Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 31

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 31
31 S K I PA S M Í Ð A R skilgreina þá möguleika sem skapast ef beitt væri sömu aðferð- um hér á landi. Þessari vinnu lauk með útgáfu skýrslunnar „Samkeppnisstaða skipaiðnaðarins - úttekt og tillög- ur.“ Þar er tíundað það sem sýni- lega þarf að bæta úr til að ná full- um jöfnuði við keppinauta okkar og má í því sambandi nefna nið- urfellingu gjalda á greinina svo sem vörugjalda og stimpilgjalda svo að nokkuð sé nefnt. Ennfrem- ur er þar lögð mikil áhersla á að styrkja starfsemi Tryggingadeild- ar útflutningslána til að veita ábyrgðir sem er orðinn einn grundvallarþáttur alþjóðlegra viðskipta. Þær þjóðir, sem ekki veita góða þjónustu á því sviði, ná ekki flugi í alþjóðlegum viðskipt- um. Nú þegar hefur tekist ágæt samvinna við ríkisvaldið um að hrinda helstu tillögunum í fram- kvæmd. Ekki verða þær tíundaðar í þessum línum en gangi þær eft- ir er engum vafa undirorpið að stór skref hafa verið stigin í þá átt að jafna svo stöðu íslensks skipa- iðnaðar að hann ætti af þeim sök- um að geta plummað sig. Hitt er svo annað mál hvort verkefnin, bæði á sviði viðgerða og viðhalds og nýsmíða, verða næg. Full ástæða er til að hafa áhyggjur af viðgerðarþættinum hvað það varðar en ýmsir möguleikar hafa opnast í nýsmíðinni. Nýsmíði fyrir 1,3 milljarða Áður hefur verið drepið á að er- lendar útgerðir leituðu til Íslands um smíði minni fiskiskipa þegar ekki var hægt að komast að í ná- grannalöndunum. Þegar það fór saman við markvissa viðleitni einnar íslensku stöðvarinnar (Ós- eyjar hf.) til að afla sér markaða erlendis kom fljótt í ljós að gagn- kvæmur áhugi var á að semja um smíði skipa. Síðustu átján mánuði hafa verið gerðir sjö smíðasamningar við færeyskar útgerðir. Síðast sömdu Ósey í Hafnarfirði og Skipa- smíðastöðin Þorgeir & Ellert á Akranesi saman um smíði tveggja 340 brúttólesta togskipa sem verða afhent um mitt næsta ár. Andvirði þessara samninga er tæplega 1,3 milljarðar króna. Þessi atburðarás gefur vissulega vísbendingu um að íslenskur skipaiðnaður getur staðist al- þjóðasamkeppni á tilteknum sviðum. Minni fiskiskip, þar sem gerðar eru miklar kröfur um góða aðstöðu, öryggi og bestu veiði- tækni, eru greinilega vænlegur kostur fyrir íslenskar skipasmiðj- ur. Því verður lögð enn meiri áhersla á að ná árangri á þeim af- markaða markaði, bæði hér inn- anlands og erlendis. Hliðargreinar mikilvægar Nútímaskipasmíðar í Norður- og Mið Evrópu hafa þróast á þann veg síðustu árin að skrokkar skip- anna eru smíðaðir í gömlu Aust- antjaldslöndunum. Með því er unnt að halda þeim kostnaði mun lægri en annars. Nærri lætur að þessi hluti sé um fimmtungur af heildarsmíðaverði skipanna og þess vegna mikið starf eftir þegar smíði skrokkanna er lokið. Á móti kemur að við Íslend- ingar höfum aukið hlut okkar í öðrum og dýrari hlutum sem fara í skipin. Nægir þar að nefna tog- spil sem hafa öll verið smíðuð hér á landi í skipin sem fara til Fær- eyja. Þá eru stýrisvélar nú orðið smíðaðar á Íslandi. Vaki/DNG selur mikið af sínum tækjum í þessi skip og síðast en ekki síst aðgerðar- og vinnslulínur þar sem íslensk fyrirtæki standa í farar- broddi í heiminum í dag. Allt eru þetta flókin og dýr tæki sem því aðeins er hægt að hanna og fram- leiða hér á landi að hér eru fyrir- tæki sem standast ströngustu kröfur um gæði og verð. Framtíðin Niðurstaðan er því sú að enda þótt móti blási í þeim geira ís- lensks skipaiðnaðar sem snýr að viðgerðum og viðhaldi, eru ýmsir áhugaverðir möguleikar að skap- ast í nýsmíðinni sem við berum vonandi gæfu til að nýta. Ein- kenni þeirra eru mikil verðmæta- sköpun, sem byggist á tækni og hugviti. Það eru einmitt lykilorð þegar horft er til atvinnugreina sem geta tryggt fyrirtækjum góð- an rekstursgrundvöll og starfs- mönnum góð lífskjör. „Niðurstaðan er því sú að enda þótt móti blási í þeim geira íslensks skipaiðnaðar sem snýr að viðgerðum og viðhaldi, eru ýmsir áhugaverðir möguleikar að skapast í nýsmíðinni...“ Meðal þeirra til- lagna sem var sett fram í skýrslunni „Samkeppnisstaða skipaiðnaðar“ í fyrra var að starf- semi Tryggingasjóðs útflutningslána yrði styrkt til að tryggja áframhald sóknar á erlenda markaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.