Ægir - 01.03.2007, Síða 12
12
Eitt öflugasta þjónustufyr-
irtæki í sjávarútvegi hér á
landi varð til á síðasta ári með
sameiningu R. Sigmundsson-
ar, Vélasölunnar og Radiomið-
unar undir nafni R. Sigmunds-
sonar ehf. Auk móðurfélagsins
á R. Sigmundsson stóran hlut
í tveimur félögum, annars veg-
ar skipasmíðastöðinni Skipa-
pol í Gdansk í Póllandi og hins
vegar fjarskiptafyrirtækinu
Radiomiðun, sem er að meiri-
hluta í eigu Símans. R.Sig-
mundsson er nú til húsa ann-
ars vegar að Ánaustum 1 og
hins vegar Fiskislóð 16, en á
vordögum mun fyrirtækið flytja
alla starfsemi sína, þ.m.t.
verslun, rafeinda- og vélaverk-
stæði og skrifstofur, undir eitt
þak að Klettagörðum 25.
Haraldur Úlfarsson, fram-
kvæmdastjóri R. Sig munds son-
ar, segir að með sameiningu
fyrirtækjanna þriggja á síðasta
ári hafi myndast afar öflug
eining sem sé vel í stakk búin
til þess að bjóða sjávarútveg-
inum heildarlausnir í tækja-
búnaði. Við sameininguna
hafi ekki orðið umtalsverð
skörun í þeim vörum sem fyr-
irtækin þrjú hafi áður boðið
upp á. Vöruúrval hins sam-
einaða fyrirtækis sé því veru-
lega mikið.
Með langa sögu að baki
Fyrirtækin þrjú eiga sér öll
langa sögu. Bæði R.Sigmunds-
son og Vélasalan voru stofn-
uð árið 1940 og Radiomiðun
1957. R.Sigmundsson og Ra-
diomiðun voru sérhæfð í sölu
á siglinga- og fiskileitartækj-
um og fjarskiptatækjum fyrir
skip. Vélasalan var sérhæfð í
innflutningi og sölu á vélum í
skip og margskonar öðrum
búnaði fyrir fiskiskip, ásamt
skemmtibátum og tækjabún-
aði sem þeim tilheyrir
Haraldur segir að í dag sé
sjávarútvegurinn um helming-
ur af veltu R.Sigmundssonar
og hefur hlutur hans heldur
minnkað hlutfallslega á und-
anförnum árum, sem helst í
hendur við fækkun skipa í
fiskiskipaflota landsmanna.
Auk sjávarútvegssviðs er R.
Sigmundsson með iðnaðar-
svið og lífsstílssvið. Fyrr-
nefnda sviðið þjónustar m.a.
verkstæði og verktaka með
bílalyftur, dælur, síur og raf-
stöðvar. Lífsstílssviðið sérhæf-
Þ J Ó N U S T A
R.Sigmundsson er með víðtæka þjónustu fyrir sjávarútveginn:
Stór verkefni í skipasmíða-
stöðinni Skipapol í Gdansk
- sem R.Sigmundsson á meirihluta í
Haraldur Úlfarsson, framkvæmdastjóri R.Sigmundssonar. Mynd: Sverrir Jónasson.