Ægir

Volume

Ægir - 01.03.2007, Page 52

Ægir - 01.03.2007, Page 52
52 „Það er erfitt að spá, sérstak- lega um framtíðina.“ Mig minnir að þessu fleygu orð hafi verið eignuð Mark Twain. Að spá um framtíð íslenzks sjávarútvegs og stöðuna eftir 15 ár er býsna erfitt. Það er svo margt sem getur breytzt. Umhverfið hér heima mun auðvitað breytast, en kannski ræður framvindan úti í hinum stóra heimi meiru. Hversu langt eiga öfgasinnaðir um- hverfishópar eftir að ná í bar- áttu sinni gegn fiskveiðum? Nú berjast þeir gegn botn- trolli, þeim tókst að útrýma reknetunum, sem reyndar var gott. Takist þeim að útrýma togveiðum, hlýtur að koma að því að þeir snúi sér að net- unum og loks að krókunum. Ergo; engar veiðar. Það eru ómannúðlegar aferðir. Skítt með hinn hungraða heim. Skítt með ótvíræða hollustu fiskáts. Skítt með afkomu heilla stétta og jafnvel þjóða. Eða eigum við eftir að selja okkur undir ofurveldi Evrópu- sambandsins og glata yfirráð- um okkar yfir auðlindinni? Svona heimsendaspár eru náttúrlega vondar. Ég vonast til þess að fiskveiðar verði stundaðar áfram og fái sem fyrst frið til að þróast og taka á þeim vandamálum, sem umgengni okkar við auð- lindina hefur skapað og kann að skapast. Ég vonast til þess að áfram verði eftirspurn eftir fiski úti í hinum stóra heimi. Ég vonast til að við Íslending- ar munum um ókomin ár stunda sjálfbærar veiðar við landið undir okkar eigin stjórn. Ég vonast til þess að friður skapist um fiskveiði- stjórnunarkerfið og af því verði sniðnir þeir agnúar sem þarf. Þá sé ég fyrir mér blóm- legan útveg á Íslandi, bæði stór fyrirtæki með fjölbreytta starfsemi og smærri sérhæfð- ari fyrirtæki. Smáa báta jafnt sem stór skip. Landamæri hreppapólitíkur heyri sögunni til og fiskurinn verði veiddur þar sem bezt er að sækja hverju sinni, sé landað þar sem bezt er að landa hverju sinni og unninn þar sem það er bezt. Ég sé ekki fyrir mér rómatík mannsins sem rær út í sólarlagið á gömlum trébát vanbúnum til veiða. Ég sé ekki fyrir mér að sjávarútveg- urinn verði með stjórnvalds- aðgerðum nýttur til að halda uppi byggð í landinu. Líklega ber framtíðin það í skauti sér að allur fiskur verði veiddur til manneldis. Loðna, kolmunni og síld verði etin af fólki en ekki eldisfiski í formi fiskimjöls og lýsis. Eftirspurn eftir fiskifóðri mun stöðugt aukast og henni verður ekki svarað með fiskimjöli og lýsi. Það hlýtur því að koma til þess að annað og ódýrara fóður verði fundið upp, fóður úr jurtaríkinu. Gera má ráð fyrir að fiskvinnsla haldi áfram með svipuðum hætti og undanfarin ár. Áherzla verði á ferskleika og gæði og sem hreinasta afurð og fisk- urinn verði unninn hér heima. Samgöngur ættu ekki að verða vandamál eftir 15 ár og líftækni og önnur þekking ætti að geta leitt til þess að flutningur á ferskum fiski á markaði í Evrópu og Ameríku ætti ekki að verða nein hindr- un. Líklega mun útflutningur í gámum leggjast af smám saman. En allt veltur þetta líka á því hvernig gengur að fá fólk til starfa á sjó og landi. Þörfin fyrir fiskinn sem fæðu verður alltaf fyrir hendi. Þörf- in fyrir starfsfólk verður það líka, en með stöðugri framþróun á tæknisviðinu verður sú þörf minni og sjálf- virkinin tekur völdin. Á heildina litið vonast ég til að hér verði áfram vel rek- inn sjávarútvegur, sem nýtur virðingar á heimsbyggðinni fyrir ábyrga fiskveiðistjórnun og einhverjar beztu fiskafurð- ir sem fáanlegar eru.“ F R A M T Í Ð Í S L E N S K S S J Á V A R Ú T V E G S Hjörtur Gíslason, sjávarútvegsskríbent Morgunblaðsins: Allur fiskur veiddur til manneldis Hjörtur Gíslason, blaðamaður. Skítt með hinn hungr- aða heim. Skítt með ótvíræða hollustu fiskáts. Skítt með afkomu heilla stétta og jafnvel þjóða. Eða eigum við eftir að selja okkur undir ofur- veldi Evrópussam- bandsins og glata yfirráðum okkar yfir auðlindinni?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.