Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 26

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 26
26 E F T I R L I T Við undirritun samningsins um EES gengust Íslendingar undir öll ákvæði tilskipunar ESB um hollustuhætti við framleiðslu og markaðssetn- ingu sjávarafurða og skuld- bundu sig jafnframt að taka ákvæðin inn í íslenska löggjöf. Þetta var síðan gert um ára- mótin 1992-1993 þegar ný lög um meðferð sjávarafurða og eftirlit með framleiðslu þeirra gengu í gildi. Ríkismat sjávar- afurða var lagt niður og Fiski- stofa sett á stofn auk þess sem faggildum skoðunarstofum var falið að annast framkvæmd eft- irlitsins. Breyttar áherslur Ljóst er að þegar Ríkismat sjávar- afurða var lagt niður dró stórlega úr beinum afskiptum stjórnvalda af framleiðslu sjávarafurða. Fyrir breytinguna starfaði fjöldi fisk- matsmanna um land allt og var hlutverk þeirra að meta landaðan afla (ferskfiskmat), fylgjast með hreinlæti, búnaði og vinnslu í fiskvinnsluhúsum og að endingu að meta framleiddar afurðir (af- urðamat). Kostnaðurinn við slíkt eftirlit er gífurlegur því eigi það að skila árangri liggur við að þörf sé á stöðugri viðveru eins eftirlits- manns hjá hverjum framleiðanda. Annar galli við slíkt kerfi er að óljóst er hvort framleiðandinn eða eftirlitsaðilinn beri ábyrgð á framleiðslunni. Í 1.gr. laga nr. 55/1998, um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða kemur fram að til- gangur laganna sé að tryggja neytendum að íslenskar sjávaraf- urðir séu heilnæmar, standist settar kröfur um gæði, séu unnar við fullnægjandi hreinlætisað- stæður og að merkingar og upp- lýsingar um þær séu fullnægj- andi. Markmiðið með opinberu eftirliti er fyrst og fremst neyt- endavernd, þ.e. að tryggja að neysla sjávarafurða valdi neytand- anum ekki heilsutjóni og að hann sé ekki vísvitandi blekktur með röngum merkingum eða upplýs- ingum. Að öðru leyti skipta stjórnvöld sér ekki af því hvort gæði vörunnar uppfylli væntingar viðskiptavinarins. Innra eftirlit byggt á HACCP Krafan um að framleiðandinn komi á innra eftirliti, sem byggir á HACCP, með framleiðslu sinni markar tímamót. Með því að við- hafa innra eftirlit og skráningar því samfara á framleiðandinn að geta sannað að hann hafi ástundað góða framleiðsluhætti við fram- leiðsluna komi upp ágreiningur um atriði sem tengjast heilnæmi og öryggi vörunnar. Það er því hans að sanna sakleysi sitt, en ekki ákærandans að sanna sekt hans. Skoðanir skoðunarstofu beinast fyrst og fremst að því að skoða vinnsluumhverfið og innra eftir- litið, en minna að beinni skoðun á hráefni og afurð. Uppfylli fram- leiðndinn settar kröfur fær hann útgefið vinnsluleyfi frá Fiskistofu, sem veitir honum rétt til selja framleiðslu sína til landa innan Evrópska efnahagssvæðisins. Margir eftirlitsaðilar Auk opinberra eftirlitsaðila koma ýmsir einkaaðilar að eftirliti með útfluttum sjávarafurðum. Skoðunarstofa - Samkvæmt kröfum Fiskistofu á skoðunarstofa að heimsækja landvinnslur og vinnsluskip á þriggja mánaða fresti. Skip og báta yfir 10 brúttótonnum á að skoða tvisvar á ári og báta undir 10 brúttótonn- um einu sinni á ári. Fiskistofa - Ef skoðunarstofa hefur gert alvarlegar athugasemd- ir við skoðun er það hlutverk eft- irlitsmanna Fiskistofu að fylgjast með að þessar athugasemdir hafi verið lagfærðar í tíma. Fiskistofa hefur einnig það hlutverk að fylgjast með að skoðunarstofurnar framkvæmi sínar skoðanir á rétt- an hátt og framkvæmir því s.k. samanburðarskoðanir og tvennd- arskoðanir hjá vinnsluleyfishöf- um. Mjög er misjafnt hve margar heimsóknir vinnsluleyfishafar fá frá Fiskistofu. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) Eftirlitsmenn ESA heimsækja Ís- land að jafnaði nokkrum sinnum á ári og fara þá í skoðun í fisk- vinnslufyrirtæki. Tilgangur þess- ara skoðana er að fylgjast með hvort íslensk stjórnvöld uppfylli í einu og öllu skilyrði EES-samn- ingsins. Sölusamtök SH-þjónusta og SÍF starfa fyrir hönd sinna viðskiptavina við skoðanir á afurðum og vinnslum. Erlendar vottunarstofur The British Retail Consortium (BRC) eru samtök smásala í Bret- landi. Um það bil 90% allra smá- sala á Bretlandseyjum eru í þess- um samtökum, allt frá kaup- manninum á horninu til stór- verslana. BRC hefur áhrif á smá- söluverslun á fjölmörgum sviðum m.a. varðandi gæði og öryggi vöru, lagaleg málefni, samskipti við ESB og staðlagerð. Tæplega 40% af öllum mat- vælum sem seld eru á Bret- landseyjum eru seld undir vöru- merkjum ákveðinna smásala. Í langflestum tilvikum eru þessar vörur markaðssettar sem hágæða- vörur og eru í harðri samkeppni við vörur sem seldar eru undir Eftirlit með framleiðslu útfluttra sjávarafurða Dr. Róbert Hlöðversson, tæknistjóri Frumherja hf. -Matvælasviðs, sem áður hét Nýja skoðunarstofan ehf., skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.