Ægir - 01.03.2007, Síða 70
70
Fornubúðir 3 - 220 Hafnarfjörður - Sími 555 6677 - oli@umb.is
Fyrir tveimur mánuðum eða
svo var starfsemi nýs fyrirtæk-
is, Ísblásturs ehf., ýtt úr vör.
Að því standa tveir einstakl-
ingar sem hafa lengi komið að
sjávarútvegi og þjónustu við
hann. Annars vegar Hjalti Örn
Sigfússon, eigandi og fram-
kvæmdastjóri MD-véla, og
hins vegar Hlynur Jónsson,
vélfræðingur og vélstjóri á
Ólafsfjarðartogurum til margra
ára.
Ísblástur annast ýmiskonar
hreinsun, sem byggist á tækni
sem Ice Tech í Danmörku
hefur þróað. Ísblástur er því
umboðsaðili Ice Tech hér á
landi. Tæknin byggir á því að
blása þurrís með sérhæfðum
vélum og hreinsa flötinn með
honum. Að sögn Hjalta Arnar
Sigfússonar er þurrísinn sem
hentar til ísblásturs framleidd-
ur úr kolsýru hjá ÍSAGA í
formi korna og notaður líkt
og sandur við sandblástur.
Meginmunurinn á ísblæstri og
sandblæstri segir Hjalti vera
að ískornin, sem blásið er
með þrýstilofti á allt að hljóð-
hraða, springa við snertingu
við flötinn sem hreinsa á og
auka við það rúmtak sitt sjö-
hundruðfalt. „Við þetta breyt-
ist þurrísinn aftur í lofttegund
og hverfur. Vegna þessa gref-
ur ísinn sig ekki ofan í flötinn
sem blásið er á og aðeins
óhreinindinn hverfa. Engin
óþrif verða eftir önnur en þau
sem blásast af yfirborðinu.
Þau er auðvelt að hreinsa
upp vegna þess að þurrísinn
skilur engan raka eftir sig,“
segir Hjalti.
Endalausir möguleikar
Með öðrum orðum; þurr-
ísblástur er í raun ein aðferð
til þess að þrífa en í stað þess
að þrífa t.d. með sandblæstri
losna viðkomandi við öll
óþrif fyrir utan það efni sem
skal þrifið af fletinum. Eftir
þrif með þurrís verður flöt-
urinn aðeins kaldari en um-
hverfishiti hverju sinni en
ekki blautur og því getur
frekari meðhöndlun s.s.málun
átt sér stað skömmu síðar.
Hjalti segir að í raun henti
hreinsun með þessari aðferð
mjög víða – í matvælavinnslu,
iðnaði o.fl. – notkunarmögu-
leikar séu nánast endalausir
Öllum búnaði sem til þarf
hefur verið komið fyrir í
sendibíl með lyftu sem getur
farið hvert á land sem er.
„Þetta er nýjung hér. Við er-
um að sjálfsögðu tilbúnir að
mæta á staðinn, sýna virknina
og gera tilboð í hreinsun ef
óskað er,“ segir Hjalti Örn
Sigfússon.
Þ J Ó N U S T A
Hreinsun með ísblæstri
Ísblástur hefur komið öllum hreinsunarbúnaðinum fyrir í þessum bíl og því er unnt að fara með búnaðinn hvert á land sem er.