Ægir - 01.03.2007, Side 65
65
Vélar í takt við auknar
umhverfiskröfur
Fleiri hundruð sjómenn hafa
nýtt sér styrki Sjómenntar til
að fara í nám og stunda nám-
skeið víða um land undanfarin
ár. Sjómennt veitir styrki til
fjölmargra námskeiða, bæði
tengd vinnu og áhugamálum.
Sem dæmi um námskeið má
nefna meiraprófið, 30 rl. rétt-
indanámið, vélgæslunám-
skeið, netagerðarnámskeið,
nám í framhaldsskólum, tölvu-
námskeið, tungumálanám-
skeið, skotveiðinámskeið og
lesblindunámskeið.
Hvað er Sjómennt?
Sjómennt er fræðslusjóður
sjómanna og útgerðarfyr-
irtækja og veitir styrki til
náms og námskeiðahalds.
Sjóðurinn var stofnaður vorið
2002 til að efla starfsmenntun
og auka möguleika sjómanna
til að sækja sér menntun.
Hverjir fá styrki?
Bæði einstaklingar og fyr-
irtæki: Það eru einstaklingar
sem hafa verið á sjó í meira
en ár og hafa unnið sam-
kvæmt kjarasamningi SA/LÍÚ
við Sjómannasamband Íslands
og greitt til aðildarfélags Sjó-
menntar, t.d. verkalýðs- og
sjómannafélaga víða um land.
Það er hægt að flytja réttindi
milli Sjómenntar og nokkurra
annarra sjóða og við hvetjum
fólk til að kanna það ef það
hefur skipt um starf. Einnig
eru styrkir veittir til fyrirtækja
sem starfa innan LÍÚ.
Hversu mikinn styrk er hægt
að fá?
Þegar þetta er skrifað (vor
2007) þá geta einstaklingar
fengið árlega allt að 50.000
krónur í almenna styrki og
81.000 krónur í meiraprófs-
styrk. Þó er aldrei greitt meira
en sem nemur 75% af nám-
skeiðsgjaldi.
Hvernig bera menn sig að til
að fá styrk?
Það eru viðkomandi stétt-
arfélög sem afgreiða styrkina
þannig að það er einfaldast
að leita beint til þeirra. Einnig
er hægt að hafa samband við
skrifstofu Sjómenntar í síma
522-3350 og nálgast umsókn-
areyðublöð á heimasíðu sjó-
menntar: www.sjomennt.is.
Sigríður Ágústsdóttir,
verkefnastjóri Sjómenntar.
Fleiri hundruð sjómenn hafa nýtt sér styrki Sjómenntar til að fara í nám og stunda
námskeið víða um land undanfarin ár.
Þ J Ó N U S T A
F R Æ Ð S L A
Í framleiðslu báta- og skipa-
véla hefur í æ í ríkari mæli
verið tekið mið af auknum um-
hverfiskröfum, að sögn Karls
Geirssonar, sölustjóra aflvéla
hjá Heklu hf., sem hefur í
mörg undanfarin ár selt hinar
heimsþekktu Caterpillar vélar.
„Hönnun véla hefur tekið
mið af ýmsum mengunar-
reglugerðum og kröfum um-
hverfissamtaka. Til eru svo-
kallaðir IMO-staðlar – Int-
ernational Marine Organisa-
tion – sem kveða á um að
vélar megi ekki menga meira
en eitthvað ákveðið miðað
við snúning, stærð og fleira.
Vélaframleiðendur verða að
taka mið af þessu. Ákveðnar
gerðir véla hafa dottið út af
markaðnum og nýjar komið í
staðinn, sem uppfylla þá
staðla sem um ræðir. Þessar
nýju vélar stýra betur eyðsl-
unni, hún verður minni og
bruninn hreinni,“ segir Karl
og bendir á að staðlarnir séu
mismunandi eftir því hvar
viðkomandi skip eða bátur sé
í siglingum. Þannig séu staðl-
arnir aðrir ef um er að ræða
fiskiskip en t.d. báta í vatna-
siglingum..
Ekki bara vélar
Caterpillar hefur fjölbreytta
flóru véla, frá minnstu bátum
– 100 hestafla vélar – og upp
í um 7.200 hestafla vélar og
einnig er MaK með fjölmargar
gerðir af vélum.
Auk fjölmargra gerða af
báta- og skipavélum frá Ca-
terpillar og MaK er Hekla
með ýmsan annan búnað –
t.d. rafstöðvar af öllum stærð-
um og gerðum, gír- og
skrúfubúnað frá Scan Volda,
auk þess sem fyrirtækið út-
vegar skrúfubúnað frá öðrum
framleiðendum.
Sjómennt – styrkir fyrir sjó-
menn til að sækja námskeið
Karl Geirsson, sölustjóri aflvéla hjá Heklu. Mynd: Sverrir Jónasson.