Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.2007, Side 46

Ægir - 01.03.2007, Side 46
46 Fyrir um einu ári hófust til- raunir með svokallað Hemmer T 90 botntroll frá Fjarðaneti um borð í Akureyrinni EA. Trollið hannaði Hermann Hrafn Guðmundsson, neta- gerðarmeistari og markaðs- stjóri Fjarðanets. Nú er trollið komið um borð í fimm skip og skipstjórnarmenn sem Ægir hefur rætt við eru sammála um að þessi gerð trolla sé byltingarkennd breyting og það sem koma skal, svo vitn- að sé til orða þeirra. En í hverju felst breytingin úr hefðbundnu botntrolli í Hemmer T 90 trollið? Meg- inbreytingin er í sjálfu sér einföld - netinu er einfaldlega snúið og það haft þversum. Þetta þýðir að minna net þarf í trollið og jafnframt verður gegnumstreymið mun meira. Það þýðir með öðrum orðum minni mótstöðu, sem aftur þýðir að léttara er að draga trollið og þannig sparast elds- neyti skipanna. „Þó svo að hugmyndin sé í sjálfu sér ein- föld, er hönnunarferlið búið að taka nokkurn tíma, en það hefur tekið á annað ár og að baki liggja tilraunir í tilrauna- tanki, um borð í rannsókn- arskipi, ásamt prófunum um borð í fiskiskipi. Áður hefur verið notað þvernet í poka, en enginn hefur áður svo við vitum, hannað og framleitt troll með þversum neti í öllu trollinu,“ segir Hermann. Varð „óvart“ til Hugmyndin að Hemmer T 90 trollinu varð nánast „óvart“ til þegar unnið var að hönnun á kolmunnaskilju. Notkun á þverneti í þá skilju leiddi Her- mann áfram í að e.t.v. væri þarna kominn lykillinn að nýju botntrolli. Næsta skref var að fara með trollið í til- raunatankinn í Hirtshals í Danmörku og þær tilraunir staðfestu þær hugmyndir að lykillinn að léttara trolli væri að hafa netið í því þversum. Í framhaldinu var sett upp troll fyrir rannsóknartúr á Árna Friðrikssyni og virkni þess mynduð í bak og fyrir. Nið- urstaðan var mjög jákvæð og í framhaldinu var fyrsta trollið af þessari tegund reynt um borð í Akureyrinni EA og gaf góða raun. Eftir að hafa próf- að trollið ákvað Samherji að kaupa það. Það troll fór síðar yfir í annan togara Samherja hf., Björgvin EA, þar sem það er ennþá og reynist vel. „Við viljum færa Samherja bestu óskir fyrir að taka þátt í þessu með okkur og sýna þann kjart að vera fyrsta útgerðin til að taka trollið í notkun,” segir Hermann. Síðan hefur þetta troll verið tekið um borð í Gullver NS á Seyð- isfirði, Klakk SK á Sauð- árkróki og Jón Vídalín VE í Vestmannaeyjum og nú síðast í Oddeyrina EA. Fleiri skip eru að fylgjast með og hafa haft samband, einnig hefur trollið vakið athygli erlendis. Mismunandi stærðir Hermann segist að vonum vera mjög ánægður með þau viðbrögð sem trollið fái og þau fari í raun fram úr björt- ustu vonum. Reynsla manna sé ólygnust í þeim efnum. Unnt er að setja upp þetta troll í mismunandi stærðum, allt fari það eftir stærð skip- anna og þeim veiðarfærum sem skipin voru áður með. Til þessa segir Hermann að Fjarðanet hafi sett T 90 trollin upp í þremur stærðum. Fjarðanet leggur í starfsemi sinni talsverða áherslu á þró- un og hönnun nýrra og betri veiðarfæra og hefur fleiri járn í eldinum. Fjarðanet vinnur náið með Hampiðjunnni og Hafrannsóknastofnuninni að þróun veiðarfæra. Fjarðanet rekur sex starfs- stöðvar í kringum landið og framleiðir og þjónustar allar gerðir veiðarfæra. Um eins árs reynsla komin á Hemmer T 90 trollin frá Fjarðaneti: Viðbrögðin hafa farið fram úr björt- ustu vonum – segir Hermann Hrafn Guðmundsson, hönnuður trollsins Hermann Hrafn Guðmundsson, markaðsstjóri Fjarðanets, netagerðarmeistari og hönnuður Hemmer T 90 botntrollsins. Hér má glögglega sjá hvernig Hemmer T 90 trollið þenst út í vatninu. V E I Ð A R F Æ R A G E R Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.