Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 75

Ægir - 01.07.2003, Blaðsíða 75
75 F I S K V I N N S L A Gríðarlegur vöxtur í fisk- vinnslu í Kína er farinn að höggva í markaði fyrir íslensk- an fisk bæði í Ameríku og Evr- ópu. Þetta er staðreynd sem menn loka ekki augum lengur fyrir. Kínverjar kaupa heilfrystan bolfisk, sem veidd- ur er í Norður-Atlantshafi eða í Kyrrahafi, flytja hann til Kína og síðan aftur á markaði á Vesturlöndum og í Ameríku. Þar er þessi tvífrysti fiskur boðinn á lægra verði en sam- keppnislöndin hafa verið að bjóða. Þetta kann að hafa í för með sér varanlega verðlækk- un á frystum fiskafurðum. Viðmælendur Ægis eru sam- mála um að nú sé svo komið að hérlend fiskvinnsla þurfi að hafa verulegar áhyggjur af þessari ógn úr austri. En jafnframt felist í þessu ákveðin tækifæri. „Það má segja að við höfum fyrst orðið varir við þessa sam- keppni frá Kína á Bandaríkja- markaði fyrir um tveimur árum þegar við seldum tvífrystan fisk frá Jökli á Raufarhöfn. Þetta framboð á fiski frá Kína kom klárlega róti á markaðinn. Í Evr- ópu finnum við fyrir samkeppn- inni frá Kína á öllum okkar helstu mörkuðum, t.d. Bret- landi, Frakklandi og Þýskalandi, og það á við um allar okkar helstu tegundir; þorsk, ýsu, ufsa og karfa. Þegar Kínverjar komu fyrst með tvífrystan fisk inn á Banda- ríkjamarkað var talað um að þeirra vara væri mjög misjöfn að gæðum og sumir höfðu á orði að þeir myndu aldrei aftur kaupa fisk frá Kína. Á síðustu tveimur árum hefur gæðaeftirlit með fisk- vinnslunni í Kína stóraukist og Kínverjarnir hafa greinilega mik- inn metnað til þess að bæta vör- una í samræmi við óskir kaup- enda,” segir Magnús H. Baldurs- son, sölustjóri hjá Útgerðarfélagi Akureyringa, sem hefur fylgst náið með þróuninni á fiskmörk- uðum í Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu á síðustu misserum og árum. Á leið til Kína Svavar Svavarsson, framleiðslu- stjóri hjá Granda, segist hafa kynnt sér aðstæður í Kína fyrir þremur árum og til standi að fara þangað út aftur í lok október í tengslum við sjávarútvegssýning- una China Fisheries and Seafood Expo. Útflutningsráð skipuleggur þessa ferð í samvinnu við Samtök fiskvinnslustöðva og Kínversk-ís- lenska viðskiptaráðið og er m.a. ætlunin að skoða fiskvinnslufyrir- tæki í Qingdao, Dalian og Shang- hai. „Það er í mínum huga eng- inn vafi á því að fiskvinnslan í Kína er orðin ákveðin ógn við ís- lenska fiskvinnslu. Ég vil hins vegar líta svo á að í þessu felist líka ákveðin tækifæri, t.d. varð- andi vinnslu á uppsjávarfiski. Til dæmis hafa Kínverjarnir flakað kolmunna og þurrkað loðnu. Ég gæti líka alveg séð fyrir mér hugsanlegt samstarf við Kínverja um vinnslu á t.d. Grænlandskarf- anum, sem að óbreyttu borgar sig ekki að vinna hér heima.” Veik fiskvinnsla í Noregi Verulega hriktir í norskri fisk- vinnslu um þessar mundir, sem m.a. má rekja til hraðrar upp- byggingar í fiskvinnslunni í Kína. „Það er margt sem hefur hrjáð norska fiskvinnslu að und- anförnu og samkeppnin frá Kína er eitt af því sem Norðmenn horfa til í þeim efnum. Nú þegar er flutt gríðarlega mikið magn af óunnum fiski frá Noregi til Kína og Norðmenn velta vöngum yfir hvort og þá hvernig sé hægt að draga úr þessum fiskflutningum. Norðmenn hafa verið að byggja upp gríðarstórar frystigeymslur á strönd Norður-Noregs þar sem menn geyma fiskinn og flytja hann síðan áfram til t.d. Kína og Póllands,” segir Jón Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Icelandic Norway, dótturfélags SH í Noregi. „Menn geta ekki horft framhjá því að fiskvinnsla Kínverja er mjög stór ógn við fiskvinnslu bæði á Íslandi og Noregi. Það er umhugsunarvert að Kínverjar skuli geta keypt fisk sem veiddur er í Norður-Atlants- hafi, flutt hann alla leið til Kína og aftur á markaði í Vestur-Evr- ópu, en geti engu að síður boðið hann á lægra verði en samkeppn- islöndin. Við Íslendingar verðum að leggja áfram ríka áherslu á gæðin og að við séum að bjóða einfrystan fisk. Ég tel að það sé okkar styrkur að hafa mjög sterk vörumerki á markaðnum, sem stóru sölusamtökin, SH og SÍF, hafa verið að þróa lengi. Í Noregi eru hins vegar margir smærri að- ilar að selja fiskinn og staða þeirra er veikari þegar takast þarf á við samkeppni eins og frá Kína,” seg- ir Jón Garðar. Ógnun við íslenska fisk- vinnslu „Það er í mínum huga enginn vafi að það sem verið hefur að gerast í Kína í þessum efnum á síðustu Ógnin úr austri Fiskvinnslan í Kína hefur verið í hraðri uppbyggingu á undanförnum árum í norðausturhluta landsins. Viðskiptanefnd á vegum Útflutningsráðs, Samtaka fiskvinnslunnar og Kínversk-íslenska viðskiptaráðsins mun í lok október m.a. heimsækja fiskvinnslufyrirtæki í Shanghai, Qingdao og Dalian.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.