Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 62

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 62
62 F I S K Ú T F L U T N I N G U R „Þetta hefur verið nokkuð líf- legt að undanförnu og við höf- um verið að fá ágætt verð fyrir karfann - á bilinu 150-200 krónur fyrir kílóið hérna á markaðnum. Um leið og kóln- aði, undir lok ágúst, tók mark- aðurinn við sér eftir nokkra lægð,“ segir Samúel Hreinsson, aðaleigandi og framkvæmda- stjóri fiskmarkaðarins Íseyjar Fischimport í Bremerhaven í Þýskalandi, en í gegnum þann markað fara um 12 þúsund tonn af fiski á ári, um 70% af honum koma frá Íslandi. Lang- mest af þessum afla er karfi, enda er mikil hefð fyrir neyslu á karfa í Þýskalandi. „Í hitabylgjunni í sumar vorum við þrátt fyrir allt að selja mikið magn - 230-270 tonn í viku. Hins vegar var verðið nokkru lægra en venja er til, eða á bilinu 80-100 krónur fyrir kílóið,“ segir Samúel. Flökunarfyrirtæki Samúel segir að í raun séu ekki nema á bilinu 50-60 aðilar sem flaka karfa í Evrópu, þar af á bil- inu 30-40 í Bremerhaven og Cux- haven. „Það eru engir risar á þess- um markaði, ég myndi skjóta á að sá stærsti, Deutsche See, sé með kannski 15% að jafnaði. Bróður- partur þessara fyrirtækja er fjöl- skyldufyrirtæki. Til dæmis get ég nefnt að eitt slíkt fyrirtæki, sem er að verða hundrað ára, kaupir af okkur sex tonn á dag. Í þessu fyr- irtæki er ekkert annað gert en að flaka karfa,“ segir Samúel, en yfir- leitt eru uppboð á markaðnum í Bremerhaven fjóra daga í viku, frá mánudegi til fimmtudags, og þegar mikið framboð er á fiski eru líka boðið upp á föstudögum. Karfinn er yfirgnæfandi „Karfinn er yfirgnæfandi á mark- aðnum hjá okkur, ég myndi skjóta á að hann sé um 80% af þeim fiski sem fer hér í gegn. Þar á eftir kemur ufsinn. Fyrir Þjóð- verja er karfinn eins og ýsan er heima á Íslandi. Hefðin fyrir neyslu á þessum fiski er afar sterk hér og það á sér sögulegar rætur. Hér á árum áður fiskuðu þýskir sjómenn mikið af karfa á Íslands- miðum, við Færeyjar og Noreg. Fáir eða engir aðrir voru að nýta karfann, sem reyndist geymast vel og var því heppilegur fyrir svo langar siglingar. Karfinn var á þessum tíma ódýr fiskur og Þjóð- verjar komust upp á lagið með að borða hann einu sinni eða tvisvar í viku. Ég borðaði aldrei karfa heima á Íslandi þegar ég var strákur og það hvarflaði varla að nokkrum manni. Ég minnist þess að á neta- bátunum henti maður karfanum sem slæddist í netin. En eftir að ég fór að kynnast eldamennsku á karfanum hérna í Þýskalandi borða ég hann tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Þjóðverjarnir elda karfann eins og við myndum elda mínútusteik. Flakið fer á sjóðandi pönnuna og fitan fer þannig strax úr fiskinum. Með þessu eru borð- aðar soðnar kartöflur og sósur,“ segir Samúel. Karfakílóið á 1.750 krónur út úr búð Karfinn er það dýr í Þýskalandi að hann er fyrst og fremst veit- ingahúsavara, þó svo að hann sé vitaskuld einnig að finna í fisk- borðum í stórmörkuðum. „Ég fer oft í matvörubúðir hérna í Brem- erhaven og fylgist með verðlagn- ingu á karfanum. Til dæmis fór ég á dögunum í verslun Nordsee hérna í göngugötunni í Bremer- Karfinn heldur velli í Þýskalandi - „stöðugur markaður,“ segir framkvæmdastjóri Íseyjar í Bremerhaven „Karfinn er yfirgnæf- andi á markaðnum hjá okkur, ég myndi skjóta á að hann sé um 80% af þeim fiski sem fer hér í gegn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.