lega töluvert eftir því hvort aukn- ing í ýsuveiðinni verður viðvar- andi og markaðurinn bregst við. Ég hef ákveðnar áhyggjur af þessu og það kæmi mér ekki á óvart þótt margir ýsuframleiðendur verði fyrir töluverðum vonbrigð- um með ýsuverðið í vetur.“ Niðursveifla eftir langvarandi góðæri - Í ljósi þessa aukna framboðs af ýsunni, má ekki búast við því að erfitt verði að vinna nýja ýsu- markaði? „Það sem er afgerandi þáttur er verð á vörunni. Staðreyndin er sú að það hefur tekist að vinna nýja markaði fyrir ódýrar vöru. Und- anfarin ár hafa bæði þorskur og ýsa verið dýrar vörur og á sama tíma hafa ódýrari tegundir komið inn á markaðina og náð töluverðri hlutdeild. Íslenskur fiskur hefur verið í háu verði á undanförnum árum og það er mitt mat að verð- ið hafi verið orðið of hátt og því er fiskurinn of dýr valkostur í samkeppni við mun ódýrari teg- undir matvæla. Það má segja að íslenskur fiskur hafi verið í mjög háu verði allar götur frá 1994 og það er í raun ekki fyrr en á þessu ári sem við verðum varir við að mönnum þykir verðlagið of hátt. Ég tel að verðlækkanir á íslensk- um fiski á þessu ári megi skýra að stærstum hluta með því að eftir óvenju langt góðæri sé komin ákveðin niðursveifla. Til viðbótar hafa miklir sumarhitar haft nei- kvæð áhrif á fiskneysluna, en ég geri mér vonir um núna eftir að skólarnir eru aftur komnir í fullan gang aukist neyslan á nýjan leik.“ Heilfrystur þorskur af norsk- um frystitogurum til Kína „Viðskipti með íslenskan fisk eru um þriðjungur af okkar veltu. Við seljum töluvert af svokölluð- um heilfrystum rússaþorski úr Barentshafi til framhaldsvinnslu, fyrst og fremst til Kína og Ný- fundnalands. Þegar ég seldi fyrsta farminn af fiski til Kína fyrir fjór- um, taldi ég nokkuð öruggt að þetta væri bóla sem myndi hjaðna. Ég gerði mér þó ferð til Kína og sá með eigin augum að Kínverjarnir voru þá þegar að standa vel að málum og því var ljóst í mínum huga að kínversk fiskvinnsla kynni að ógna hefð- bundinni frystihúsavinnslu á Ís- landi og víðar. Þetta er að koma á daginn. En Kínverjar geta aldrei keppt við Íslendinga með ferskan flugfisk og í mínum huga er al- veg ljóst að íslensk fiskvinnsla mun leggja æ meiri áherslu á fersku vöruna á næstu árum. Þetta er líka í takt við það sem markaðurinn hér vill. Á einu ári hefur orðið 17% aukning í því sem hér er kallað Chilled Seafood - þ.e. tilbúnir fiskréttir. Á nýjasta verksmiðjuskipi færeyska flotans er brugðist við kröfum markaðar- ins með því að vinna vörurnar samkvæmt óskum kaupenda og það er spurning hvort menn muni færa sig í þessa átt með íslensku frystiskipin. En mér sýnist að flakafrystingin úti á sjó geti að óbreyttu átt í vök að verjast á næstu árum.“ Páll telur að verði viðvarandi verðlækkanir á bolfiskafurðum unnum um borð í íslensku frysti- skipunum, hljóti menn líka að velta því fyrir sér að heilfrysta fiskinn um borð og senda hann þannig til framhaldsvinnslu, t.d. í Kína. „Menn hljóta að horfa á framlegðina af þessum veiðum, hvað fæst fyrir kílóið upp úr sjó. Ég veit dæmi þess að norsk frysti- skip eru farin að heilfrysta bol- fiskinn til framhaldsvinnslu í Kína og ekki kæmi mér á óvart að þróunin verði einnig í þá átt á Íslandi,“ sagði Páll. 69 F I S K Ú T F L U T N I N G U R Í takt við aukinn útflutning á ferskum fiski hefur fyrirtækinu Ísgeli vaxið fiskur um hrygg. Ísgel, sem var stofnað árið 1999 af tveimur konum á Hvammstanga, Fríðu Pálmadóttur og Guðfinnu Ingimarsdótt- ur, hefur frá byrjun lagt mikla áherslu á framleiðslu á svokölluðum gelmottum til kælingar fyrir fiskútflutningsfyrirtæki, rannsóknarstofn- anir og matvælafyrirtæki. Guðfinna segir að gelmotturnar séu um 85% af framleiðslu fyrirtækisins, en einnig framleiðir Ísgel m.a. margnota hita- og kæligelbakstra sem eru settir á eymsli. Þrátt fyrir ungan aldur hefur framleiðsla Ísgels vakið mikla athygli og eftirtekt. Þannig hefur fyrirtækið m.a. fengið viðurkenningu Iðn- tæknistofnunar fyrir brautryðjendastarf. Nýverið flutti Ísgel starfsemi sína frá Hvammstanga til Blönduóss og er þar til húsa að Húnabraut 21. Ísgel hf. á Blönduósi: Aukning í gelmottunum Um þriðjungur veltu Icebrit í Grimsby er af við- skiptum með fersk- an fisk frá Íslandi, sem er fluttur til Bretlands í gámum og flugi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.