Ægir

Volume

Ægir - 01.03.2007, Page 72

Ægir - 01.03.2007, Page 72
72 S K I P S S T R A N D Í Hvalsnesfjöru við Sandgerði stendur flutningaskipið Wilson Muuga og er strand í orðsins fyllstu merkingu. Frá því skip- ið lenti uppi í grjóti fáum dög- um fyrir jól, hafa útgerð og stjórnvöld háð lögfræðilegt þrátefli um hver beri ábyrgð- ina og skuli bera kostnað við að fjarlægja það. Fyrir fólk á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vinsæll sunnudagsrúntur að fara suður með sjó og sjá þetta risavaxna skip, hvar það stendur á fjöruklöppunum við Hvalsnes. Stefnt er að því að draga skipið út á stórstraums- flóði 16.-18. maí nk. Reykjanesskaginn og suð- urströndin hafa í tímans rás reynst sjófarendum skeinu- hætt. Óteljandi mörg skip hafa lent uppi í grjóti og fæst- um verið bjargað. Í því sam- bandi er skemmst að minnast flutningaskipsins Vikartinds sem rak upp í Háfsfjöru í Þykkvabæ snemma í mars 1997. Öllum skipverjum var bjargað með þyrlu, en báts- maður á varðskipinu Ægi fórst við björgunartilraunir. Vikartindur var í eigu þýskra aðila og í leigusiglingum fyrir Eimskip. Skipið var með 2.700 tonn varnings af ýmsu tagi, sem dreifðist vítt og breitt um fjörurnar og tók langan tíma að hreinsa upp. Á vormánuðum 1997 hófst svo vinna við að rífa skipið niður í brotajárn og tók það verk rúmlega eitt ár. Skipakirkjugarðurinn Betur fór en á horfðist þegar Akureyrartogarinn Baldvin Þorsteinsson strandaði í Með- allandsfjöru í mars 2004. Skip- ið fékk nótina í skrúfuna, þegar það var við loðnuveið- ar skammt undan landi. At- burðarásin var hröð og vél- arvana rak skipið upp í fjöru- sandinn. Skipverjum var bjargað í land með þyrlu. Umfangsmiklar björgunar- aðgerðir fóru af stað og rúm- lega viku síðar tókst að ná skipinu út af aflmiklum drátt- arbát sem kom frá Noregi. Kunnugir telja þó að öðru fremur hafi harðfylgi og út- sjónarsemi Samherjafrænda ráðið að togarinn náðist úr skipakirkjugarðinum sem Meðallandsfjörur eru. Þar hafa frá árinu 1900 alls 46 skip Þrjú stór skip hafa strandað við suðurströndina og Reykjanesið síðasta áratuginn: „Geta rekið upp í fjöru á örskotsstundu“ Wilson Muuga á strandstað við Stafnes. Nú er stefnt að því að draga skipað af strandstað upp úr miðjum maí. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson. Vikartindur í Háfsfjöru í Þykkvabæ. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.