Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2003, Page 64

Ægir - 01.07.2003, Page 64
64 F I S K Ú T F L U T N I N G U R „Við erum í samstarfi við mörg flugfélög um fragtflutninga, en fyrst og fremst er Flugfélagið Bláfugl að flytja fyrir okkur ferskfisk,“ segir Skúli Skúla- son hjá Flugflutningum í Keflavík. „Við fljúgum daglega með fisk með Bláfugli frá Keflavík til Ed- inborgar í Skotlandi og Kölnar í Þýskalandi. Í þetta flug fara allar tegundir af fiski og stór hluti af þessum fiski fer til ákveðinna móttakenda sem síðan dreifir vör- unni áfram. Magnið er nokkuð árstíðabundið. Minna er um flutninga á sumrin, en á álags- tímum, t.d. fyrir jól og páska, höfum við ekki nægilegt pláss til þess að anna eftirspurn. Þessi markaður hefur klárlega verið að vaxa, en ég geri mér ekki grein fyrir því hversu stór hann er. Í fyrra var þéttur vöxtur í þessu og mér heyrist á framleiðendum að þeir spái því að sjófrystingin muni minnka á næstunni en að sama skapi verði aukning í út- flutningi á ferska fiskinum. Verð- in eru betri fyrir ferska fiskinn nú um stundir og þá færa menn sig í auknum mæli yfir í hann,“ segir Skúli Cork á Írlandi bætist við í áætlun Bláfugls Skúli segir að með flugi Bláfugls til Edinborgar, Kölnar og Luxem- borgar tengist þessi flutningar gríðarlega sterku flutninganeti sem geri það að verkum að auð- velt sé að flytja fiskinn áfram til annarra áfangastaða. Í lok septem- ber breyttist áætlun Bláfugls í þá veru að þá fór félagið að fljúga til Cork á Írlandi „Við höfum fengið fyrirspurnir um fiskflutninga á Írland og því geri ég ráð fyrir að eitthvað verði um að þangað verði fluttur fiskur, þó svo að það verði kannski aldrei mjög mikið. Á þessu svæði er mikil hefð fyrir fiski, en kvótasamdráttur hefur gert það að verkum að Írarnir eru farnir að horfa í kringum sig með að fá fisk annars staðar frá.“ Standa vel að málum Skúli segir að Íslendingar séu í fremstu röð í útflutningi á fersk- um fiski. Hér séu gerðar meiri kröfur varðandi t.d. hreinlæti og umbúðir. „Við getum síður en svo kvartað yfir því hvernig varan kemur til okkar og að sama skapi leggjum við áherslu á að vel sé að flutningunum staðið. Kaupendur erlendis koma reglulega til Ís- lands til þess að fylgjast með því að við stöndum vel að málum,“ segir Skúli. Tilraunir með fiskflutninga með Air Greenland frá Akureyri Skúli segir að Flugflutningar hafi í samstarfi við útflytjendur á Norðurlandi verið að kanna þann möguleika að flytja ferskan fisk í áætlunarflugi Air Greenland frá Akureyri til Danmerkur, en Air Greenland flýgur milli Akureyrar og Kaupmannahafnar tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtu- dögum. Meðal annars sendi fisk- vinnslufyrirtækið Dalmar ehf. á Dalvík prufusendingu með Air Greenland í byrjun september. Sá fiskur fór áfram frá Kaupmanna- höfn niður á meginland Evrópu. Hjá Dalmar fengust þær upplýs- ingar að flug Air Greenland hafi þótt áhugaverður kostur, enda að- eins 45 mínútna akstur milli Dal- víkur og Akureyrar, í staðinn fyr- ir um sex tíma akstur þegar flytja þarf fiskinn suður á Keflavíkur- flugvöll, og því hafi þótt ástæða til þess að gera tilraun með að flytja ferskan fisk með þessu flugi beint frá Akureyri. Skúli segir að fleiri framleið- endur hafi verið að þreifa sig áfram með flutning á fiski með áætlunarflugi Air Greenland, en of snemmt sé að spá fyrir um hvort þessi flutningsleið festi sig í sessi. Erfitt að spá fyrir um framtíðina Skúli segir erfitt að spá fyrir um hver þróunin verði í útflutningi á ferskum fiski. Þar segir hann að utanaðkomandi aðstæður ráði miklu um. Til dæmis hafi hitarn- ir í Evrópu sl. sumar sett töluvert strik í reikninginn og ekki sé gott að segja hvað framtíðin beri í skauti sér varðandi samkeppni á þessum mörkuðum, t.d. frá Nor- egi. „Ég hef trú á því að vöxtur verði áfram í þessu, en það verður auðvitað bara að koma í ljós,“ segir Skúli Skúlason. Bláfugl flýgur til Bretlands og meginlands Evrópu Í samvinnu við fiskútflytjendur á Norðurlandi hafa Flugflutningar verið að þreifa sig áfram með mögulega fiskútflutning í áætlunar- flugi Air Greenland frá Akureyri til Kaupmannahafnar.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.